Fréttablaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 4
Þetta er að verða mjög svört staða hérna hjá okkur. Kjartan Magnús Kjartansson, bæjarstjóri Suður- nesjabæjar 400 milljónum verður veitt í 20 þúsund króna eingreiðslu til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. SKILTAGERÐ Ljósakassar Ljósaskil 3D stafir Hönnun Ráðgjöf Uppsetning Sundaborg 3 104 Reykjavík 777 2700 xprent@xprent.is Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is Meira á frettabladid.is COVID-19 Bæjarstjórn Ölfuss segir sveitarfélagið Ölfus vel í stakk búið til að milda neikvæð efnahagsleg áhrif af COVID-19 faraldrinum. Hyggst bæjarstjórnin leita allra leiða til að flýta þeim framkvæmd- um sem fyrirhugaðar eru. Bæjar- stjórinn eigi að útbúa áætlun þar sem framkvæmdum sé flýtt. „Kallað verði eftir því að ríkið komi með auknum krafti að hafnar- framkvæmdum í Þorlákshöfn sem geri mögulegt að þjónusta allt að 180 metra löng og 34 metra breið skip. Sýnt hefur verið fram á að slík framkvæmd er ein af þeim allra þjóðhagslega hagkvæmustu fram- kvæmdum sem hægt er að grípa til,“ segir í bókun bæjarstjórnarinnar. Þetta eigi ekki síst við um ferða- þjónustu því aðilar hafi þegar sýnt því áhuga að taka upp reglulegar siglingar með vörur og farþega til Bretlands og meginlands Evrópu. Þá eigi að leita eftir því að ríkið auðveldi framgang mála í gegnum eftirlitsstofnanir sínar svo sem Umhver f isstofnun, Sk ipulags- stofnun og fleiri. „Eðlilegt og sanngjarnt er í ástandi sem nú að þessum stofnun- um verði gefin tiltölulega þröngur rammi til ljúka sinni aðkomu að málum. Til grundvallar þessu eru milljarða framkvæmdir í umhverf- isvænni matvælaframleiðslu sem í alla staði er jákvætt að f lýta þegar svo árar sem nú.“ - gar Stækka höfnina til að hindra kólnun Elliði Vignisson bæjarstjóri kallar eftir að ríkið komi að framkvæmdum. 1 „Þetta er að verða mjög svört staða hérna hjá okkur“ Bæjarstjórar Reykjanes- bæjar og Suðurnesjabæjar segja báðir í samtali við Fréttablaðið að tíðindin af uppsögnum Isavia í dag mikið áfall. 2 Upp sagnir hjá Isavia: 101 sagt upp og 37 boðið minna starfs hlut fall Isavia neyddist til að segja upp 101 starfsmanni í dag í ljósi fækkun verkefna og þá var 37 starfsmönnum boðið áframhaldandi starf með minna starfshlutfalli. 3 Ó léttar konur ekki í aukinni hættu vegna CO VID-19 Alma D. Möller, land læknir, segir ekkert benda til þess að CO VID-19 legg- ist harðar á ó léttar konur en aðra en barnshafandi konum hefur verið ráðlagt af yfirljósmóður að fara í sjálfskipað sóttkví. 4 Stóra á skorunin verður hve-nær eigi að af létta að gerðum Að sögn sóttvarnalæknis mega landsmenn búast við að aðgerðir til að hefta útbreiðslu veirunnar muni dragast eitthvað en nauð- synlegt er að aflétta þeim að- gerðum mjög hægt. COVID-19 Hundrað og einum starfs- manni var sagt upp hjá Isavia í gær og 37 starfsmönnum var boðið áframhaldandi starf með minnk- uðu starfshlutfalli. Ástæða upp- sagnanna er sögð fækkun verkefna vegna COVID-19 faraldursins. En fjölmörg lönd hafa lokað landa- mærum sínum vegna faraldursins og einungis örfá f lug eru á degi hverjum til og frá Keflavíkurflug- velli. „Við komumst því miður ekki hjá því að grípa til uppsagna, en þær ná eingöngu til starfa á sviðum þar sem verkefnum fækkar í óákveðinn tíma,“ segir í tilkynningu frá fyrir- tækinu. Kjartan Már Kjartans son og Magnús Stefáns son, bæjar stjórar Reykja nes bæjar og Suður nesja- bæjar, segja tíðindin af upp sögnum Isavia vera mikið á fall. Báðir segjast þeir vera í sam skiptum við stjórn- völd til að freista þess að fá frekari stuðning vegna tíðindanna. „Þetta er mikið sjokk fyrir sam- fé lagið hér. Við máttum nú ekki við því. Þetta er að verða mjög svört staða hérna hjá okkur,“ segir Kjartan. Að spurður út í stuðning stjórn- valda segir Kjartan bæjar yf ir- völd reyna að þrýsta á um frekari stuðning. „Við erum að reyna það svo sem. Við erum að þrýsta bæði á þing menn og ráð herra að líta til okkar. Af því að staðan er hvergi, að því ég best veit, verri heldur en hér. Og fer versnandi,“ segir Kjartan. Magnús Stefáns son, bæjar stjóri Suður nesja bæjar, tekur í svipaðan streng. „Þetta eru auð vitað ekki góð tíðindi. Þetta er við bót við annað sem hefur verið í gangi,“ segir Magnús og vísar þar til falls WOW air í fyrra. „Við höfum verið mikið í sam skiptum við stjórn völd al mennt um stöðuna hér á Suður nesjum. En ef það hefur ein hvern tímann verið þörf, að þá er núna nauð syn,“ segir Magnús. - bdj / oæg Yfir hundrað manns sagt upp og margir í hlutastarf hjá Isavia STJÓRNMÁL Sex mál tengd aðgerð- um stjórnvalda vegna COVID-19 faraldursins voru afgreidd á Alþingi í gærkvöldi. Um var að ræða fimm frumvörp; þar á meðal um efna- hagsaðgerðir, borgaralega skyldu starfsmanna opinberra aðila og þingsályktun um tímabundið fjár- festingaátak hins opinbera. Í nýjum fjáraukalögum við fjár- lög yfirstandandi árs, sem sam- þykkt voru í gær, er kveðið á um gjaldheimild úr ríkissjóði fyrir 18 milljörðum vegna sérstaks fjár- festingaátaks en heimildin hækkaði um tæpa þrjá milljarða í meðförum þingsins. Þá er gert ráð fyrir rúmum þremur milljörðum í barnabóta- auka og þriggja milljarða markaðs- átaki fyrir ferðaþjónustuna. Heimild ríkissjóðs til að taka lán í erlendum gjaldmiðli var einnig hækkuð um 95 milljarða. Meðal þess sem bættist við fjár- aukalög í meðförum þingsins eru 350 milljónir til sérhæfðrar sjúkra- húsþjónustu sem skiptist milli Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri, 250 milljónir til Heilsu- gæslunnar og 400 milljónir fara í fjármögnun veiruskimunarprófa og hlífðarbúnaðar. Samþykkt var einnig að veita 400 milljónum í 20 þúsund króna eingreiðslu til örorku og endur- hæfingarlífeyrisþega, 140 milljónir fara í geðheilbrigðismál og málefni heimilislausra og 40 milljónir í aðgerðir og vinnu gegn kvíða og einmanaleika. Meðal verkefna sem bættust við fjárfestingaátak ríkisstjórnarinnar í meðförum þingsins eru endurbygg- ing á gangi við bráðavaktina í Foss- vogi sem hefur verið útbúinn fyrir COVID-19 sjúklinga, 100 milljónir til að endurbyggja hús vínbúðarinn- ar á Seyðisfirði, tæpar 400 milljónir til endurbygginga og viðhaldsverk- efna heilbrigðisstofnana á lands- byggðinni, 126 milljónir til viðhalds á Þórshafnarflugvelli og 170 millj- ónir til viðhalds annarra flugvalla á landsbyggðinni. Umhverfisráðherra fær 50 milljónir til að veita í eflingu nýsköpunar í loftslagsmálum, 100 milljónum verður bætt í sjóð til úthlutunar á vettvangi verkefnis- ins Brothættar byggðir og sérstakt framlag til rannsóknasjóðs, inn- viðasjóðs og tækniþróunarsjóðs verður hækkað um 600 milljónir og verður 1,4 milljarðar. Framlag til menningar og lista var hækkað úr 750 milljónum í milljarð. Þá fara 100 milljónir til nýsköpunarsjóðs námsmanna, 200 milljónir til græn- metisframleiðslu og 100 milljónir til húsafriðunarsjóðs. Frumvarp ríkisstjórnarinnar um sérstakar aðgerðir í efnahags- málum varð einnig að lögum í gær með heimild til ríkisábyrgða á brúarlánum til fyrirtækja, frestun og afnámi ýmissa opinberra gjalda, þar á meðal tímabundið afnám gistináttaskatts, frestun á greiðslu tryggingagjalds, breytingar á gjald- dögum aðf lutningsgjalda, endur- greiðsla á virðisaukaskatti vegna framkvæmda, heimild til úttektar séreignarsparnaðar og fleira. Eftir að frumvarpið kom til með- ferðar hjá Alþingi bættist við það sérstakt ákvæði um eftirlitsnefnd sem ráðherra mun skipa og er ætlað að hafa eftirlit með framkvæmd ákvæðis um brúarlán til fyrirtækja. Allsherjar- og menntamálanefnd fékk frumvarp dómsmálaráðherra um borgaralega skyldu starfsmanna opinberra aðila til meðferðar en frumvarpið felur í sér breytingu á lögum um almannavarnir sem kveður á um heimild til opinberra aðila að færa starfsmenn milli starfa, stofnana og jafnvel stjórn- sýslustiga í þeim tilvikum þegar rík- islögreglustjóri hefur lýst yfir neyð- arstigi. Frumvarpinu var breytt í meðförum allsherjarnefndar þann- ig að í stað varanlegrar breytingar á almannavarnalögum verður um svokallað sólarlagsák væði að ræða sem fellur úr gildi 1. janúar 2021. Nefndin vék í nefndaráliti að ummælum dómsmálaráðherra um heildarendurskoðun almanna- varnalaga og hvetur til þess að lögin verði tekin fyrir um leið og neyðar- ástandi verður aflétt. adalheidur@frettabladid.is Risapakkar afgreiddir á þingi Alþingi samþykkti í gærkvöldi viðamiklar aðgerðir ríkisins vegna COVID-19 og fyrirséðra þjóðfélags- legra áhrifa faraldursins. Frumvörp ríkisstjórnarinnar tóku nokkrum breytingum í meðförum þingsins. Umræður og atkvæðagreiðslur í þingsal eru með óhefðbundnu sniði vegna samkomubanns. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 3 1 . M A R S 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.