Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.2001, Qupperneq 49

Hugur og hönd - 01.06.2001, Qupperneq 49
ULLARSELINU: hönnun Ásdís Birgisdóttir HERRAPEYSA LÝSING: peysa úr léttlopa og handspunnu sprengdu bandi frá Ástu Sigurðardóttur í Ullarselinu. Garnið fæst í Ullarselinu. STÆRÐIR: M L yfirvídd 120 cm 134cm sídd 64 cm 69 cm ermalengd 48 cm 52 cm PRJÓNFESTA: 14 L og 18 umf gera 10 x 10 cm reit, í sléttu prjóni á prjóna nr.6. Sannreynið prjónfestuna. BOLUR: Fitjið upp 164-184 L á prjóna nr.5 með mórauðu. Tengið saman í hring og prj 2 umf br. Prj svo stroff (2 L sl Ijósgrátt, 2 L br sprengt), 10-12 umf. Skiptið yfir á prj nr.6 og prj sl með handspunnu og aukið út um 4 L, 168-188 L. Prj sl þar til bolur mælist 40-44 cm frá uppfiti. Þá skal fella af 7 L í hvorum handvegi. Prj nú framstykki og bakstykki fram og aftur. Framstykki: Þegar bolur mælist 42-44 cm frá uppfiti skal fella af 3 L fyrir miðju að fram. Prj nú framstykkin sitt hvorum megin fram og aftur 15-17 cm. Fellið af fyrir hálsmáli sitt hvorum megin, 6-8 L og 2 x 1 L. Prj 9 cm. Geymið L. Bakstykki: Prj 25-26 cm. Fellið laust af á öxl. ERMAR: Fitjið upp 44 Lá prjóna nr.4 með mórauðu. Tengið saman í hring og prj 2 umf br. Prj svo stroff (2 L sl Ijósgrátt, 2 L br sprengt), 10-12 umf. Skiptið yfir á prj nr.6 og prj sl með handspunnu og aukið útum 8-10 L, 52-54 L. Aukið svo út fyrir miðri undirermi í 5.hverri umf 11-12 sinnum, 74-78 L. Prj ermina 48-52 cm. Geymið L. FRÁGANGUR: Lykkið saman á öxlum og lykkið ermar við bol. KRAGI OG LÍNING: Prj upp fyrir líningu sitt hvorum megin í klauf 26-29 L með Ijósgráu. Prj "2 L sl, 2 L br". Skal gera 2 hnappagöt vinstra megin í 5. umf. Prj 12 umf og fellið af frá röngu. Prj upp 80-88 L með Ijósgráu fyrir kraga pr 1 umf br og svo "2 L sl, 2 L br" 15 cm og fellið laust af frá röngu. Þvoið að lokum. Fyrirsætur: Margrét Rós Sigurjónsdóttir og Róbert Már Þorvaldsson. Ljósmyndari: Binni. HUGUROGHÖND 49

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.