Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.2001, Qupperneq 24

Hugur og hönd - 01.06.2001, Qupperneq 24
Sjálfsmynd: Hildi líður misvel með litum, þessir litir heilla og hafa góð áhrif- þeir eru uppáhaldslitirnir hennar. tuttugu ár, það þótti ekki nógu fallegt á sínum tíma. Eftir eina andvökunótt kom klæðið upp í huga hennar og datt henni þá í hug að prófa að sauma út í það. Það var eins og við manninn mælt, það var svo yndislega gaman að sauma í klæðið, sem er þykkt og mátulega þétt og afmyndast ekki við saumsporin. Þegar Hildur byrjar á verki er hún ekki með nokkurn skapaðan hlut í huga, hún tekur spotta sem höfðar til hennar og lætur hann ráða ferðinni og út frá því sprettur verkið til allra átta. Aður fyrr spilaði Hildur bæði á píanó og gítar, en er nú hætt því, en leikur þess í stað í huganum meðan hún saumar út. Hún hugsar mikið í litum, sér allt í litum og myndir í skýjum, það er hægt að sjá myndir í svo mörgu. Hildur hefur fleiri áhugamál og má ekki vera að því að vera veik og man ekki eftir því fyrr en sjúkdómurinn minnir á sig, þá oft með miklum verkjum. Það er hægt að lifa með þessu ef maður er bara jákvæður. Það sýnir hún þegar hún skrifar heilræði á rekavið: „trúin flytur fjöll“ eða „brostu og lífið brosir við þér“, eitthvað svona fallegt, hún reynir að hugsa fallegar setn- ingar og túlkar þannig tilfinningar sínar, hún er afar meyr, en það er bara gleði, „við erum öll meyr“, hún hefur tekið eftir því að það fylgir sjúkdómnum. Hildur er svo þakklát skaparanum fyrir að geta þó þetta, það má aldrei gefast upp, þá er lífið búið. Kristín Schmidhauser Jónsdóttir Ljósmyndir: Kristín Schmidhauser Jónsdóttir. Vinaband. Hringrás. Óðurinn til lífiins. 24 HUGUROGHÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.