Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2001, Page 23

Hugur og hönd - 01.06.2001, Page 23
Brostu og lífið brosir við þér Hildur Kristín Jakobsdóttir Hildur Kristín Jakobsdóttir. Leiðir okkar Hildar Kristínar Jakobs- dóttur lágu saman á Reykjalundi í Mos- fellsbæ á liðnum þorra. Hún vakti fljótt athygli mína, þar sem hún sat og saum- aði út, orti með nál og þræði minningar og tilfmningar í smá efnispjötlu. Minn- ingar í ótal fallegum litum sem minntu helst á sumar og sól, fullar af gleði og hlýju. Allt lifnaði í höndum hennar, þrátt fyrir hömlur sem Parkinson- sjúk- dómurinn setur henni. Við Hildur rókum tal saman. Hún var alin upp á Þórshöfn á Langanesi til 13 ára aldurs. En lengst af bjó hún á Hvammstanga, þar sem hún vann við kennslustörf í um 15 ár og síðar versl- unarstörf. Þar kenndi hún handavinnu, en auk þess dönsku, stærðfræði og teikn- ingu. Hildur er nú búsett á Akureyri. Árið 1952 fer hún til Danmerkur og lærir handavinnu á Hándarbejdets Fremme í Kaupmannahöfn. Það var lær- dómsríkur og góður skóli, þó ekki mætti sauma eftir munstrum, þar átti hver að skapa sín eigin verk. En það átti ekki við Hildi sem fannst það alveg ómögulegt og hundleiðinlegt í fyrstu og hún ekkert Island. geta, en skilar sér nú í verkum hennar, þar sem hugarflugið eitt ræður. Hildur er gift Gunnari V. Sigurðs- syni, hann var kaupfélagsstjóri á Hvammstanga í 37 ár. Hann er hættur störfum, en annast nú alveg um eigin- konu sína. Þau eignuðust sex börn og eru þrjú á lífi. Eitt er búsett á Hólmavík, eitt í Noregi og eitt í Reykjavík. Allt yndisleg börn sem hafa hvatt hana til að halda baráttunni áfram. I júnímánuði 1999, þegar Hildur var á sjúkrahúsinu á Hvammstanga og vaknar þar einn morgun, er þumalfingur hægri handar lamaður, nú gat hún ekki haldið á heklunál. Þetta var mikið áfall því fram að þessu hafði hún heklað mikið, bæði milliverk og dúka. En hún var ákveðin í að gefast ekki upp. Þá sá hún ónýtt rúmteppi sem búið var að klippa niður í borðklúta og spurði hvort hún mætti fá einn borðklútinn og prófa að sauma út í hann. Það var auðvelt að stinga í efnið og saumaði Hildur tvær myndir í þessa gömlu búta. Þetta var byrjunin. Hún sýndi listakonunni Leðurtaska skreytt útsaumi Hildar Kristínar. Höddu á Akureyri þessa frumraun sína, sem fannst bæði litasamsetning og saumgerð afar áhugaverð og fékk grafík- listakonu til að meta verkin. Þetta var mikil uppörvun og nú unir hún sér svo vel við þessa vinnu, að hún getur helst ekki hætt. Klæðið sem Hildur saumar út í er gamalt Gefjunar-vaðmál, sem átti að henda, en hafði legið úti í bílskúr yfir HUGUROGHÖND 23

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.