Hugur og hönd - 01.06.2011, Blaðsíða 8
Vigdís Stefánsdóttir
Töfratöskur
Þæfðar prjónatöskur
Þessar flottu og stóru prjónatöskur eru nógu stórar til þess að
geyma allt sem maður þarf og svolítið í viðbót. Þær vöktu mikla
athygli á prjónakaffi Heimilisiðnaðarfélagsins í vetur og margir
vildu fá uppskriítina. Það voru mæðgurnar Júlíana Þorvaldsdóttir
og Sveinbjörg Jónsdóttir sem komu með töskurnar. En hvernig datt
þeim í hug að prjóna svona töskur?
„Mamma varð 65 ára og við fórum til Glasgow af því tilefni,“
segir Júlíana. „Þar rákumst við á litla sæta bókabúð sem seldi m.a.
prjónabækur. Ein þeirra innihélt uppskriít að prjónatöskum og
ákváðum við báðar að þetta langaði okkur til að prjóna.
Bókin var keypt og flutt heim til Islands. Fljódega ákváðu mæðg-
urnar að byrja prjónaskapinn og náðu sér í hespulopa frá Istex. Það
má líka nota þrefaldan plötulopa ef vill. „Við ákváðum að vera
með annað mynstur en var í bókinni og teiknuðum okkar eigið
mynstur“ segir Júlíana sem raunar sést aldrei lengi án prjónanna
frekar en mamma hennar. „töskurnar eru prjónaðar þannig að
fram- og bakstykki eru prjónuð sér og ef á að vera mynstur er
það prjónað í. Best er að nota svokallað „enskt prjón“ eða
myndprjón við þetta. Síðan er botn og hliðar prjónaðar í einni
Mœðgurnar Júlíana Þorvaldsdóttir og Sveinbjörg Jónsdóttir eru miklar
prjónakonur.
lengju. Ef sauma á í töskurnar þarf að gera það áður en saumað
er saman og þæft. Það er mun betra að sauma töskurnar saman
áður en þær eru þæfðar. Það er mismunandi hversu mikið
maður vill þæfa en gott að hafa það nokkuð þétt. Við settum þetta
í þvottavélarnar og það gekk ágætlega að þæfa. Svo eru töskurnar
fóðraðar. Mamma vildi ekki hliðar í sína tösku heldur saumaði
saman fram og bak.“
Höldurnar geta verið tir leðri, prjónaðar eða hvað annað sem er.
Það má líka setja plexigler í botninn til að fá betra lag á töskurnar.
Stærðin á töskunum er um það bil 70 sm breidd og 48 sm á
hæð.
10PI
PR4ÓNAR
UPPSKPI
RENNILÁ
TÖLUR
Handprjónasamband íslands
Skólavörðustíg 19, Reykjavík • sími 552 1890 • www.handknit.is
Rennilásar • sími 554 3525 • gengið inn Klapparstígsmegin
QO
kk
8
HUGUROG HÖND 2011