Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2020næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Fréttablaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 23
Ólafur Páll Einarsson, fram-kvæmdastjóri Dokobit á Íslandi, segir að þeir sem byrji að nota rafrænar undirskrift- ir snúi ekki aftur til pappírsins. Með rafrænum undirskriftum er hægt að veita viðskiptavinum þægilegri og betri þjónustu en áður að sögn Ólafs Páls. Rafrænar undirskriftir eru ekki einungis þægilegri heldur eru þær einnig öruggari en handritaðar undir- skriftir þar sem erfiðara er að falsa og eiga við þær. Dokobit er hugbúnaðarfyrirtæki sem þróar lausnir fyrir rafrænar undirskriftir. Á síðustu árum hefur uppbygging félagsins verið hröð og fer viðskiptavinum Dokobit ört fjölgandi. Félagið er með skrif- stofur í fjórum löndum og styður við rafræn skilríki frá tólf löndum í Evrópu. Í dag eru yfir milljón skjöl rafrænt undirrituð með Dokobit í hverjum mánuði. „Notkun á rafrænum undirskriftum hefur á þessu ári aukist gríðarlega en á síðustu vikum hefur notkunin margfaldast,“ segir Ólafur Páll. Dokobit býður rafrænar undirskriftir frítt út apríl Vegna áhrifa Covid-19 hafa mörg fyrirtæki beðið starfsfólk að sinna vinnunni heima sé það möguleiki. Til að styðja við fyrirtæki hefur Dokobit því tekið þá ákvörðun að gera allar rafrænar undirskriftir fríar út apríl í gegnum lausnina Dokobit Portal. „Með þessu viljum við leggja okkar af mörkum til að gera fólki og fyrirtækjum kleift að halda starfsemi sinni gangandi á þessu erfiðu tímum. Við viljum eindregið biðja fólk um að fylgja fyrirmælum og forðast óþarfa ferðir á fjölmenna vinnustaði eða stofnanir. Þess í stað hvetjum við fólk til þess að nota pappírslaus viðskipti með rafrænum undir- skriftum,“ segir Ólafur Páll. Eru rafrænar undirskriftir fullgildar og löglegar? Fullgildar rafrænar undirskriftir hafa sömu réttaráhrif og hand- ritaðar undirskriftir samkvæmt lögum númer 55/2019. Lögin eru innleiðing á Evrópureglugerð númer 910/2014 sem oftast er nefnd eIDAS-reglugerðin. Sömu lög tryggja jafnframt að ekki megi hafna því að fullgild rafræn undir- skrift fái réttaráhrif af þeirri einu ástæðu að hún sé á rafrænu formi. „Í einföldu máli þýðir þetta að fyrir þau tilfelli þar sem áður var krafa um að einstaklingur mætti í eigin persónu til þess að undirrita skjöl er núna hægt að nota rafræna undirskrift með stuðningi laga. Að auki tryggja lögin að fullgildar rafrænar undirskriftir hafa sama laglega gildi á milli landa í öllum aðildarríkjum ESB,“ segir Ólafur Páll. Hvað er eIDAS-vottun? Dokobit lauk nýlega eIDAS-vottun og er því fullgildur traustþjón- ustuveitandi í samræmi við lög númer 55/2019 fyrir fullgildar rafrænar undirskriftir og aðrar traustþjónustur. Með vottuninni hefur verið staðfest að lausnir Dokobit mæti öllum tæknilegum og lagalegum kröfum sem gerðar eru til fullgildrar traustþjónustu. Ólafur Páll segir að þau hjá Doko- bit séu gríðarlega stolt af þessum áfanga sem hefur kostað þau gríðarlega vinnu. Vottunin hefur mikla þýðingu fyrir viðskiptavini Dokobit. Af hverju velja fyrirtæki lausnir frá Dokobit? Á meðal þeirra sem nota lausnir Dokobit eru mörg þekkt fyrir- tæki, eins og Íslandsbanki, Kvika, KPMG, Origo, Taktikal, Swedbank, SEB bank, DNB bank, Nordea (nú Luminor), Sýslumaður, island. is, nokkur íslensk ráðuneyti og margir f leiri. „Öruggar og einfaldar lausnir sem auðvelt er að innleiða er lík- lega stærsta ástæðan fyrir því að fyrirtækin velja Dokobit,“ segir Ólafur Páll. „Fyrirtæki geta sett upp sitt eigið útlit á tölvupósta og aðlagað viðmót til að sam- ræmast sínu eigin vörumerki. Þau geta þannig veitt viðskiptavinum sínum fyrsta flokks upplifun á þjónustu. Öruggar og vottaðar lausnir hafa einnig skipt við- skiptavini okkar miklu máli þegar kemur að vali þeirra á sam- starfsaðila.