Fréttablaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 30
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Jóninna Margrét Pétursdóttir
Hveragerði,
lést á Landspítalanum
mánudaginn 23. mars síðastliðinn.
Reynir Már Guðmundsson
Pétur Reynisson Áslaug Einarsdóttir
Jón Vilberg Reynisson Guðný Ísaksdóttir
Þröstur Reynisson
barnabörn, barnabarnabörn og Bella.
Kær eiginmaður minn, faðir okkar,
stjúpfaðir, tengdafaðir og afi,
Arnfinnur Bertelsson
byggingarverkfræðingur,
Sæbraut 12,
Seltjarnarnesi,
lést á heimili sínu síðastliðinn fimmtudag.
Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu fer útförin fram í kyrrþey.
Valdís Kjartansdóttir
Arndís Vala Arnfinnsdóttir
Kjartan Arnfinnsson Sigríður M. Sigurðardóttir
Bertel Ingi Arnfinnsson
Sigrún Þormar Gunnar Rögnvaldsson
Kristín Diljá Karlsdóttir
Ísabella Eldey Kjartansdóttir
Innilegar þakkir fyrir samúð,
hlýhug og fallegar kveðjur
vegna andláts og útfarar elskulegrar
móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
Hrefnu Einarsdóttur
Hjalti Ævarsson
Trausti Þór Ævarsson Ástríður Torfadóttir
Svanþór Ævarsson Ásgerður Hákonardóttir
Auður Ævarsdóttir Sigurður Ingi Viðarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Sólborg Júlíusdóttir
lést 28. mars á Dvalarheimili aldraðra,
Sauðárkróki. Útförin fer fram í kyrrþey
í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu.
Hrönn Gunnarsdóttir Rögnvaldur Valbergsson
Kolbrún Birgisdóttir Sigurður Halldór Aðalsteinsson
Valdimar Líndal Birgisson Halldóra María Þormóðsdóttir
Þórunn Elfa Sveinsdóttir Gunnar Carlsen
Rakel Rögnvaldsdóttir Indriði Ragnar Grétarsson
Brynjar Páll Rögnvaldsson
langömmubörn og langalangömmubörn.
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Jóhanna Unnur
Gissurardóttir Erlingson
Álalæk 17, Selfossi,
áður Karfavogi 56, Reykjavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
aðfaranótt sunnudagsins 29. mars sl.
Sigurður Rúnar Jónsson Ásgerður Ólafsdóttir
Margrét Rannveig Jónsdóttir
Birgir Már Ragnarsson Silja Hrund Júlíusdóttir
Hildur Jónsdóttir Hjörtur Ottó Aðalsteinsson
Guðrún Ólöf Jónsdóttir
Sigrún Hjartardóttir Björn Geir Leifsson
Jón Hörður Jónsson Sigríður Anna E. Nikulásdóttir
Jóhanna Kristín Jónsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Magnús Stefánsson
rafvirkjameistari, Ólafsfirði,
lést laugardaginn 28. mars sl.
Í ljósi aðstæðna mun útför hans fara
fram í kyrrþey. Minningarathöfn verður
haldin síðar og verður hún auglýst þegar þar að kemur.
Þökkum hlýhug og góðar kveðjur.
Helga Eðvaldsdóttir
Eðvald Erling Magnússon María Magnússon
Gunnlaugur Jón Magnússon Ásta Sigurðardóttir
Ásdís Jóna Magnúsdóttir Örnólfur Ásmundsson
barnabörn og barnabarnabörn. Fela í sér taug við fortíð
Hinn norræni súðbyrðingur er tilnefndur á lista heimsminjaskrár UNESCO. Sigurbjörg
Árnadóttir, formaður Vitafélagsins – íslenskrar strandmenningar, er ánægð með það.
Finnbogi Bernódusson og Sigurbjörg Árnadóttir við dæmigerðan súðbyrðing í Ósvörinni í grennd við Bolungarvík.
Smíðin eitt af því sem einkennir víkingaskip
Skrokkur súðbyrðings einkennist
af láréttum timburborðum sem
skarast hvert yfir annað. Af þessari
smíði eru dregin orðin skarsúð og
súðbyrðingur. Aðferðin var notuð
við skipasmíðar frá því fyrir 9. öld
og er eitt af því sem einkennir til
dæmis víkingaskip. Sama stallalag á
hliðum er líka stundum haft á plast-
bátum enda gefur það bátum aukinn
stöðugleika.
Um 200 aðilar á Norðurlöndunum
öllum, bátasmiðir, söfn og félög
standa saman að tilnefningu nor-
rænnar trébátasmíði á skrá UNESCO.
Umsóknin var afhent í liðinni viku í
París, undirrituð af ráðherrum allra
norrænu ríkjanna. Með henni er sú
smíði komin á lista yfir þýðingarmikla
starfshætti sem borist hafa frá kyn-
slóð til kynslóðar - hefðir sem munu
hverfa verði þeim ekki viðhaldið.
Varla er hægt að hugsa sér landnám Íslands án súð-byrðingsins, né búsetu hér fyrstu þúsund árin. Fiskveiðar, f lutningar og ferðalög yfir úthafið, allt
byggðist á þessum bát,“ segir Sigurbjörg
Árnadóttir um norræna súðbyrðinginn.
Hann hefur verið tilnefndur á heims-
minjaskrá UNESCO sem mikilvæg
menningararfleifð, enda megi þekking
á sögu hans og smíði ekki glatast. „Súð-
byrðingarnir fela í sér taug við fortíð,“
bendir hún á.
Sigurbjörg segir súðbyrðinga víða
til á söfnum á Íslandi og á Ísafirði hafi
verið staðið best að því að varðveita þá
á sjó. Hún segir súðbyrðingum enn siglt
um flóa og firði á Íslandi og víðar á nor-
rænum slóðum en sífellt fækki þeim sem
kunni til verka þegar að viðhaldi þeirra
komi. „Þetta er ævagamalt handverk
en bæði í Noregi og Danmörku sækir
fólk á öllum aldri þó námskeið í því,
þar eru meðal annars ungar konur að
smíða svona báta – og svo því sé til skila
haldið hefur Síldarminjasafnið á Siglu-
firði haldið námskeið í viðgerð á súð-
byrtum bát.“
Enn eigum við Íslendinga sem kunna
handtökin við smíði súðbyrðinga, að
sögn Sigurbjargar. Hún nefnir Hafliða
Aðalsteinsson sem líklega sé einna
þekktastur þeirra. „Það leynast báta-
smiðir hér og þar, sá eini sem hefur
útskrifast í þeirri grein frá Iðnskólanum
á síðustu áratugum er Jón Ragnar Daða-
son, það reyndist erfitt að fá prófdóm-
ara fyrir hann. Á hinum Norðurlönd-
unum kenna lýðháskólar og iðnskólar
bátasmíði og háskólinn í Tromsö er að
reyna að koma sögunni og þekkingunni
í kringum fagið á háskólastig.“
Sigurbjörg er formaður Vitafélagsins
– íslenskrar strandmenningar og líka
norrænu strandmenningarsamtakanna.
Hún er fædd og uppalin í Svarfaðardal
og er því spurð hvaðan henni komi
áhuginn á ströndum, bátum og vitum.
„Ég sá aldrei til hafs í uppvextinum,
ætli það sé ekki ástæðan?“ svarar hún
hlæjandi.
„Bjó líka fjórtán ár í frumskógum
Finnlands sem jók líklega enn á þörfina
fyrir víðáttu. Þá kom ég stundum með
ferðahópa til Íslands. Landsmenn voru
að uppgötva hálendið á þeim tíma og ef
ég ráðfærði mig við þá reyndu allir að
stugga mér til fjalla eins og sauðkind
á vori. En ferðafólkið mitt vildi frekar
fræðast um hvar og hvernig við höfðum
búið og það vakti áhuga minn á okkar
sögu og lifnaðarháttum. Við vorum ekki
öll Fjalla-Eyvindar.“
Heimkomin frá Finnlandi kveðst Sig-
urbjörg hafa verið að vinna að Evrópu-
verkefni um ferðaþjónustu í dreif býli,
meðal annars með formanni norska
vitafélagsins. Þá hafi hún verið beðin
að benda á einhvern á Íslandi sem hefði
áhuga á að sitja fyrstu norrænu strand-
menningarráðstefnuna 2003. „Ég fékk
litlar undirtektir svo ég ákvað að stofna
vitafélag sjálf og bað Norðmenn um
góð ráð. Þeir bentu mér á að vera í góðu
samstarfi við Fornleifanefnd, Húsafrið-
unarnefnd, Siglingastofnun og söfn og
þau heilræði komu sér vel. Orðið strand-
menning var ekki til í íslenskri orða-
bók á þessum tíma og allir tengdu það
við suðrænar slóðir. Í dag spyr enginn
hvað það þýði. Enda er strandmenning
grunnur að okkar norrænu menningu.“
gun@frettabladid.is
Merkisatburðir
1905 Gull finnst við jarðborun við Öskjuhlíð í Reykjavík
en magnið er of lítið til að vera vinnanlegt.
1917 Bandaríkin kaupa Dönsku Vestur-Indíur af Dönum
og borga 25 milljónir dollara fyrir. Síðan hafa eyjarnar
heitið Bandarísku Jómfrúaeyjar.
1955 Togarinn Jón Baldvinsson strandar við Reykjanes.
Allri áhöfninni er bjargað, 42 mönnum.
1966 Sovétríkin skjóta upp geimfarinu Luna 10 og koma
því á sporbaug um tunglið.
1967 Á Raufarhöfn mælist 205 cm snjódýpt sem þykir
með fádæmum í þéttbýli á Íslandi.
3 1 . M A R S 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT