Hugur og hönd - 01.06.2011, Blaðsíða 30
Sesselja Þórðardóttir
Roð og skinn í föt og skart
Ágústa Arnardóttir - hönnuður
Ljósmyndari: Andrés Skúlason
Agústa Arnardóttir.
Ég ólst upp á Hornafirði og þar voru
mínir fyrstu leiðbeinendur mamma og
ömmur mínar. Þá nýtti ég mér hand-
verkstækni sem ég lærði í handmennt í
grunnskóla. Ég nota þetta allt saman
ennþá í hönnun minni.
Ég lærði almenna hönnun á list-
námsbrautinni í Iðnskólanum í
Hafnarfirði 2003-2005 en það nám
veitti mér innsýn í alls kyns hönnun og
listir. A meðan ég var í því námi hafði
ég svo mikið af alls konar hugmyndum
að ég vissi ekki alveg hvernig hönnun
ég vildi sérmennta mig í. Tösku- og
tískuhönnun var alltaf ofarlega á listan-
um og ég hannaði og bjó til töskur og
skartgripi löngu áður en fór í
Iðnskólann. Ég var með mjög góðan
grunn í saumum, prjóni, hekli, vefnaði
og fleiru en mig vantaði tækni til að
hanna og setja saman flókin snið og
annað tæknilegt sem fylgir. Ég ákvað
því að fara til Italíu í byrjun árs 2006
þar sem ég tók stíft námskeið í skó- og
fylgihlutahönnun. Ég bjó í Róm í hálft
ár og lærði mjög mikið, kom svo heim
og eignaðist mitt fyrsta barn þremur
mánuðum síðar.
Ég og maðurinn minn ákváðum að
setjast að á Djúpavogi, í hans heimabæ,
eftir að ég kom heim frá Italíu. Við
eignuðumst síðan stúlku í september
2006. Ég gerði engar áætlanir um að
hefja framleiðslu eða stofna hönnunar-
stofu enda nóg að gera í móðurhlut-
verkinu og okkur langaði að eignast
fleiri börn fljótt. En þegar stúlkan var
6 mánaða fékk ég áhuga á að hanna og
búa til nokkrar töskur og selja í verslun
vinkonu minnar. Þetta vatt upp á sig,
eftirspurnin var mikil og ég bjó til
slatta af töskum, sýndi þær á sýningu
Handverks og hönnunar í Ráðhúsi
Reykjavíkur og seldi beint frá mér. A
þessum tíma lagði ég ekki mikla vinnu
í markaðssetningu, gerði enga sölu- og
kynningaráætlun eða nokkuð þess hátt-
ar. Enda var þetta mestmegnis minn
litli heimilisiðnaður og þá vann ég vör-
urnar undir nafninu GUSTA DESIGN
sem ég var búin að nota frá því að ég
byrjaði að selja töskur úr gallabuxna-
efnum og gömlum gardínum með
pallíettum og krosssaum á markaði á
Humarhátíð á Hornafirði í kringum
árið 2000. Ég er frá Hornafirði og það
er og verður alltaf minn heimabær. Ef
ég held kynningu eða sýningu á
Djúpavogi verð ég líka að gera það á
Höfn.
í febrúar 2008 fæddist drengurinn
okkar og í október 2009 kom önnur
stúlka. Þannig að ég eignaðist þrjú
börn á þremur árum. Á fjórum árum
voru aðeins 6 mánuðir sem ég var ekki
ólétt eða með barn á brjósti. Ég tók
mér því oft hlé frá rekstrinum og fram-
leiddi mismikið. Þetta er allt saman
búið að vera mikil vinna og oft flókið
að tvinna saman fjölskyldulíf og rekst-
ur. Til að byrja með varð ég rosalega
pirruð ef ég gat ekki klarað öll verk-
efnin sem ég setti mér fyrir og náði
ekki að klára vörurnar sem ég vildi
gera. Nú hef ég lært að taka öllu með
æðruleysi, minni mig á að börnin eru
það mikilvægasta sem ég á og að allt
sem tengist hönnuninni getur beðið,
ég tek líka að mér færri verkefni, er
raunsærri þegar kemur að pöntunum,
áætlunum og þess háttar hlutum sem
tengjast eigin rekstri.
I janúar 2010 gerði ég í fyrsta skipti
áætlun fram í tímann en hún miðaðist
við frumsýningu á nýjum vörum, nýju
vörumerki, nýjum hráefnum og fleiru
þann 24. apríl. Þá helgi var tónlistarhá-
tíð hér á Djúpavogi og upplagt að nota
tækifærið. Ég fékk Daníel Imsland,
grafískan hönnuð á Hornafirði, til að
gera nýtt vörumerki og kynningarefni.
Við unnum þetta í sameiningu út frá
mínum hugmyndum. Nafnið „Arfleifð-
heritage from Iceland“ varð fyrir valinu
eftir miklar vangaveltur. Nafnið Arfleifð
er gott, sterkt, íslenskt orð sem er lítið
notað og margir voru mjög hissa að við
skyldum velja svo óþjált og erfitt orð.
Það nær yfir allt sem ég vinn eftir,
íslenskt hráefni, íslenskt handverk,
íslenska hönnun, íslenska náttúru.
Þetta er sem sagt minn íslenski arfur,
mín Arfleifð.
Hráefnin sem ég nota eru eingöngu
íslensk, hreindýra-, sel- og lambaleður
með og án hára, þorsk-, laxa-, karfa- og
hlýraroð. ÖIl skinn fæ ég frá Sjávarleðri
Hrossahár setur svip á herSaslána.
30 HUGUR 0G HÖND 2011