Hugur og hönd - 01.06.2011, Blaðsíða 2
Formannspistill
Við lifum á spennandi tímum og við lifum á ótrúlegum tímum.
Heimilisiðnaðarfélag Islands (HFI) er að verða 98 ára og má
muna tímana tvenna, það hefur risið hátt og farið um öldudali.
Stundum gengið vel og stundum miður en þannig er jú lífið.
Við sem vinnum hjá HFT höfum reynt að nýta vel þau tæki-
færi sem fylgt hafa í kjölfar kreppunnar sem sett hefur mark sitt
á þorra þjóðarinnar. Aukinn áhugi á handverki og ásókn í að
læra nýjar aðferðir hefur verið okkur mikið gleðiefni en á sama
tíma hefur því miður verið dregið úr handverkskennslu í grunn-
skólum. Það er því skylda okkar að bregðast við því.
Síðastliðið sumar buðum við upp á sumarnámskeið fyrir
börn, hálfsmánaðar námskeið frá kl. 10 til 16 á daginn.
Námskeiðið var rnjög vel sótt og komust færri að en vildu. Það
var líf og fjör hér í Nethylnum þessa fallegu daga í ágúst. Börn
á aldrinum 7-14 ára skottuðust niður í Elliðaárdal í leit að
köngulóm og heimsóttu Arbæjarsafnið til að fá andblæ liðinna
ára í hugann. Þema námskeiðsins var indjánar og þegar því lauk
voru gluggarnir fullir af draumaföngurum, köngulóarvef með
risavöxnum köngulóm og auganu alsjáandi svo eitthvað sé
nefnt. Síðasta daginn var haldið pylsupartý og var einstaklega
skemmtilegt að sjá krakkana fallast í faðma og kveðjast með
fögrum fyrirheitum um að vera fésbókarvinir og ekki síst að
hittast hér að ári. Það er okkur mikilvægt að sjá til þess að hand-
verksþekkingin lifi áfram með komandi kynslóðum.
Handverkið hefur ætíð styrkt fjölskylduböndin, öldungar
hafa kennt unga fólkinu handverkið. Ommur, sem prjóna vett-
linga og sokka, kenna barnabörnum fyrstu handtökin í meðferð
prjóna, heklunála og nála. Afar, sem smíða, tálga og hnýta,
kenna á sama máta meðhöndlun á verkfærum svo að litlar
hendur fari sér ekki að voða. Allt er þetta til að styrkja fjöl-
skylduböndin og um leið styrkist sjálfsmynd lítils einstaklings
til frambúðar. Margir gestir hafa sagt okkur hér í Nethylnum frá
því að amma eða afi hafx kennt þeim til verka og það fylgir
þessum sögum svo mikil hlýja og góð tilfinning. Já, þetta eru
dýrmætar minningar.
A síðasta sumri vorum við með nýjungar hér í Nethylnum.
Fyrst ber að nefna að þegar vefnaðarnámskeið Lotte Dalgaard
hófst opnuðum við sýningu á verkum hennar. Þetta var einstök
sýning á frábærum verkum. Lotte Dalgaard er óumdeilanlega
merkilegur frumkvöðull í sinni list, hún liggur heidur ekki á
kunnáttu sinni og hönnun heldur miðlar og hvetur alla sem
áhuga hafa á að nýta sér þekkingu sína. „Ef ég ekki miðla þessu
áfram þá deyr þetta með mér“, sagði þessi geðþekka og
skemmtilega kona. Hún heillaðist af landinu og er tilbúin til að
koma aftur til okkar ef áhugi er fyrir hendi.
Þegar sýningu á verkum Lotte Iauk settum við upp sýningu á
íslenskum þjóðbúningum. Islendingar jafnt og fólk af erlendu
bergi brotið sótti í að koma og skoða sýninguna og var almenn
ánægja með þetta framtak. Markmiðið er að halda áfram með
sýningar í húsnæðinu inn af versluninni næsta sumar. Það verð-
ur líka auðvelt að auglýsa hana á nýju, fínu heimasíðunni okkar
(www.heimilisidnadur.is) og hvet ég alla til að kynna sér hana.
Norska heimilisiðnaðarfélagið hélt myndarlega upp á 100 ára
afmælið sitt og hrifumst við Islendingarnir, sem afmælið sótt-
um, af því hve vel tókst til. Sýningarnar vöktu mikla hrifningu
sem og glæsileg afmælishátíð sem drottning Noregs tók þátt í.
A afmælishátíðinni áttum við tvo glæsilega fulltrúa í hópi
ungs handverksfólks, þær Erlu Sighvatsdóttur og Jóhönnu
Sigurðardóttur. Þær, ásamt öðrum 16-24 ára listamönnum
sem komu víða að, tóku þátt í handverksdegi í Spikestubben í
Osló.
Stúlkurnar okkar sýndu vattarsaum og verk unnin í horn og
bein og voru þær félaginu og landi sínu til mikils sóma. Þessu
lauk svo öllu með pallborðsumræðum eftir innlegg frá öllum
Norðurlöndunum. Guðrún Bjarnadótdr, Hadda, var með inn-
legg fyrir Islands hönd og fjallaði hún um ungt fólk og hand-
verk. Hlaut umfjöllun hennar mjög góðar viðtökur áheyrenda
og þökkum við Höddu kærlega fyrir framlag hennar.
Á Jónsmessu fjölmenntu uppábúnar konur á Arbæjarsafnið.
Gengið var úr Nethylnum og vakti það mikla athygli þegar
rúmlega 20 konur, í mismunandi þjóðbúningum, gengu eftir
stéttunum á þessu fallega sumarkvöldi. Oddný Kristjánsdóttir
kynnti og lýsti búningunum fyrir viðstöddum og þar sem þetta
var svo skemmtilegt er stefnt á að endurtaka þennan viðburð.
Með góhri kveðjn og þakklæti jyrir gott dr.
Solveig Theodórsdóttir,
formaður Heimilisiðnaðarfélags Islands.
Frá þjóðbúningasýningu sumarið 2010.