Hugur og hönd - 01.06.2001, Síða 44
stuttu fékk hann ársorlof frá kennslu,
hann notaði það til að sækja sérnám-
skeið handmenntar í Danmörku, Sví-
þjóð og Grænlandi. Ólafur er hafsjór af
fróðleik og reynslu um atriði sem varða
fjölþætt notagildi skógarins og vistfræði
skóglendis á Islandi. Betri kennara en þá
félaga er vart hægt að finna til að kenna
á námskeiði sem þessu.
A námskeiðunum fá þátttakendur
greinargóðan bækling með upplýsingum
um markmið, dagskrá og einstaka þætti.
Hvert námskeið er 20 kennslustundir.
Þetta eru raðnámskeið, fyrst grunnnám-
Aðalatriði er að notuð séu létt hand-
brögð og nákvæm tækni.
Mikil áhersla er lögð á öryggi, lokuðu
hnífsbrögðin eiga að tryggja að þátttak-
endur slasi sig ekki og að vinnan verði
auðveld, létt og árangursrík. Minnt er á
að láta hnífa og axir bíta sem best, þá er
minni hætta á slysum en ella. Sem sagt,
vel brýnd verkfæri eru hættuminni en
bitlítil. Það á aldrei að beita afli á
bitverkfæri, vel beitt verkfæri vinnur
verkin. Rétt tækni og léttar hreyfingar
skila bestum árangri og afköstum.
Á fyrsta námskeiði er lögð áhersla á
mikilvægt að ná góðum tökum á hent-
ugum þurrkunaraðferðum, þar hafa þeir
félagarnir ráð undir rifi hverju. Það er
óskemmtilegt að gripur, sem búið er að
leggja mikla alúð við, springi og skemmist
í þurrkun. Nokkuð er einnig kennt um
hagnýta yfirborðsmeðferð á viði.
Þá má nefna tvö ólík atriði í dagskrá
námskeiðanna, það fyrra er að kennt er
að baka svonefnt skógarbrauð, sem þykir
mikið lostæti og það síðara er að þátt-
takendur setja saman vísu, efnið auð-
vitað tengt námskeiðinu! Margar góðar
eru komnar.
skeið og síðan tvö framhaldsnámskeið ef
óskað er.
I verklega þættinum er kennd rétt
umgengni og umhirða bitjárna. Þessi
þáttur er mjög mikilvægur, það er
nauðsynlegt undirstöðuatriði að tileinka
sér faglega umgengni og meðhöndlun
bitjárna ef góður árangur á að nást við
tálgun og aðrar smíðar. Þá er strax í
byrjun lögð mikil áhersla á að þátttak-
endur læri og tileinki sér rétt handbrögð
við notkun tálguhnífa og sérstakrar axar
sem notuð er við smíðar úr skógviði.
Svonefnd „læst hnífsbrögð“ eru
kennd, fjögur afbrigði. Aðalatriði þess-
arar tækni er að báðar hendur eru
tengdar saman.Tæknin gerir ráð fyrir að
bæði sé tálgað að og frá líkamanum.
þá þætti sem hér hafa verið nefndir og
svo tálgaðir einfaldir hlutir eftir því sem
tími vinnst til.
Kennt er að lesa í skóginn, lesa í
efnið, sjá út í hvað það hentar og læra að
leita eftir efni sem hæfir í ákveðna hluti
eða muni. Lært er um mismunandi
eiginleika viðartegunda sem vaxa hér-
lendis. Birki er mest notað í tálguverk-
efni, það er þétt og mjúkt til vinnslu,
gott að tálga það og renna. Lítill munur
er á sumar- og haustvexti, greinahorn
við stofn fjölbreytt. Aðrar viðartegundir
sem eru hentugar til að tálga eru greni,
fura og ösp, svo má nefna víði, elri og
selju. Allar hafa þær sína kosti og
sérkenni sem fróðlegt er að kanna.
Þar sem unnið er með ferskan við er
Framhaldsnámskeiðin eru um ákveð-
in tiltekin viðfangsefni fyrir þá sem vilja
bæta við þekkingu sína og þróa ný við-
fangsefni. Þar geta nemendur ráðið
meira vali á viðfangsefnum.
Námskeiðin eiga að gefa þátttak-
endum innsýn í skógrækt og skógar-
nytjar og jafnvel möguleika á að þeir geti
aukið tekjur sínar með skapandi hand-
verksiðju. Ekki er annað að sjá en þessi
markmið hafi náðst.
Þórir Sigurðsson
Myndir með greininni:
Myndir af munum sem gerðir hafa verið á
námskeiðunum og ein mynd afverkfierum
sem notuð voru þar.
Ljósm.: Kristín Schm. Jónsdóttir.
44 HUGUROGHÖND