Hugur og hönd - 01.06.2001, Side 17
Vigdís Björnsdóttir
fyrsti forvörður handrita
Vigdís Björnsdóttir. Ljósmynd: Ljósmyndastofan
Asis.
Vigdís Björnsdóttir er fædd 14. apríl
1921 að Kletti í Reykholtsdal í Borgar-
firði og varð hún áttræð á þessu ári. Hún
lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Is-
lands 1949. Vigdís var alltaf mjög áhuga-
söm um að bæta við þekkingu sína.
Meðan hún starfaði sem kennari fór hún
í margar námsferðir og sótti bæði nám-
skeið og framhaldsnám til Svíþjóðar,
Danmerkur, Þýskalands og síðar Eng-
lands. Arið 1955 útskrifaðist hún með
handavinnukennarapróf frá Hándar-
bejdets Fremmes skole í Kaupmanna-
höfn. Hún fór einnig til Þýskalands og
menntaði sig í vefnaði og hannyrðum.
Vigdís var lengst af kennari við Laugar-
nesskólann í Reykjavík þar sem hún
kenndi hannyrðir eða þar til hún lagði
út á nýja braut og nam handritaviðgerðir
og hélt til Englands í sína fyrstu náms-
ferð í maí 1963. Eftir að hún fór að
vinna við handritaviðgerðir fór hún á
námskeið og ráðstefnur, til að fylgjast
með hvað aðrir voru að gera. Einnig til
að kynnast öðru viðgerðarfólki svo hún
einangraðist ekki um of hér heima.
Vigdís var sett til eins árs frá 1. sept-
ember 1964 til að gegna starfi við hand-
ritaviðgerðir fyrir Þjóðskjalasafn Islands,
Landsbókasafn Islands og Handrita-
stofnun (Stofnun Árna Magnússonar).
Oll söfnin voru þá til húsa í Safnahúsinu
við Hverfisgötu í Reykjavík. Handrita-
viðgerðarstofunni var fenginn staður í
húsakynnum Þjóðskjalasafnsins og var
þar í 22 ár, eða til ársloka 1987 að stofan
flytur inn á Laugaveg 162 í framtíðar-
húsnæði Þjóðskjalasafnsins. Unnið var
jafnt að viðgerðum við söfnin, þar til
Landsbókasafn flytur í Þjóðarbókhlöðu
árið 1994.
Á árunum kringum 1960 varð mikil
umræða í þjóðfélaginu um afhendingu
íslensku handritanna sem voru í Kaup-
Ymsar hremmingar hafa hent skjöl og handrit í aldanna rás. Algengt var að húsakynnifyrri ára héldu ekki vatni og bleyta komst í skjölin sem
mygluðu ogfiinuðu. Dœmi eru um að mýs hafi komist í geymslur, eða vökvar hafi hellst yfir skjöl, svo sem kaffi, blek, málning eða olía.
HUGUROGHÖND 17