Fréttablaðið - 07.04.2020, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 07.04.2020, Qupperneq 8
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Sighvatur Arnmundsson sighvatur@frettabladid.is Við eigum að vera þakklát fyrir allt frábæra listafólkið sem auðgar líf okkar. Óeining, óvissa og ógegnsæi eru jarðvegur fyrir tor- tryggni, reiði og öfgaöfl. Hvernig myndir þú gera þetta?“ spyrja sumir þegar ég kalla eftir sátt og samráði á tímum heimsfaraldurs og hruns efnahagslífsins. Því er auðsvarað. Ég myndi til dæmis gera eins og Boris Johnson forsætisráðherra Breta gerði nú á dögunum og biðja stjórnarandstöðuna um samstarf um lausnir á erfiðum tímum. Ég myndi vinna þvert á flokka eins og Danir gera og Norðmenn. Leiða alla í sömu átt þegar óvissa er um svo margt og fólk hefur áhyggjur af heilsu sinni og ástvina, afkomu sinni og rekstrarumhverfi heimila og fyrirtækja. Fyrstu viðbrögð stjórnvalda og Alþingis voru ágæt. Þau snúast um frest á greiðslum og tímabundnar aðgerðir á vinnumarkaði. Aðgerðirnar munu duga sumum. Stjórnvöld verða að koma með frekari aðgerðir fyrir minni fyrirtæki, námsmenn, viðkvæma hópa og heimili. Mörg heimili verða fyrir miklum búsifjum, ekkert síður en fyrirtækin. Það verður að mæta rekstrarvanda þeirra líkt og fyrirtækja og það er ekki hægt að bíða lengi eftir úrræðum í þeim efnum. Seðlabanki Íslands hefur gert bönkunum kleift að vinna með fólki og fyrirtækjum og ríkisstjórnin lofað lækkun bankaskatts. Lækkun stýrivaxta á að nýtast öllum. Gera þarf skýlausa kröfu til banka að þeir lækki yfirdráttarvexti tafarlaust og frysti húsnæðis- og bílalán þeirra sem misst hafa vinnuna eða orðið fyrir miklu tekjutapi vegna samkomubanns eða annarra afleiðinga faraldursins. Og að bankar keyri hvorki fyrirtæki né heimili í þrot við þessar aðstæður heldur gefi góð ráð um valkosti til að bæta stöðuna. Atvinnuleysi fer hratt vaxandi og atvinnuleysis- bætur eru langt undir lágmarkslaunum. Atvinnuleysi fór vaxandi á ákveðnum landsvæðum strax í janúar og faraldurinn mun hafa í för með sér langtíma- atvinnuleysi með kostnaðarsömum og afdrifaríkum aukaverkunum fyrir heimili og samfélag. Hækka þarf atvinnuleysisbætur og koma á öflugri velferðarvakt og endurmenntun á þeim svæðum sem verst verða úti. Óeining, óvissa og ógegnsæi eru jarðvegur fyrir tor- tryggni, reiði og öfgaöfl. Því er slæmt ef ríkisstjórnin hafnar áfram samstöðu og sátt um leiðina áfram. Sátt eða sundrung Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingar- innar Erum með mikið úrval af allskonar bílaverkfærum á frábæru verði! ViAir 12V loftdælur í miklu úvali. Hleðslutæki 12V 6A 6T Búkkar 605mm Par Jeppatjakkur 2.25t 52cm. Omega Viðgerðarkollur 4.995 9.999 17.995 7.495 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Verkfæralagerinn Þjóðargersemi Við notum orðið þjóðargersemi um manneskjur sem auðgað hafa samfélagið og öllum þykir vænt um. Á tímamótum sjást hverjir þessir einstaklingar eru, til dæmis Raggi Bjarna og Rósa Ingólfs sem kvöddu fyrir skemmstu. Fólk sem gerði ekki annað en að skemmta þjóðinni, en skemmtun er vanmetin. Nú er að koma skýrt fram að Helgi Björns er þjóðargersemi. En hann hefur troðið upp í sjón- varpinu á laugardagskvöldum á meðan á COVID-fárinu stendur. Viðbrögðin