Fréttablaðið - 07.04.2020, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.04.2020, Blaðsíða 12
Ingibjörg segist hafa átt erfitt með að festa sig í íþróttum sem barn þó hún hafi haft mjög gaman af þeim. Hún flakkaði á milli handbolta og fótbolta og fleiri íþrótta en taekwondo er eina íþróttin sem hún hefur ekki getað hætt í. „Ég fór á sumarnámskeið í taekwondo sex ára gömul og gjör- samlega festist. Það varð ekki aftur snúið eftir það,“ segir hún. Þjálfarinn hennar Ingibjargar, Sigursteinn Snorrason, hefur kennt taekwondo í yfir 25 ár og Ingibjörg segist eiga honum margt að þakka. Í dag aðstoðar hún hann við að þjálfa börn og fullorðna á ólíku getustigi. „Ég hef aðstoðað við þjálfum frá því ég var svona 10 ára. Taekwondo hefur verið hluti af lífi mínu eiginlega frá því ég man eftir mér. Ég veit eiginlega ekki hvar ég væri án taekwondo,“ segir Ingibjörg. „Íþróttin hentar mjög vel krökk- um sem finna sig ekki í venju- legum hópíþróttum af því þú ert bara að æfa á þínum forsendum. Ef þér tekst ekki eitthvað þá gerirðu það bara aftur þangað til þú nærð því. Þú skemmir ekki fyrir neinum öðrum ef þú nærð ekki einhverju. Þú ert bara að byggja þig upp sem einstakling en ekki í hópi. Þetta er þess vegna kannski persónulegri íþrótt en hópíþróttir af því þú færð þjálfun sem einstaklingur.“ En þrátt fyrir að íþróttin henti vel krökkum sem finna sig ekki í hópíþróttum segir Ingibjörg að krakkar sem æfa hópíþróttir hafi líka gaman af taekwondo þar sem þau fá að skína betur sem ein- staklingar. Styrkir börnin hvert og eitt Ingibjörg segir að Sigursteinn þjálfari leggi áherslu á að styrkja hvern og einn og hún hafi sannar- lega notið þess sem barn. „Hann er svo einlægur og persónulegur að við krakkarnir vorum farin að kalla hann pabba. Við vorum svo mikið hjá honum að æfa. Sigur- steinn hefur líka verið duglegur að fá fólk utan úr heimi til að kynna fyrir okkur nýjar hliðar á íþrótt- inni. Hann fær þjálfara frá öllum heimshornum til að kíkja á okkur en fer líka með nemendur út fyrir landið að hitta aðra kennara,“ segir hún. „Ég átti til dæmis að fara til Kóreu í dag. Við ætluðum að heimsækja einhverja háskóla. En það varð að hætta við það út af ástandinu.“ En þrátt fyrir ástandið er Ingi- björg samt enn að æfa og þjálfa á fullu. „Það er alveg búið að loka stöðinni. En Sigursteinn hefur haldið ótrúlega vel utan um allt. Hann tók upp vídeó af nem- endum og aðstoðarkennurum með æfingum sem hann setur á Facebook. Svo geta krakkarnir æft heima. Foreldrarnir eru rosalega ánægðir með það og hafa verið að senda okkur vídeó af krökkunum. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með þeim. Það eru gefin verðlaun fyrir frumlegustu æfingarnar eins og kannski að gera brú í eldhúsinu eða úti í snjónum eða eitthvað skemmtilegt.“ Hjálpar einhverfum börnum Ingibjörg segir taekwondo til dæmis hjálpa börnum sem hafa lent í einelti og einhverfum börnum. „Þau fá svo mikið pláss fyrir sig sjálf. Þau fá heilan fer- metra sem enginn má fara inn á. Krakkarnir fara á sinn kross sem við merkjum inn á dýnur á gólfinu og stilla sér upp þar. Við erum með sérhóp fyrir einhverf börn og þar fá þau enn meira pláss og við pössum að áreitið sé minna. Það er minni hávaði í þessum hópi. Við öskrum til dæmis ekki þegar við kýlum og það er lítil sem engin snerting í þessum tímum. Við höfum fengið að heyra margar sögur frá foreldrum sem segja okkur að krakkarnir þeirra hafi ekki fundið sig í neinum íþróttum fyrr en þau prófuðu þessa tíma.“ Krakkarnir sem Ingibjörg þjálfar eru alveg niður í þriggja ára gömul en þá byggist þjálfunin meira á leikjum og að hafa gaman. „Þá erum við kannski að gera jafn- vægisæfingar og sparka í púða og eitthvað þannig. Svo þegar krakk- arnir eru aðeins eldri fara þau að detta inn í keppnisflokkinn sem æfir stíft tvo tíma þrisvar í viku. En samhliða keppnisflokkum eru líka venjulegir f lokkar fyrir þau sem vilja ekkert endilega keppa en hafa bara gaman af íþróttinni. Svona eins og ég. Ég keppti þegar ég var yngri en núna er ég bara að æfa. Við erum líka með fullorðinsflokk og þar er fólk alveg upp í fertugt, fimmtugt. Mamma mín byrjaði til dæmis að æfa núna í vetur og henni finnst það geggjað,“ segir Ingibjörg hlæjandi. Draumurinn hjá Ingibjörgu er að verða þjálfari í fullu starfi. „En þangað til ég verð tilbúin til þess þá aðstoða ég Sigurstein, og mér finnst það alveg rosalega skemmtilegt.“ Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Ingibjörg hefur æft taekwondo frá barnæsku og draumurinn er að verða þjálfari í fullu starfi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Taekwondo hentar fyrir börn og fullorðna burtséð frá getustigi. Taekwondo er gömul bardagaíþrótt frá Kóreu. MYND/SVEINN SPEIGHT Íþróttin hentar mjög vel krökkum sem finna sig ekki í venjulegum hópíþrótt- um því þú ert bara að æfa á þínum forsendum. Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 7 . A P R Í L 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.