Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2001, Síða 26

Hugur og hönd - 01.06.2001, Síða 26
Sextekinn laufaviður. Hvernig laufaviðarmunstrin berast til Vestfjarða og ílendast í þeirra afskekkt- ustu byggðum eru getgátur einar í dag. Alls staðar í heiminum er mann- eskjan söm við sig. Hún hefur þörf fyrir að skapa, þörf fyrir að skreyta og láta á sér bera. Skreytið þarf að vera þannig að allir sjái það og hvaða flík liggur beinna við að skreyta en vettlingana, flík sem margir bera og engin önnur hylur. Laufaviðar- bekkirnir passa þar mjög vel, þeir eru smágerðir, auðveldir og mátulegir á svo litlar flíkur. Ekki hafa konurnar sem voru að prjóna laufaviðarvettlinga á sig og sína hér áður fyrr verið sér meðvitaðar um að þær væru að sinna einhverri listsköpun eða að munstrin þeirra hefðu einhverja vísun til hámenningar aftur í öldum, heldur voru þær að prjóna eitthvað skjólgott og laglegt til að nota á hátíðis- og tyllidögum. Laufaviðarvettlingarnir eru þekktir um allan Vestfjarðakjálkann, en þeir sem við best þekkjum hér í dag eru frá Horn- ströndum, Ströndum, Djúpi og eitthvað vestur á firði, s.s. úr Önundarfirði. Hvernig konur hér vestra hafa kynnst þessu munstri er heldur ekki vitað. Sjónabækur eru til á Islandi frá 17. öld og í þeim eru mörg laufaviðarmunstur ætluð til vefnaðar og útsaums. Ekki hafa sjónabækur þó verið til á öllum heimil- unum en konur sem fóru eitthvað af bæ hafa haft augun opin og sennilega séð ýmislegt á betri bæjum og í kirkjum. Gestir hafa komið úr öðrum byggða- lögum með fallegt ofið söðuláklæði eða spjaldofmn taum, krossofin axlabönd eða haft útsaumaða sessu í reiðtygjum sínum. Einhver hefur átt vettling sem eftir varð í fjöru eða blað úr sjónabók hefur slæðst utan um eitthvert smáræði úr kaupstaðnum. Konur sem hafa haft gott auga fyrir formi og litum hafa kunnað að nota sér það. Munstur og vettlingar hafa svo gengið á milli bæja sem fyrirmyndir fyrir myndarlegar prjónakonur að prjóna eftir. Laufaviðarbekkurinn sem vettling- arnir eru kenndir við er prjónaður í stofn, úrtöku og stundum þumal og hefur ákveðna stærð. Viðarteinungurinn vefur sig um vettlinginn og á honum hanga laufin stílfærð eftir ákveðnu munstri. Þó eru ýmsar útfærslur á þeim. Það var talað um fjór- fimm- sex og sjötekinn laufavið og er þá miðað við umferðafjölda eða breidd bekkjarins. Fimmtekinn laufaviður er 10 umferðir, sextekinn 12 umferðir og sjötekinn 14 umferðir. Ákveðinn lykkjufjöldi var á hverjum prjóni og var algengast að hafa 18-24 lykkjur en lykkjuíjöldinn réðst af stærð laufaviðarbekkjarins og vettling- anna. Laufaviðarvettlingar voru alltaf prjón- aðir úr mjög smáu tvinnuðu þelbandi og á fína prjóna. Litir voru valdir af kost- gæfni. I aðallit var notað hvítt, mórautt eða brúnt band, mosa- eða barkarlitað. Vettlingar karla voru oftast mórauðir eða brúnir en vettlingar kvenna hvítir. Þó var til að sparivettlingar karla væru hvítir. Laufaviðarbekkurinn sjálfur hafði ákveðinn lit. Grunnurinn var alltaf dökk- ur, sauðsvartur eða litaður svartur með sortulit eða hellulit eftir að farið var að flytja inn litarefni og selja í kaupstöðum. Laufaviðurinn sjálfur var ýmist prjón- aður gulur eða grænn með jurtalitum sem mjög auðvelt var að lita en stundum rauðum lit. Erfiðara var að fá rauðan lit fyrr en hann fór að fást í verslunum. Blái liturinn var sjaldgæfur en honum bregð- ur þó fyrir og hefur ugglaust þótt mjög fínn. Kringum laufaviðarbekkinn var rað- að smærri bekkjum sem allir hafa sín heiti. Þar eru lítil lauf og stór, tungur, stuðlar, snar og taflborð. Allir þessir bekkir hafa ákveðinn umferðafjölda. Smábekkirnir voru notaðir til að ná réttri stærð á vettlingana og réði hver prjónakona röðun þeirra og lit. Sýnt er að hver prjónakona hefur komið sér upp ákveðnum hefðum á sínum vettlingum Sjelekit'iu . lcuifnwJki/ i*£vs« •* ' .i ■ *wW r1 "* Sjötekinn laufaviður. 26 HUGUROGHÖND

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.