Hugur og hönd - 01.06.2011, Blaðsíða 26

Hugur og hönd - 01.06.2011, Blaðsíða 26
Rúna Gísladóttir Fjöllistakonan í fjörunni Elísabet Sigríður Geirmundsdóttir Elísabet Sigríður Geirmundsdóttir var fædd og uppalin á Akureyri. Hún hefur oft verið kölluð listakonan í fjörunni. Hún telst til alþýðulistamanna og helg- aði sig list sinni af eldmóði og óþrjótandi áhuga. Eins og algengt er um skapandi kvenkyns listamenn hafði Elísabetu ekki verið hampað mikið. Það breyttist þó þegar Beta-deild félags kvenna í fræðslu- störfum á Akureyri hóf að safna upplýs- ingum um listakonuna og skrá þær ásamt því að safna myndum af verkum eftir hana. Arangurinn varð sá að árið 1989 kom út falleg bók um Elísabetu undir nafninu Listakonan í fjörunni gefin út af Delta kappa gamma. Utgáfan var styrkt af Menningarmálanefnd Akureyrar, Menningarsjóði Akureyrar og nokkrum félögum þar í bæ. Þetta var sannarlega verðugt framtak. Bókin sýnir glögglega að hér var á ferð kona með mikla hæfi- leika og fjölþætta. Kona, sem þekkt var af samferðamönnum sínum fyrir listfengi og óvenjulega framsetningu, á sannarlega erindi við næstu kynslóðir. Elísabet fæddist 16. febrúar 1915 og lést 9. apríl 1959 aðeins 44 ára að aldri. Hún var dóttir hjónanna Geirmundar Kristjánssonar og Albínu Helgadóttur og var sú þriðja í röð fjögurra systkina. Fjölskylda Elísabetar var mjög iisthneigð, faðir hennar var laghentur og langafi hennar sérlega góður skrifari og skraut- ritari. Kristján bróðir hennar stoppaði upp fugla og þótti snillingur við það starf. Snemma sýndi hún sjálf áhuga á myndlist og gaf Kristján bróðir hennar henni olíuliti og litaspjald þegar hún var 15 ára gömul. Sjálf taldi hún það vera einhverja dásamlegustu gjöf sem hún hafði fengið. Aður hafði hún blandað málningardufti við terpentínu og þrykkt myndir á óbleikjað léreft og í bernsku og æsku teiknaði hún myndir. Næstu árin eftir þetta málaði hún talsvert af myndum. Hjónin Elísabet og eiginmaður hennar Agúst Asgrímsson eignuðust þrjú börn, Iðunni, Ásgrím og Geir og sá hún um heimili þeirra samhliða listsköpuninni. Þau hjón voru samhent í lífinu og unnu saman að því að byggja hús sitt við Aðalstræti 70 á Akureyri skammt frá bernskuheimili hennar. Elísabet teiknaði húsið en þau urðu að minnka það tals- vert frá upphaflegri hugmynd vegna þröngs efnahags. Garðinn sinn skópu þau einnig í sameiningu og skrýddu hann trjám, runnum og blómum af ýmsu tagi. I garðinum eru enn styttur sem hún steypti. Einnig er eftirtektarvert grindverk framan við garðinn sem Ágúst smíðaði úr járni eftir teikningum Elísabetar. I húsi þeirra hjóna býr nú Ásgrímur sonur þeirra. Skemmtilegt er að geta sagt frá því að afkomendur Elísabetar eru einnig mjög listhneigðir og vinna að ritlist og myndlist af mis- munandi tagi. Elísabet var að mestu sjálfmenntuð, sótti þó námskeið í höggmyndalist hjá Jónasi S. Jakobssyni og fékk tilsögn í málun hjá Hauki Stefánssyni. Myndverkagerð Elísabetar átti nánast hug hennar allan og hún fékk alla tíð mikinn skilning og stuðning fjölskyldu sinnar til að sinna sköpunarþrá sinni. „Þrátt fyrir allt þá finnst mér þetta aðal- starf mitt. Ef líður langt á milli þess, sem Elísabet Sigríður Geirmundsdóttir. ég geri þetta, á ég erfitt með að sinna öðru," sagði hún við Steingrím Sigurðsson, blaðamann og myndlistar- mann í viðtali sem birtist í Verkamanninum í desember árið 1954. I sama viðtali sagði Elísabet frá því að hún hefði eitt sinn fengið eins konar Elísabet um 16 ára gömul. Ljóð til meturinnar. 26 HUGUROG HÖND2011

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.