Hugur og hönd - 01.06.2001, Blaðsíða 40
vald á forsendum og tilgangi og ráða yfir
fjölbreytni í sköpun. Hver er mælikvarði
almennings á góða hönnun? Er hún ef
til vill endurspeglun skyndilöngunar
hönnuða sem eru á „egóflippi“ nútím-
ans, óháð tilgangi eða þörfum mark-
aðarins, hvað með okkar eðlilega vaxtar-
lag, veðurfar eða persónuleika?
Hverjar eru þarfir markaðarins?
Það er oft og tíðum frekar óljós til-
gangur sem lagður er til grundvallar
hönnun fatnaðar. Er það hið fagurfræði-
lega í hönnuninni sem verður aðaltil-
gangurinn eða eitthvað runnið undan
rifjum fatahönnuða sem hanna út frá
eigin hvötum, fyrirtækja sem nota mátt
auglýsinga til að skapa ímynd fyrir
markaðinn.
Það vegur þungt í sköpunarvinnu
hönnuða að kunna skil á markaði, mark-
hópum og markaðssetningu. Að hafa til-
einkað sér þessa þætti og geta unnið út
frá gefnum forsendum byggist á mark-
vissum sjálfsaga.
Straumar og stefnur sem hafa áhrif á
form lista og stíls
Tíska getur mótast út frá ríkjandi „stíl“,
tímabili sem hefur öðlast líf í „fjöldaeðli
sínu“.
Þekking á heimsmenningu og mótun
menningar okkar er þáttur í að öðlast
víðsýni og hæfni til að greina hvaða
áhrifavaldar geta orðið orsakavaldar til
mótunar í samfélagi okkar. Það er hlut-
verk fatahönnuða að nýta þá þekkingu
og taka þátt í framþróun á ýmsum
sviðum til framtíðar.
Hvað er Haute Couture?
Heitið „Haute Couture“ er franskt. Haute
þýðir „hár“ eða „elegant", Couture þýðir
einfaldlega „að sauma“, en merkingin
hefur þróast í að standa fyrir að hanna,
skapa og selja sérhannaðan kvenfatnað.
Frá upphafi síðustu aldar hafa tísku-
straumar borist frá háborg tískunnar í
Frakklandi, París. Hér á Islandi höfum
við dáðst að þeim úr fjarlægð en nú sér
vonandi fram á breytingar. Hvert það
tískuhús eða fatahönnuður sem hlotnast
sú viðurkenning að mega titla sig
„Haute Couture“, þarf að gerast aðili að
Syndical Chamber í París sem er deild
innan franska Iðnaðarráðuneytisins og
gilda strangar reglur þar um. Það er því
ekki á allra færi að gerast meðlimir, auk
þess hefur hátískumarkaðurinn verið að
dragast mikið saman frá því sem var.
Fyrir seinni heimsstyrjöld unnu um
35.000 manns fyrir hátískuhúsin í
Frakklandi en í dag er talan komin niður
í 5.000 manns. Verð á hátískuflík er um
2-10 milljónir króna og áætlaður tími
við hönnun flíkar og framleiðslu um
100-400 klukkustundir. Einungis 2.000
konur í heiminum kaupa hárískufatnað í
dag, 60% þeirra eru Bandaríkjamenn.
Aðeins um 200 konur eru fastir við-
skiptavinir og tíðkast það nú að lána
frægu fólki eða öðrum áberandi persón-
um fatnað í auglýsingaskyni. Þrátt fyrir
lítinn markað tekst tískuhönnuðum að
viðhalda rekstrinum aðallega á sölu
fjöldaframleiðslu- fatnaðar í tískudeildir
sérverslana, snyrtivörum, skófatnaði og
öðrum fylgihlutum.
Tíska er lífsstíll!
Hvað er átt við með lífsstíl? Hvaða val
höfum við? Það getur verið erfitr að taka
sig út úr hópnum og vera öðruvísi.
Ábyrgð tískuhönnuða er mikil en mest
er um vert að haft sé að leiðarljósi við
hönnun fatnaðar að hönnunin byggist á
því líkamsformi sem við höfum en ekki
að forma þurfi líkamann eftir fatn-
aðinum! Ef til vill liði mörgum mæðrum
okkar eða ömmum betur í fótum í dag
ef þær heíðu ekki tekið þátt í skótísku
5.-7. áratugar þar sem skór voru hann-
aðir án tillits til fótlögunar. Nú stingur
þessi tíska sér niður af miklum krafti
aftur í dag! Eigum við þá von á því að
„fegrunaraðgerðir" vegna táflutninga
hefjist? Stóra táin í miðju takk fyrir! Mér
hraus hugur við en eftir að hafa kannað
málið varð ég rórri vegna þeirrar
þróunar sem átt hefur sér stað, nefnilega
„frambygging" skónna, þ.e. allra nýjasti
stíllinn er að nú mjókkar táin fyrir
framan stóru tá þannig að skórnir
lengjast fram á við! Það vill svo til að
margir eru vanir skíðum hér heima og
verða fljótir upp á lagið með að halda
jafnvægi og halda fótlaginu áfram!
Lífsstíll birtist í ýmsum myndum og
fellur í flestum tilvikum undir ákveðinn
markhóp, ef ekki, þá býr markaðurinn
hann hreinlega til! Það er lífsstíll að eiga
ekki bíl, það hefur ekkert með peninga
að gera, heldur viðhorf til lífsins og gæða
þess. Það er einnig lífsstíll að vera
ákveðin „ímynd“, hafa þörf fyrir að ber-
ast á og umfram allt að láta allt vera slétt
og fellt, hin „fullkomna ímynd“. Máttur
auglýsinga og annarra miðla er mikill en
eitt er sameiginlegt þeim öllum: að afla
fjár. Sem betur fer er tilgangur þeirra
mismunandi en máttur þeirra því miður
oft meiri en góðu hófi gegnir. Að skapa
Issey Miyake’Prism Dress’.
Haust/Vetur 1997/98.
Flíkin er hönnuS útfrd líkamsforminu og efniS
byggt upp sem ein heild, ull og polyamid
blanda. Forminu er haldiS meS lengjum aS
innanverSu sem umvefa líkamann.
Bls. 116, Techno Textiles.
40 HUGUR OG HÖND