Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2001, Blaðsíða 18

Hugur og hönd - 01.06.2001, Blaðsíða 18
Hér sést greinilega hvernig umbúðapappírinn er aí brjóta niðurystu blöðin í skjalapakkanum. Papptrinn í skjölunum er handunninn úr hör og bómullartuskum, slíkur pappír getur varðveist lengi við góðar aðstœður. mannahöfn. Danir bentu þá á, að hér væru hvorki til sérfræðingar í viðgerðum handrita eða nokkur aðstaða til viðgerða og var það ein röksemd þeirra gegn því að skila handritunum til Islands. Kvenstúdentafélagið fékk áhuga á málinu og auglýsti styrk til náms í hand- ritaviðgerðum. Vigdís Björnsdóttir segir í blaðavið- tali að hún hafi séð auglýsingu Kven- stúdentafélagsins, en ekki sótt um fýrr en hún sá viðtal við Jón Helgason pró- fessor. Jón Helgason var hér heima að halda fyrirlestra, en einnig að grúska í gömlum handritum á handritadeild Landsbókasafnsins. Hann lofar mjög nýjan lestrarsal handritadeildar Lands- bókasafns en segir svo: „Nú er brýn nauðsyn að ganga þannig frá þessum handritum að ekki detti allt í sundur ef komið er við þau, en það er bæði lang- vinnt verk og dýrt“. Síðan segir Jón: „Eg vildi óska að álíka mjúkar hendur og viðgerðakonan hjá mér í Kaupmanna- höfn hefur væru komnar til að fjalla um þessar bækur sem margar hverjar hafa komið svo fúnar til safnsins að þeirra bíður ekki annað en grotna niður nema hafizt verði handa hið allra fýrsta, en til þess þarf miklar fjárveitingar, því að fjöldi blaðanna er geysilegur og hvert eintak þarf aðgerðar sem oft getur tekið langan tíma“. (Þjóðviljinn M.K. ). Vigdísi var veittur styrkurinn. En það var mjög erfitt að komast í nám í hand- ritaviðgerðum á þessum árum, sérskólar í viðgerðum voru þá ekki til, helst var að komast að hjá stórum söfnum eða einka- aðilum. Vigdís Björnsdóttir og Kvenstúdenta- félagið unnu saman að málinu, og með aðstoð frá opinberum aðilum hér á landi og í Englandi, komst hún í nám á einka- stofu í Englandi hjá Roger Powell og Peter Waters. Var það mikið happ því þetta var ein besta viðgerða- og bók- bandsstofa sem þá var starfandi í Eng- landi. Stofan var á gömlu sveitasetri í Suður-Englandi, The Slade Froxfteld, Petersfield í Hampshire. Vigdís Björnsdóttir var einstaklega heppin með kennara. Powell hafði kennt til margra ára í Royal College of Arts í London, Peter Waters hafði verið nemandi Powells þar og gerðist síðan samstarfsmaður hans. Þeir höfðu fengið marga fræga dýr- gripi til viðgerða og bókbands, t.d. Book of Kells, frá Trinity College’s Library í Dublin, svo eitthvað sé nefnt. Einnig má benda á, sem sýnir hvað þeir voru framarlega í sínu fagi, að eftir flóðin miklu í Flórens 1966 voru þeir fengnir til að koma á fót stofu í við- gerðum á bókum og bókbandi í Biblio- teca Nazionale Centrale í Flórens. Itölum hafði borist hjálp víða að, bæði frá Evrópu og Bandaríkjunum en í ljós kom að aðferðir voru mismunandi milli þjóða og það vantaði aðila til að samræma aðgerðir við þetta stóra verk- efni sem fram undan var. Um 100 manns störfuðu þar við viðgerðir þegar flestir voru. Áætlað var að viðgerðir, ljós- myndun og bókband tækju um 25 ár. Skjalapakki í krossbandi, pakkaður inn í maskínupappír. Pappírgerður ejiir 1850 er oft lélegur oggeymist illa, hann gulnar og brotnar niður með tímanum og það sem verra er, sltemur pappír skemmir útfrá sér. 18 HUGUROGHÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.