hafa verið ótrúlega góð, landinn stendur upp og hristir sig fyrir framan imbann, syngur með og sendir góðar kveðjur með tístum. Smá gleði á þessum óvissutímum. Já, skemmtun er vanmetin. Ekki tími fyrir tígrisdýr Sóttvarnayfirvöld halda áfram að herða ólina og nú er til þess mælst að landinn fái sér ekki tígrisdýr. En samkvæmt amerískum fréttum kom upp tilfelli COVID-19 smitaðs tígurs í New York. Kemur þetta eins og blaut tuska framan í þjóðina, sem nú hámhorfir á þættina Tiger King á Netf lix, og sér tígra fyrir sér sem tilvalin gæludýr. Íslendingar elska tígrisdýr. Sást þetta best þegar tígrisdýrin komu sem lánsdýr í Sædýra- safnið í Hafnarfirði en þá mætti hálf þjóðin til að sjá þessi krútt. kristinnhaukur@frettabladid.is Þríeykið góða, þau Alma, Þórólfur og Víðir, biður fólk að halda sig heima nú um páskana. Það verða engar ferm-ingarveislur, skíðaferðir eða sumar-bústaðaheimsóknir. Það er mikilvægt að þessum tilmælum sé fylgt til að létta álaginu af heilbrigðiskerfinu og öðrum inn- viðum. Við erum væntanlega að fara að sigla inn í erfiðustu daga þessa faraldurs sem hefur fyrir löngu sett allt okkar daglega líf úr skorðum. Stéttarfélög hafa brugðist við og dregið til baka úthlutanir í orlofshús sín um páskana og jafnvel lokað þeim þar til samkomubanni verður af létt. Fórn okkar sem stöndum ekki í framlínu heil- brigðiskerfisins er lítil. Höldum okkur heima og forðumst allt óþarfa samneyti við aðra en heimilisfólk. Samkomubannið og af leiðingar þess hafa dregið mjög skýrt fram hversu mikið við erum háð menningu og listum. Um páskana er tilvalið fyrir fjölskyldur að skrá sig í lestrarverkefnið Tími til að lesa sem Menntamálastofnun og mennta- og menningarmálaráðuneytið standa fyrir. Þar er markið sett hátt, setja á heimsmet í lestri í einum mánuði. Þegar þetta er skrifað hafa þátttakendur lesið í tæplega 1,4 milljón mínútur sem jafngildir tveimur árum og tæplega átta mánuðum betur. Þetta er frábær leið til að hvetja börn til lesturs. Börn sem lesa bækur sér til ánægju öðlast betri málskilning og þau búa yfir meiri orðaforða en börn sem lesa ekki. Niðurstöður úr lesskilnings- hluta PISA-rannsóknarinnar minna okkur á að hér er til mikils að vinna. Foreldrar geta líka skráð sinn lestur. Við megum ekki gleyma því hve fyrir- myndir eru mikilvægar fyrir lesendur og rithöf- unda framtíðarinnar. Þá hefur tónlistarfólk verið duglegt að nýta tæknina við að streyma lifandi tónlist. Sumir halda stofutónleika heima hjá sér en aðrir troða upp á tómum tónleikastöðum. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður, sem er ómissandi þáttur í páskum margra landsmanna, mun meira að segja fara fram á Ísafirði þótt engir verði gestirnir. Það er gaman að sjá hversu hugmyndaríkt listafólkið okkar er á þessum skrýtnu tímum. Við eigum að vera þakklát fyrir allt frábæra listafólkið sem auðgar líf okkar. Þegar þetta verður allt saman yfirstaðið skulum við muna eftir öllum þeim stundum sem við nýttum við lestur góðra bóka eða hlustuðum á tónlist. Við skulum líka muna eftir öllum kvikmyndunum, þáttunum og leikhúsperlunum sem við horfðum á og allri listinni sem er í kringum okkur á hverjum degi. Heima um páskana 7 . A P R Í L 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.