“ Hægt að fylgjast með undirritunarferli með appi Með appi frá Dokobit geta starfs- menn fylgst betur með öllum skjölum sem eru í undirritunar- ferli og brugðist hraðar við fyrir viðskiptavini á ferðinni. Í Dokibit Portan er meðal ann- ars hægt að: n Stilla í hvaða röð þátttakendur eiga að undirrita skjöl. n Velja samþykktaraðila áður en skjöl fara í undirritun. n Setja upp eigið útlit fyrirtækja á tölvupósta og viðmót fyrir undirritun skjala. n Setja upp aðgangsstýringar fyrir starfsfólk að mismunandi skjölum fyrirtækis. n Rekja allt undirskriftarferlið með nákvæmri atburðaskrá. n Bæta við rafrænu innsigli fyrir stofnanir eða skipulagsheildir. Hægt er að tengja Dokobit Por- tal við önnur skjalavistunarkerfi á þann hátt að skjöl sem send eru í rafræna undirritun endi sjálfvirkt á öðrum stað í skjalavistunarkerfi viðskiptavinar eftir að undirritun hefur verið lokið. „Þrátt fyrir að efnahagsum- hverfið okkar standi í dag frammi fyrir miklum áskorunum er aðdáunarvert að sjá aðlögunar- hæfni margra fyrirtækja sem hafa tileinkað sér nýjar aðferðir til þess að geta áfram boðið þjónustu sína. Eins hefur ríkisstjórnin nýlega tekið stór skref til þess að auka áherslu sína á stafrænar lausnir meðal annars á vegum island.is og víðar. Með þessari þróun eru viðmið og kröfur neytenda að breytast mikið þegar kemur að stafrænni þjónustu. Notendur Dokobit mega einnig búa sig undir viðburðaríkt og spennandi ár þar sem mikið af nýjum eiginleikum og lausnum er nú í farvatninu og verður kynnt á árinu. Við hvetjum aðila til að fylgjast með á vefnum okkar dokobit.is.“ Sífellt fleiri nota rafrænar undirskriftir frá Dokobit Með lausn Dokobit geta fyrirtæki aflað undirskrifta frá viðskiptavinum yfir netið. Með rafræn- um undirskriftum er hægt að veita viðskiptavinum þægilegri og betri þjónustu en áður. Fullgildar rafrænar undirskriftir hafa lögum samkvæmt sömu réttaráhrif og handritaðar undirskriftir. Ólafur Páll Einarsson segir notkun á rafrænum undirskriftum hafa margfaldast undanfarinn mánuð. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Appið frá Dokobit sendir tilkynningu í símann þegar undirskrift er lokið. Hvað er rafræn undirskrift? Í grunninn er rafræn undirskrift rafrænt fingrafar sem notað er til að tengja á sannanlegan hátt rafrænu undirskriftina við þann sem skrifar undir. Hægt er að undirrita skjöl rafrænt á hvaða formi sem er en algeng- ast er að nota PDF-skjöl. Fullgildar rafrænar undirskriftir verja skjölin á þann hátt að ekki er hægt að breyta innihaldi þeirra eftir að þau hafa verið undirrituð. Ef skjölunum yrði breytt yrði það auðmerkjanlegt þar sem undirskriftirnar brotna. „Á Íslandi notum við fullgild rafræn skilríki frá Auðkenni sem þýðir að allar undirskriftirnar hérlendis frá Dokobit eru fullgildar rafrænar undirskriftir,“ útskýrir Ólafur Páll. Í einföldu máli þýðir þetta að fyrir þau tilfelli þar sem áður var krafa um að ein- staklingur mætti í eigin persónu til að undirrita skjöl er núna hægt að nota rafræna undir- skrift. KYNNINGARBLAÐ 9 Þ R I ÐJ U DAG U R 3 1 . M A R S 2 0 2 0 RAFRÆNAR LAUSNIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 77. tölublað (31.03.2020)
https://timarit.is/issue/407097

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

77. tölublað (31.03.2020)

Aðgerðir: