Fréttablaðið - 19.03.2020, Síða 17
1 9 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
við: „Mér finnst þetta svo ógagnsætt
og tilviljunarkenndar ákvarðanir.
Auðvitað er ég ekki að gagnrýna
íþróttastarfið en það sem ég er að
koma áleiðis er að hafa þetta uppi á
borðum og markvissara. Styrkveit-
ingar, eins og ég þekki frá þinginu,
var að sækja um í mörgum nefndum
og það vantaði samtal á milli nefnda
og sama verkefni var að fá styrk frá
tveimur og jafnvel þremur nefnd-
um. Stóð svo uppi með pálmann í
höndunum með fullt af fjármagni.“
Stærsti einstaki styrkurinn rann
til Skákakademíu Reykjavíkur árið
2014 og 2015 eða sex milljónir. Árið
2014 fór reyndar 14,1 milljón til
skákarinnar, af um 30 milljónum
sem fóru í styrkveitingar. Ári síðar
runnu 15,2 milljónir af 48,7 millj-
ónum til skákdeilda borgarinnar.
benediktboas@frettabladid.is
SPORT
ÍÞRÓTTIR Reykjavíkurborg hefur
dælt tæpum 20 milljónum í Sigl-
ingafélag borgarinnar, Brokey, á
undanförnum áratug. Skák hefur
einnig notið góðs af gjafmildi borg-
arinnar, en yfir 30 milljónir hafa
farið í skákdeildir um borgina, og þá
kostaði frístundastrætó milli Safa-
mýrar og Úlfarsárdals fyrir Fram,
tugi milljóna. Þetta er meðal þess
sem sjá má í svari íþrótta- og tóm-
stundasviðs og mannréttinda-lýð-
ræðisskrifstofu, sem ná tíu ár aftur
í tímann, og var lagt fyrir borgarráð
Reykjavíkur á síðasta fundi eftir
fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur
úr Miðflokknum.
Í fyrirspurn hennar segir að
styrkveitingar ráða og borgarráðs
hjá Reykjavíkurborg séu mjög
ógagnsæjar og mikil hætta á að ekki
sé gætt jafnræðis við úthlutun fjár-
magns. Rúmlega 12 milljónir séu að
renna í gegnum mannréttindaráð á
ári og tæpar 20 milljónir í gegnum
íþrótta- og tómstundaráð.
„Það f yrirkomulag að veita
„skyndistyrki“ í mannréttindaráði
til verkefna eða einstaklinga án ítar-
legs rökstuðnings, er gjörsamlega
galið,“ segir í fyrirspurn hennar og
bendir Vigdís á að það vanti upp-
lýsingar um hverjir séu á bak við
styrkveitingarnar.
Vigdís segir að hún sé að gagn-
rýna styrkveitingar innan ráða
borgarinnar, en ekki þá sem þiggja
styrkina. „Þetta var alveg eins þegar
ég var formaður fjárlaganefndar, þá
var hver nefnd með einhvern pott
sem hægt var að sækja styrk í og það
var að lokum afnumið. Þegar þetta
er komið í svo litla einingu, hvort
sem það er ríki eða borg, þá er ég
hrædd um að það sé ekki gætt jafn-
ræðissjónarmiða. Að það sé einhver
tilfinning sem ráði. Til að gera fjár-
mál borgarinnar gegnsæ þá á þetta
að vera í fjármálaáætlun.“
Brokey fær háa styrki nánast á
hverju ári, af þeim tíu árum sem
tekin eru fyrir. Í fyrra var það vegna
unglingastarfs og kaupa á búnaði
upp á þrjár milljónir, ári áður fékk
félagið fjórar milljónir. Eins og með
marga styrki þá er enginn rökstuðn-
ingur á bak við tölurnar. „Þetta virð-
ist vera rekstrarstyrkur og kannski
er það stefna meirihlutans að hafa
starfandi siglingaklúbb. Það er gott
og vel, en þarf ekki að rökstyðja það
aðeins meira?“ spyr Vigdís og bætir
Borgin heldur Brokey á floti
Styrkveitingar ráða hjá Reykjavíkurborg eru mjög ógagnsæjar og skyndistyrkir upp á margar milljónir
er galið fyrirkomulag, segir Vigdís Hauksdóttir, sem fékk svör um styrkina á síðasta borgarráðsfundi.
Siglingafélag Reykjavíkur, Brokey, var stofnað í febrúar árið 1971 af tólf áhugamönnum um siglingar. Frá upphafi
var tilgangur félagsins meðal annars að örva áhuga fólks á siglingum. Hér eru skútur á siglingu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Styrkþegi Upphæð
Félag tónlistarþróunarm. 4.000.000 kr.
Fisfélag Reykjavíkur 1.200.000 kr.
Fish partner ehf. 150.000 kr.
Fjölnir 800.000 kr.
Hestamiðstöð Reykjavíkur 1.500.000 kr.
Íþróttafélag fatlaðra 1.200.000 kr.
ÍR 650.000 kr.
Íþróttasamband fatlaðra 1.000.000 kr.
Samfés 500.000 kr.
Siglingafélag Reykjavíkur 3.000.000 kr.
Skátasamband Íslands 1.000.000 kr.
Tónlistarfélag Árbæjar 2.500.000 kr.
Víkingur 500.000 kr.
