Fréttablaðið - 19.03.2020, Síða 1

Fréttablaðið - 19.03.2020, Síða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —6 7 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 1 9 . M A R S 2 0 2 0 ALVÖRU MATUR Á ÖRFÁUM MÍNÚTUM Eldri borgarar á Hrafnistu Ísafold í Garðabæ söfnuðust saman á svölum sínum í gær og nutu óvæntra útitónleika. Landsþekkt listafólk tók sig saman og gladdi íbúa dvalarheimilisins með söng, en þar ríkir nú heimsóknarbann vegna COVID-19 faraldursins. MYND/SIGTRYGGUR ARI VIÐSKIPTI Agnar Tómas Möller, for­ stöðumaður skuldabréfa hjá Júp­ íter, segir mikilvægt að Seðlabanki Íslands horfi til annarra seðlabanka og styðji beint eða óbeint við fjár­ mögnun á hallarekstri ríkissjóðs. Bankinn verði að gefa afdráttar­ laus skilaboð í þá veru „svo að markaðsvextir fari ekki að rjúka hér upp á versta tíma og eyði út þeirri slökun í peningalegu aðhaldi sem bankinn er að reyna að miðla áfram“. Hann segir hallarekstur ríkis­ sjóðs hanga „eins og sverð Dam­ óklesar yfir markaðinum“. Skuldabréfafjárfestar tóku illa í óvænta ákvörðun Lánamála ríkisins um að stórauka útgáfu ríkisbréfa á öðrum fjórðungi ársins – þannig að hún geti orðið allt að fjörutíu millj­ arðar króna – en til marks um það rauk ávöxtunarkrafa verðtryggðra og óverðtryggðra ríkisbréfa upp í viðskiptum gærdagsins. Vextir á útlánum, meðal annars banka og lífeyrissjóða, fylgja að jafnaði breyt­ ingum á kröfu umræddra bréfa. „Mér heyrist markaðurinn hafa nokkrar áhyggjur af því að stór­ aukið framboð ríkisbréfa geti vegið gegn þeirri viðleitni Seðlabankans að lækka vaxtastigið í hagkerfinu,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhag­ fræðingur Íslandsbanka. Eftir hálfs prósentustigs stýri­ va x t a læk k u n peningastef nu­ nefndar í gær – úr 2,25 prósentum í 1,75 prósent – hafa vextir bankans lækkað um 2,75 prósentustig frá því í maí í fyrra. Fram kom í máli Ásgeirs Jónsson­ ar seðlabankastjóra á fundi Seðla­ bankans í gærmorgun að bankinn byggi yfir „ótal tækjum“ til þess að bregðast við því efnahagsáfalli sem nú dynur yfir vegna útbreiðslu kórónaveirunnar. „Við erum bara rétt að byrja,“ sagði Ásgeir. Kristrún Mjöll Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku, segir að mörgu leyti skiljanlegt að ríkið vilji auka útgáfu ríkisbréfa til þess að fjármagna fyrirséðan hallarekstur. Spurningin sé hins vegar hver eigi að kaupa bréfin. Ekki sé víst að það sé skynsamlegt að ríkið dragi til sín mikið innlent lausafé á meðan slíkt fé sé að þurrkast hratt upp í einka­ geiranum. – hae, kij / sjá Markaðinn Markaðsvextir gætu rokið upp á versta tíma Hallarekstur ríkissjóðs hangir eins og sverð Damóklesar yfir markaðinum. Agnar Tómas Möller, forstöðu- maður skulda- bréfa hjá Júpíter +PLÚS COVID-19 „Nemendur, foreldrar og starfsfólk hafa staðið sig með því­ líkum sóma og virt allar þessar áætlanir sem við höfum gert,“ segir Hreiðar Sigtryggsson, skóla­ stjóri Langholtsskóla. Frá því að samkomu bann tók gildi vegna útbreiðslu kórónaveirunnar hefur starf í leik­ og grunnskólum lands­ ins tekið miklum breytingum. Unnið er í smærri hópum og er skóladagurinn styttur. Hann segir að nú skipti mestu máli að halda líf­ inu gangandi og búa til rútínu fyrir nemendur. Í skólanum eru um 700 nemendur og starfsmenn um eitt hundrað. Enn hefur ekkert smit greinst í hópnum. – sar / sjá síðu 6 Starf skólans hefur gengið vonum framar Nemendur, foreldrar og starfsfólk hafa staðið sig með þvílíkum sóma. Hreiðar Sigtryggsson, skólastjóri Langholtsskóla COVID-19 „Við mælumst til þess að sjálf boðaliðar okkar hringi styttri símtöl á hverjum einasta degi, fyrir utan lengri símtöl tvisvar í viku, til að koma í veg fyrir félagslega einangrun,“ segir Kristína Erna Hallgrímsdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum. Mikið álag er á vinalínu Rauða krossins, en búið er að leggja af heimsóknarþjónustu til fólks í áhættuhópi vegna COVID­19. Þótt símaþjónustan sé óskert hefur þeim sem hringja reglulega verið bent á að eignast símavin, hvort sem það er tímabundið eða til lengri tíma. Nú eru rúmlega 180 sjálf boða­ liðar í vinaverkefnum Rauða kross­ ins og f leiri hafa sótt um að sinna slíkri þjónustu og er því auðvelt að eignast slíkan vin. Um er að ræða þjónustu í ætt við heimsóknarþjón­ ustu nema það, að samskiptin fara fram í gegnum síma. – ab / sjá síðu 4 Mjög mikið álag hjá vinalínunni Margir eiga ekkert tengslanet og það er frábært að þau hafa sam- band við okkur. Kristína Erna Hallgrímsdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.