Hugur og hönd - 01.06.2001, Blaðsíða 39
Hugleiðingar um tísku og
fatahönnun
Allt frá tímum frummenningar hefur
þráin að skreyta eða fegra mannslíkam-
ann og dást að, verið til. Frummaðurinn
málaði andlit og líkama með því að nota
leir og mauk ýmiss konar, litar- og
ilmefni af plöntum. Staðall fegrunar
tekur stöðugum breytingum í tímanna
rás en hinn brennandi logi löngunar til
fegrunar virðist vera óslökkvandi.
Frá upphafi hefur átt sér stað ákveðin
flokkun hvað varðar fegrun líkamans og
hefðir í klæðaburði.
1. Að móta líkamann eftir sérstökum
staðarstuðli: í Kína voru fætur mót-
aðir í svokallaða „liljufætur“, Forn-
Egyptar og amerískir indíánar breyttu
lögun höfuðs í eftirsóttara form og í
báðum tilfellum hófst mótunin á
barnsaldri.
2. Að fegra líkamann, t.d. með málun,
munsturgerð á hörund og húðflúri.
3. Að framlengja eða forma líkamshluta;
háls, eyru, varir og nef með skrauti,
t.d. hálshringjum, beinum, tré, o.fl.
4. Formun fatnaðar og líkama með not-
kun pilsgrinda (krínolín) og lífstykkja
(korselett), en fatnaður tók að þróast
mikið frá upphafi lífstykkja og talið
að þau hafi haft hvað mest áhrif á
þróun nútíma sniðagerðar.
Meðal grundvallarþarfa mannsins er
fatnaðurinn einna nauðsynlegastur og
hefur þróun klæðnaðar í tímanna rás
verið samtvinnuð þjóðfélagi, menningu,
efnahag og breytingum í iðnaði. Þjóð-
félagslegar sviptingar og mismunandi
smekkur fólks úr ýmsum stéttum þjóð-
félagsins skapa tísku en hún er í eðli sínu
birting þess sem fagurt er og túlkun
áræðis og innri tilfinninga mannsins.
Tími breytinga á sér engan endi, fólki er
ekki sama um útlit sitt, gefur sér nú
orðið jafnvel meiri tíma til að velja stíl
og fatnað ásamt öðrum fylgihlutum.
Tískan er einfaldlega orðin hluti af hinu
daglega lífi enda er einkenni tískunnar
að þróast viðstöðulaust og öðlast sess í
tímans rás.
Hvað er fatahönnun?
Orðin „hönnun“ og „fatahönnun" hafa
birst æ oftar hér á landi, í tengingu við
íslenska hönnun og ýmiss konar erlenda
fréttamiðlun. Með orðinu „hönnun" er
ekki verið að vísa til vörunnar sjálfrar
heldur til þess hönnunarferlis sem á sér
stað. Ferlið er fólgið í samantekt og
skipulagi; forsendur, tilgangur, form,
litir, efni, þróun, gæði, stíll, allt myndar
saman eina heild. Það er oft og tíðum
ekki svo auðvelt að skilja eða sjá þær
forsendur sem liggja að baki hönnuðum
kjól eða prjónuðum vettlingum en varan
öðlast meira gildi þegar það er ljóst.
Hvað er það sem einkennir góða
hönnun?
Tilgangur og hlutverk hönnunar eiga að
vera þau markmið hönnuða, að hafa
Parísar hátíska eins og við má búast, stórghzsilegur silkitaji kjóll með hjartalaga hálsmál og
pilsgrind undir, hönnuður Ungaro 1995. Bls: 231 VOGUE-Twentieth Century Fashion.
HUGUROGHÖND 39