Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.2001, Qupperneq 45

Hugur og hönd - 01.06.2001, Qupperneq 45
íslenskur handverks- og listiðnaður í öndvegi Sýningar Handverks og Hönnunar HANDVERK OG HÖNNUN hefur nú starfað í rúmt ár í Aðalstræti 12 og rekur þar skrifstofu og sýningarsal en var áður til húsa að Amtmannsstíg 1. Síðan í desember 1999 hefur verk- efnið staðið fyrir samtals níu sýningum. Tvær voru haldnar í sýningarsal HAND- VERKS OG HÖNNUNAR að Amt- mannsstíg 1 og sex sýningar hafa verið haldnar í Aðalstræti 12. Umfangsmesta sýning verkefnisins árið 2000 var sýningin „Nytjalist úr nátt- úrunni“ sem var framlag ELANDVERKS OG HÖNNUNAR til Reykjavíkur menningarborgar Evrópu árið 2000 sem var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur 26. ágúst til 24. september 2000. Markmið þeirrar sýningar var að sýna það besta af nytjalist samtímans. Hlut- irnir voru allir sérhannaðir fyrir þessa sýningu og höfðu ekki verið sýndir áður. Lögð var áhersla á að samtvinna góða hönnun, hugvit, gott handverk og unnið yrði í fjölbreyttan efnivið. Eftir „Nytjalist úr ndttúrunni": Hálsfesti Dýrfinna Torfadóttir. tilnefningar og umsóknir var haldin samkeppni þar sem allir þátttakendur voru beðnir að hanna nytjahlut sem tengist vatni. Dómnefnd valdi síðan úr innsendum hugmyndum og valdi verk/- hugmyndir frá 26 einstaklingum, alls voru þetta 46 verk. Skipuð var önnur dómnefnd og valdi hún úr þessum innsendu verkum þrjá verðlaunahafa. Peningaverðlaun voru síðan afhent við opnun sýningarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur 26. ágúst. Verð- launin hlutu Helga Kristín Unnarsdóttir, Philippe Ricart og George Hollanders. Mjög mikil aðsókn var á sýninguna í Ráðhúsi Reykjavíkur og síðan fór hún í ferðalag um landið. Fyrst var hún sett upp á Skriðuklaustri í Fljótsdal, síðan í Safnahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki og að lokum í Norska Húsinu í Stykkis- hólmi. Áætlað er að um tíu þúsund manns hafi séð þessa einu sýningu. Síðan í nóvember 2000 hafa verið haldnar sex sýningar í Aðalstræti 12. „Nytjalist úr náttúrunni“: Baktaska Arndís Jóhannsdáttir. „Nytjalist úr náttúrunni": Tvöfóld skál Helga Kristín Unnarsdóttir. I byrjun nóvember var skrifstofan opnuð formlega með sýningu og heima- síða verkefnisins var opnuð af forsætis- ráðherra, hr. Davíð Oddssyni. ,Állit fá þá eitthvað fallegt...“, jóla- sýning HANDVERKS OG HÖNN- UNAR var opnuð í byrjun desember. Þetta var í annað sinn sem HAND- VERK OG HÖNNUN stóð fyrir sýn- ingu með þessu nafni. Þessar sýningar hafa mælst ákaflega vel fyrir. Snemma árs 2001 var haldin heild- sölusýning í þriðja sinn. Þær sýningar eru ekki opnar almenningi en eru sér- staklega hugsaðar fyrir innkaupastjóra/- eigendur verslana sem selja minjagripi. Markmið þessara sýninga er að hvetja handverks- og listiðnaðarfólk til nýsköp- unar og þróunar og að auka fjölbreytni á íslenskum minjagripamarkaði. Fyrri hluta ársins 2001 hafa verið haldnar þrjár þemasýningar í Aðalstræti 12. Fyrst ber að nefna sýninguna „Tré- leik“ en þar sýndu saman 20 einstakl- ingar fjölbreytt verk sem áttu það sam- eiginlegt að vera úr tré. Undirtitill sýningarinnar „Borðleggj- andi“ var „Borðum saman við fallega búið borð og verum lengi að því“. Þar sýndu saman þrjár leirlistakonur og þrír textílhönnuðir verk sín og lögðu sam- eiginlega á borð. Allur borðbúnaðurinn var ný hönnun og gerður sérstaklega af þessu tilefni. Þann 16. júní var opnuð sýningin HUGUROGHÖND 45

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.