Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2001, Blaðsíða 48

Hugur og hönd - 01.06.2001, Blaðsíða 48
PEYSUR ÚR HANDSPUNNU BANDI DÖMUPEYSA LÝSING: peysa úr handspunnu bandi frá Ástu Sigurðardóttur í Ullarselinu. Garnið fæst í Ullarselínu. STÆRÐIR: S M-L yfirvídd 105 cm 112 cm sídd 62 cm 70 cm ermalengd 47 cm 44 cm PRJÓNFESTA: 15 L og 21 umf gera 10 x 10 cm reit, í sléttu prjóni á prjóna nr. 5 1/2. Sannreynið prjónfestuna. ERMAR: Fitja upp 36-40 L á sokkaprj nr.5, tengið í hring og prj 8 umf perluprjón. Skiptið yfir á prj nr.5 1/2 og prj sl, aukið út í 2. umf um 6 L, 42-46 L. Aukið svo út fyrir miðri undirermi, 2 L í 5.hverri umf, alls 10-11 sinnum, 62-68 L og prj ermina 47-50 cm. BOLUR: Fitja upp 240-255 L á prj nr.5, tengið í hring og merkið fyrir 1 miðlykkju framan og prj hana alltaf br. Prj 12 umf perluprjón, skiptið yfir á prj nr.5 1/2 og prj sl þar til bolur mælist 27-30 cm frá uppfiti. Þá skal taka saman L að aftan (skjuð) svona: Prj frá miðju framan, 38-43 L, merkja hægri hlið, prj 8-10 L merkja, prj 148 L merkja, prj 8-10 L merkja vinstri hlið, prj 38-43 L miðja framan. Á kaflanum að aftan (148 L) skal í næstu umf prj 2 L og 3 L saman til skiptis svona. Prj *1 sinni saman 3 L, prj 22 sinnum saman 2 L*, endurtakið *til* 3 sinnum, prj 1 sinni saman 3 L. Klára umf. Svo skal taka úr í hliðum, *prj saman 2 L sl, 3 sinnum hvorum megin* ,eftir 2, 4 og 6 cm frá úrtöku á baki. Prj sl þar til bolur mælist 42-47 cm frá uppfiti. HANDVEGUR: Sameinið bol og ermar, setjið 12 Lá hvorri ermi og í handvegi á bol, á hjálparþráð/nál. Prj 4 umf sl. Þá skal taka úr L í laskermaúrtöku og fyrir hálsmáli að framan. Laskermar: merkja á 4 stöðum við mót erma og bols. Taka úr í hverri umf. 1. umf: prj saman 2 Lfrá hægri, hægra megin við merkingu (4 sinnum í umf). 2. umf prj saman 2 Lfrá vinstri, vinstra megin við merkingu (4 sinnum í umf). Taka svona úr til skiptis í hverri umf. Hálsmál: Prj saman 2 L sitt hvorum megin miðlykkju í 3. hverri umf. Prj þartil bolur mælist 62-70 cm frá uppfiti. KRAGI OG LÍNING: Skal sauma með þéttu spori í saumavél sitt hvorum megin við br L að framan. Klippið á milli. Skal prjóna upp með prj nr.5 265-275 Lfyrir líningu og kraga. Prj fram og aftur perluprjón. Merkið fyrir 5 hnappagötum hægra megin og fellið úr í 5. umf, prj 12 umf. Fellið af lista vinstra og hægra megin frá röngu að úrtöku í hálsmáli. Kragi: Setjið fyrstu og síðustu 25 L á sokkaprjóna og prj fram og aftur. Hægra megin: Fellið af 1 L í byrjun umf á réttu og prj þar til 6 L eru eftir á prj, fellið þá af 2 L í byrjun umf og prj saman síðustu 2 L. Vinstra megin: Fellið af 1 L í byrjun umf á röngu og prj þar til 6 L eru eftir á prj, fellið þá af 2 L í byrjun umf og prj saman síðustu 2 L. Miðja. Prj fram og aftur perluprjón 22 umf. Fellið laust af. FRÁGANGUR: Lykkið saman undir hönd og gangið frá endum. Þvoið að lokum. 48 HUGUROGHÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.