Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2001, Blaðsíða 16

Hugur og hönd - 01.06.2001, Blaðsíða 16
Gluggaskreyting, 25 fermetrar, í húsi PKL Verpackungssysteme í Linnich, Þýskalandi. Myndin er úr bókinni, „Licht Glas Farbe“. VerlagM. Brimberg, Aachen. segist mjög ánægð með samstarfið við Oidtmannbræður. Hún segir þá hrein- skilna, kröfuharða og nákvæma. Það líkar Höllu vel. Hún hefur unnið glerlista- verk í glugga íjölmargra kirkna, má þar nefna Þingeyrarkirkju, Selfosskirkju, Hveragerðiskirkj u, Valþj ófsstaðakirkj u og Strandarkirkju, líka verk í margar aðrar opinberar byggingar hér á landi og fyrir einkaaðila. Nýjasta glerlistaverk hennar hér á landi pfyðir anddyri Hótels Keflavíkur. Glerið í því verki er munnblásið, það skiptist í nokkra glugga en myndar þó sterkan heildarsvip. Halla segist leggja áherslu á að verkin falli vel að umhverf- inu þannig að skoðendur fái þá tilfinn- ingu að þarna hafi þau alltaf verið. Einkaaðilar í Þýskalandi, Bandaríkj- unum, Sviss og á Spáni eiga verk eftir Höllu og þar pfyða glerlistaverk hennar opinberar byggingar. Halla hlaut menningar- og listastyrk alþjóðasambands Soroptimista árið 1978, hún vann samkeppni árið 1988 um úti- listaverk við Sundmiðstöðina í Keflavík og árið 1993 var hún valin úr hópi gler- listamanna til að gera steinda glugga í kapellu í Mainz í Þýskalandi. Sama ár var Halla valin listamaður Keflavíkur. Einkasýningar Höllu eru orðnar fjöl- margar og einnig hefur hún tekið þátt í mörgum samsýningum bæði hér og er- lendis. Verk hennar hafa skreytt erlendar listaverkabækur ásamt verkum heims- þekktra listamanna frá Frakklandi og Þýskalandi, valin af þekktum listfræðing- um. Má nefna eina slíka sem Kiefel for- lagið gaf út, í henni er 21 litmynd eftir 9 virta listamenn, þar af eru átta myndir eftir Höllu, myndir hennar pfyða bæði forsíðu og baksíðu bókarinnar. Það er mikil viðurkenning. Þórir Sigurðsson 16 HUGUROGHÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.