Hugur og hönd - 01.06.2011, Blaðsíða 18
Úrtaka fyrir hálsmáli:
Þegar 'bakstykki mælist 10 (11) cm frá
aðallit er fellt af fyrir hálsmáli í þeirri hlið
sem snýr að miðju baki:
-1. umf. =fella af 6 lykkjur
-2. og 3. umf = er felld af 1 lykkja í
hvort skipti.
Þegar bakstykki mælist 12 (13) cm
eru síðustu lykkjurnar felldar af, sem þá
mynda axlarstykki. Hitt bakstykkið er
prjónað sem spegilmynd af fyrra
bakstykki
Framstykki(40 (44) lykkjur)
Tekið er úr fyrir handvegi á sama hátt
og á bakstykki.
Urtaka fyrir hálsmáli:
Þegar framstykki mælist 6 (7) cm eru
felldar af miðju lykkjurnar (16 (16)
lykkjur) þannig að 8 (10) lykkjur eru
eftir á hvorum enda sem mynda axl-
arstykki.
Því næst eru hvert axlarstykki prjónað
fyrir sig og í næstu tveim umferðum er
tekin úr 1 lykkja í hverri umferð á þeirri
hlið sem snýr að hálsmálinu (alls 2 lykkj-
ur). Nú eru 6 (8) lykkjur eftir á hverju
axlarstykki og það er prjónað þar til það
mælist jafn langt og bakstykkið.
Frágangur, ermar og hálslíning:
Axlir eru saumaðar saman. Neðsti hluti
handvegar á fram- og bakstykki eru
saumaðir saman (2 cm upp frá slétta
prjóninu) í hvorri hlið. Bakstykkin tvö
eru saumuð saman neðstu 2 cm.
Ermi:
Teknar eru upp u.þ.b. 32 (36) lykkjur í
ermagatinu. Byrjun umferðar er í hand-
akrika. Prjónið með perluprjóni í hring
fyrstu 7 (8) umferðirnar. Eftir 7 (8)
umferðir eru felldar af 6 (8) lykkjur í
byrjun umferðar og 6 (8) lykkjur í lok-
inn. Hér eftir er ermin prjónuð fram og
til baka. Prjónið því næst 1 (2) umferð
án úrtöku. I næstu 2 umferðum eru
felldar af 3 lykkjur á hvorum enda (alls 6
lykkjur í hvorri umferð). I næstu umferð
á eftir eru síðustu lykkjurnar felldar af.
Hin ermin er prjónuð á sama hátt.
Hálslíning:
Teknar eru upp passlega margar lykkjur á
hálsmáli framanverðu (u.þ.b. 38 - 40 1).
Lykkjur á bakstykki eru látnar bíða.
Prjónaðar eru 5 (7) umferðir að framan.
Takið því næst upp passlega margar
lykkjur af bakstykkjum og prjónið 2
umferðir því næst er fellt af.
Kaupið 3-4 passlega stórar tölur.
Hnappagöt eru gerð með því að hekla
eina umferð niður eftir miðju baki og
gera lofltykkjur á milli, passlega margar
sem er passandi fyrir stærð talanna.
Sesselja Þórðardóttir
Lopapeysa úr tölvu
www.prjonamunstur.is
Sverrir Pétursson leggur prjónakonum
landsins lið með því að gera þeim kleift
að hanna peysurnar í tölvu. Sverrir er
kerfisfræðingur frá Háskólanum í
Reykjavík og býr á Isafirði. Aður en hann
hóf störf sem útgerðarstjóri hjá
Hraðfrystihúsinu Gunnvöru hf. var hann
vélstjóri til sjós í rúm 20 ár. Gefum Sverri
orðið:
Hugmyndin að forritinu varð til í
bankahruninu haustið 2008. Kveikjan
var prjónaskapur konunnar og tengda-
dóttur. Eg byrjaði haustið 2009 að skrifa
forritið. Frá hausti 2010 hef ég setið ansi
stíft við öll kvöld og helgar. Nánast allur
minn frítími hefur farið í forritið. í árs-
byrjun 2011 skráði ég lénin prjonam-
unstur.is og knittingpatterns.is. Þann 19.
janúar 2011 setti ég svo forritið á vefinn
á slóðinni http://prjonamunstur.is.
Hugmyndin var að koma strax með
grunnútgáfu af forritinu og þróa það
áfram með athugasemdir notenda að
leiðarljósi.
I núverandi útgáfu er hægt að velja
dömu- og herrastærðir og munsturbreidd
frá 6 til 12 lykkjur. Allar uppskriftir miða
við prjónfestu 13 lykkjur og 18 umferðir
í 10 x 10 cm.
Forritið miðar
við Alafosslopa,
léttlopa, plötu-
lopa og kambg-
arn. Hægt er að
vista og opna
uppskriftir. Að
lokinni hönnun
er svo hægt að
búa til pdf-skjal
með hefð-
bundnum leið-
beiningum til að prjóna peysuna.
Mikið hefur verið spurt um barna-
stærðir og breiðari munsturgeira. Ég er
núna langt kominn með næstu útgáfu,
þori þó ekki að nefna dagsetningu.
Helstu nýjungar þar eru :
• Breytileg prjónfesta.
• Hægt að setja inn öll mál á peysum,
vídd, ermalengd og sídd, hvort sem
um er að ræða barna-, dömu- eða
herrastærðir.
• Hægt að velja staðlaðar stærðir,
barna, dömu og herra.
• Hægt að hafa munstur á ailri peys-
unni.
• Hægt að hafa misbreið munstur á
ermum, bol og herðum.
Eg mun halda áfram að þróa forritið
enda klárast verkefni sem þetta aldrei. Eg
hef fengið margar hugmyndir um við-
bætur sem lúta að fjölbreyttari gerð
peysa, spegla munstur og hafa vefsvæði
þar sem hægt er að hlaða niður upp-
skriftum frá öðrum og margt fleira.
Prjónamunstur er einnig að finna á
Facebook, www.facebook.com/prjonam-
unstur.
18 HUGUR0G HÖND2011