✿ Styrkirnir árið 2019
KÖ R F U B O LT I Eng inn Íslands-
meistari verður krýndur þetta
tímabil og hefur körfuboltinn á
Íslandi verið flautaður af. Var þetta
niðurstaða stjórnar KKÍ sem hitt-
ist í hádeginu í gær. Fyrir fundinn
höfðu starfsmenn KKÍ teiknað upp
nokkrar sviðsmyndir með mis-
munandi útfærslum af keppnis-
fyrirkomulagi að loknu samkomu-
banni. Ræddi stjórnin þessar
sviðsmyndir og þá möguleika
sem þær fólu í sér. Vitað var að
allar þær ákvarðanir sem hægt
var að taka væru erfiðar og að ein-
hverju leyti slæmar, sér í lagi þar
sem ekki verður hægt að nýta reglu-
gerðir sambandsins, segir í tilkynn-
ingu frá körfuknattleikssamband-
inu.
Í tilkynningunni segir að af sam-
tölum íþróttahreyfingarinnar við
yfirvöld megi skilja að það fjögurra
vikna samkomubann sem sett hefur
verið sé lágmark og að líkön geri ráð
fyrir að þjóðfélagið verði að ein-
hverju leyti í lamasessi fram á sum-
armánuði vegna kórónaveirunnar.
Aðgerðir stjórnvalda hafa verið að
herðast undanfarna daga og óvíst
hver staðan verður á næstu miss-
erum vegna þess. Af framansögðu
má telja ljóst að ekki verður hægt
að spila strax og samkomubanni
verður af létt, einnig er ekki víst
hvort lið verða fullmönnuð, segir
meðal annars í tilkynningunni.
Niðurstaðan var því að f lauta
tímabilið af, enginn verður krýndur
Íslandsmeistari, Stjarnan er deild-
armeistari og Fjölnir fellur niður í 1.
deild karla. Höttur frá Egilsstöðum
kemur í hans stað. Valur er deildar-
meistari Domino’s deildar kvenna
og Grindavík fellur en Fjölnir kemur
upp í þeirra stað.
„Vegna þeirra aðstæðna sem
uppi eru og hafa stuðlað að ótíma-
Karfan flautar keppnistímabilið af án Íslandsmeistara
Stjarnan er deildarmeistari í körfubolta annað árið í röð. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
bærum lokum keppnistímabilsins
2019/2020 má ljóst vera að mörg
félög muni lenda í fjárhagsvanda
vegna talsverðs tekjumissis. Það
sama mun gilda um fjárhag KKÍ.
Það verður verðugt verkefni allra
hlutaðeigandi að takast á við þann
vanda,“ segir enn fremur í tilkynn-
ingunni. – bb
Kannski er það
stefna meirihlutans
að hafa starfandi siglinga-
klúbb. Það er gott og vel, en
þarf ekki að rökstyðja það
aðeins meira?
Vigdís Hauksdóttir
Má ljóst vera að
mörg félög muni
lenda í fjárhagsvanda vegna
talsverðs tekjumissis. Það
sama mun gilda um fjárhag
KKÍ.
Úr tilkynningu KKÍ
FÓTBOLTI Fulltrúar ensku liðanna
ætla að funda í dag til að ræða kom-
andi tíma og ræða málin samkvæmt
enskum fjölmiðlum. Enska bolt-
anum hefur verið af lýst til fjórða
apríl hið minnsta og í staðinn fyrir
að taka einkaþotur og rándýra bíla-
leigubíla til London mun fundur-
inn fara fram í gegnum fartölvur.
Ekki er búist við neinni ákvörðun
á fundinum en félögin eru að bera
saman bækur sínar varðandi leik-
menn og fjárhag. Ekki er ólíklegt
að félögin vilji spila fyrir luktum
dyrum enda miðasala ekki svo
stór hluti af rekstri félaga í Úrvals-
deildinni en ljóst er að liðin vilja
klára tímabilið. Flest lið eru hætt
æfingum og leikmenn farnir að æfa
heima hjá sér. – bb
Símafundur á
Englandi í dag
Virgil van Dijk og félagar í Liverpool
hafa verið langbestir í vetur.
FÓTBOLTI Stjórn KSÍ kemur saman
í dag þar sem meðal annars verður
ákveðið hve lengi KSÍ ætlar að
fresta Íslandsmótinu. Guðni Bergs-
son, formaður sambandsins, sagði í
Bítinu á Bylgjunni og Stöð 2 í gær að
trúlega yrði það fram í byrjun maí.
Í tilkynningu KKÍ í gær segir að af
samtölum íþróttahreyfingarinnar
við yfirvöld megi skilja að það fjög-
urra vikna samkomubann sem sett
hefur verið sé lágmark og að líkön
þeirra geri ráð fyrir að þjóðfélagið
verði að einhverju leyti í lama-
sessi fram á sumarmánuði vegna
kórónaveirunnar. KSÍ og ÍTF hafa
verið gagnrýnd fyrir að gefa ekki út
nægilega leiðbeinandi útskýringar
á samkomubanninu, en ÍTF sendi
frá sér bréf í gær og óskaði eftir við-
brögðum frá KSÍ. Bikarkeppnin á að
byrja 8. apríl en ljóst er að hún mun
ekki byrja, enda téð samkomubann
í gildi og verða að vera tveir metrar
á milli manna. KSÍ hefur frestað
öllum leikjum sínum, sem og lands-
liðsæfingum, til 15. apríl. – bb
Fótboltinn
ræðst í dag