Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2001, Side 38

Hugur og hönd - 01.06.2001, Side 38
Yfirhöfh úr lituðum rostungsþörmum. Kjóll, saumaður úr skarfahdlsum. I einn slíkan kjólþurfii n&r 200fugla. Frá Kodiak-eyju. ekkert pláss til að sýna nema brot af því sem hefur varðveist. Til að ráða bót á þessu breyttu Finnar gamalli tennishöll, sem er í miðborg Helsinki, í fjölnotahús, en í því er meðal annars „Safn menning- anna“. Húsið var opnað eftir gagngerðar endurbætur árið 1999 og er forstjóri safnsins Pirjo Varjola, en það var einmitt hún sem sá um Alaska-sýninguna á sínum tíma. Hún segist nú gera sér vonir um að geta einhvern tímann sýnt þessa muni aftur, en í safni hennar verður engin föst sýning heldur verður mun- unum skipt út reglulega. Myndir sem íylgja þessari grein eru birtar með góð- fúslegu leyfi Þjóðminjasafns Finna, Kansallismuseo. Allt er notað sem nýtilegt er Myndirnar sjálfar segja meira en mörg orð: Allt sem hægt var að finna í náttúr- unni, var tekið í notkun. Tvinni var búinn til úr görnum og saumnál fékkst úr fuglabeini. Bæði skinn og fuglshamur var notað í flík og regnkápa var saumuð úr rostungsþörmum. Rekaviður var not- aður bæði í hversdaglega nytjahluti og í muni sem notaðir voru í trúarlegum at- höfnum. Litunarefni fékkst úr plöntum og mosa, því að allt var fagurlega skreytt, eins og sést af kápunni þar sem bæði eru applíkeringar, útsaumur og fjaðraskreyt- ingar. En talið er að það hafi tekið einn mann — eða ætti að segja konu — um tvo mánuði að sauma þessa flík. Frumbyggjarnir voru listrænir í sér og jafnvel nytjahlutirnir voru listaverk - eða að listmunir gegndu einnig hagnýtu hlutverki, og skiptir þar engu hvort um saumaskap, útskurð, skinnaverkun, veiðarfæri eða bátsmíði var að ræða. Hjá mismunandi ættbálkum eru sniðin og efnin mjög svipuð, en oftast er hægt að sjá uppruna munanna af litavali og munsturgerð, því að hver ættbálkur hafði sinn stíl í þeim efnum. En allir bera munirnir fagran vott um hug- vitsemi, iðni og fegurðarskyn þessara manna. Allt sem var nýtilegt var notað. Þetta lærðu ekki afkomendur Eiríks rauða að haldið er, þess vegna hurfu þeir sporlaust og Islendingabyggðin lagðist í eyði. Orlög frumbyggja Alaska réðust aftur á móti af of nánum kynnum við hvíta kynstofninn. Höfundarréttur ljósmynda: Þjóðminja- safn Finna (Suomen Kansallismuseo). Marjatta Isberg 38 HUGUROGHÖND

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.