Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2001, Page 35

Hugur og hönd - 01.06.2001, Page 35
Að laga sig að náttúrunni Menningararfleifð frumbyggja Alaska Álkupels. I einn pels þurfti nœr 100 dlkur. Frd Aleútum. Afkomendur Eiríks rauða hurfu spor- laust frá Grænlandi á 15. öld og veit enginn hvað varð af þeim. Orlög þeirra eru ráðgáta og hefur engum tekist með óyggjandi hætti að sanna eða afsanna kenningar sem ýmsir fræðimenn hafa haldið á lofti. Ein tilgátan er sú að nor- rænir menn hafi einfaldlega úrkynjast og orðið svo veikburða að þeir hafi ekki þolað hið kólnandi loftslag Grænlands og erfiðleika sem fylgdu því. Aðrir halda því fram að norrænir menn hafi aldrei lært að laga sig að umhverfi sínu, óblíðri náttúrunni og atvinnuháttum sem hún krafðist. Þeir hafi reynt að halda uppi sams konar lifnaðarháttum og tíðkuðust í Noregi og á Islandi, en það gekk ekki upp til lengdar. Etholén-safnið í Helsinki Hvernig svo sem örlögum norrænna manna var háttað, þá er það næsta víst að ínúítar eða þeir ættbálkar indjána, sem lifðu á norðlægum slóðum, þurftu að nota allt það sem náttúran gaf þeim. En örlög afkomenda Eiríks rauða rifjuð- ust upp í huga mér, þegar mér fyrir nokkrum árum bauðst tækifæri til að skoða svokallað Etholén-safn, sem varð- veitt er í Þjóðminjasafni Finna í Helsinki. Etholén-safn þetta kom frá Alaska til Finnlands á fyrri hluta 19. aldar og hefur allar götur síðan verið næstum óhreyft í geymslu safnsins. Aðeins einu sinni hefur rykið verið dustað af því, en það var í tilefni af 200 ára afmæli Banda- ríkjanna. Þá lánuðu Finnar einstaka muni úr safninu, sem sýndir voru á fjórum stöðum í Bandaríkjunum: Los Angeles, Denver, Anchorage og Juneau í Alaska. Alaska og skinnaverslun Rússa Segja má að leið þessa safns til Finnlands sé jafn sérstæð og safnið sjálft. En allt frá tímum Kólumbusar höfðu evrópsk ríki sóst eftir nýlendum, sem þeir notuðu til hráefnisöflunar — á kostnað frumbyggjanna. I þessu kapp- hlaupi hafði Rússakeisari gert tilkall til Alaska, sem aðeins eitt sund skildi frá hans eigin landi. Til að styrkja sig betur í sessi réð keisarinn sér landstjóra, sem hafði aðsetur í Sitka við suðurströnd land- sins, en þar hafði verið gamall verslunar- staður indjána. Sitka var skammt frá þeim stað þar sem höfuðborg Alaska, Juneau, liggur nú. Þar settist einnig að Hið rússnesk-ameríska verslunarfélag, en á sama hátt og Danir höfðu einokun á Islandsverslun, þá hafði þetta félag fengið einokun á verslun í Alaska allt frá árinu 1799. Það sem Rússar sóttust eftir var hið „dökka gull“, skinnavörur, sem þeir seldu dýrum dómum m.a. til HUGUROGHÖND 35

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.