Fréttablaðið - 19.03.2020, Page 8

Fréttablaðið - 19.03.2020, Page 8
Fáir hlustuðu á þennan roskna sekkjapípuleikara sem stóð á Westminsterbrú í Lundúnum og blés í hljóðfæri sitt. 2600 tilfelli af COVID-19 hafa komið upp í Bretlandi og látnir eru nú fleiri en 100. Valentina, starfsmaður spænska þingsins, sótthreinsar púltið áður en Pedro Sanchez forsætisráðherra tilkynnir um allsherjar hættuástand í landinu. Aðeins hluti þingmanna gat hlustað á ávarpið vegna fjöldatakmarkana. Ítalska skemmtiferðaskipið AidAmira í sóttkví í höfninni við Höfðaborg í Suður-Afríku. Um borð eru 1240 far- þegar, og tæplega 500 starfsmenn. Sex farþegar með einkenni voru prófaðir en reyndust ekki smitaðir af veirunni. Donald Trump Bandaríkjaforseti flutti ávarp með sérstöku COVID-19 teymi. 1500 ný tilfelli hafa komið upp í landinu og látnir eru nú yfir 100. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir sein viðbrögð við veirunni og að nota hana til að koma höggi á Kínverja og Evrópu. Vörður við minnisvarða um óþekkta hermanninn í Róm. Nærri 32 þúsund tilfelli af COVID-19 hafa komið upp á Ítalíu og 2500 dauðsföll. Stjórnvöld hafa sett á víðtækar lokanir og hömlur á borgara og fyrirtæki. MYNDIR/EPA 1 9 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.