Feykir


Feykir - 08.02.2017, Síða 8

Feykir - 08.02.2017, Síða 8
Mæltist vel fyrir hjá fulltrúum danskra fyrirtækja Fulltrúar Protis í föruneyti forsetans í Danmörku Dagskráin sem þær Íris og Laufey tóku þátt í fólst m.a. í málstofu hjá Dansk Industri sem bar heitið Innovatin, Sustainability and Food Pro- duction. Þar var lögð áhersla á nýsköpun í íslenskum sjávar- útvegi. Fulltrúar íslensku fyrir- tækjanna Marel, Kerecis og Codland voru einnig með í för. „Kynningin á fyrirtækinu mæltist vel fyrir hjá fulltrúum danskra fyrirtækja sem sóttu málstofuna hjá Dansk Industri og vöktu vörurnar og vísindin að baki þeim mikla athygli. Hafa þónokkur fyrirtæki þegar haft samband með frekara samstarf í huga,“ segir Laufey. Friðrik, krónprins Dana, og Guðni forseti voru viðstaddir málstofuna og hélt Guðni stutta opnunartölu. Aðrir sem töluðu á fundinum voru Karsten Dybvad CEO hjá Dansk Industri, Jón Ásbergsson, fram- kvæmdastjóri Íslandsstofu, og Jóhann Sigurjónsson frá Utan- ríkisráðuneytinu. Fundurinn var vel sóttur af fulltrúum danskra fyrirtækja. Að sögn Laufeyjar er mikill uppgangur hjá sprotafyrirtækjum tengdum íslenskum sjávarútvegi og þar eru ótal tækifæri enn ónýtt. „Með tengingu vísinda, ný- sköpunar og líftækni við þessa rótgrónu íslensku atvinnugrein, sem hefur sterkar rætur á landsbyggðinni, má auka verð- mæti afurðanna, skapa atvinnu fyrir menntað fólk og skapa aukna þekkingu í byggðarlög- unum. Þær vörur sem verða til við slíkar aðstæður eru þekktar fyrir hreinleika hafsins og sjálfbærni.“ Í tengslum við dagskrána sóttu þær Íris og Laufey einnig kvöldboð forsetans á Nord- atlantens brygge og boð sendi- herrans, Benedikts Jóhannes- sonar, í Svarta Demantinum, þar sem þjóðargjöfin var afhent Dönum. Um er að ræða sjö hundruð eintök af nýrri útgáfu Íslendingasagna og var Kaup- félag Skagfirðinga eitt þeirra fyrirtækja sem stóðu að gjöf- inni. Þá tóku þær stöllur þátt í hádegisverðarboði forsætisráð- herra Dana í Christiansborgar- kastala. „Það var óneitanlega mikil áskorun fyrir okkur sveita- stelpurnar að vera allt í einu komnar í þessar skrítnu að- stæður, að vera í boðum með konungbornu fólki og öðrum fyrirmennum. Það sem gerði þetta hins vegar auðveldara var hvað skemmtilegt er að tala um fyrirtækið okkar, vörurnar sem við framleiðum og grunngildin í starfseminni. Það vakti mikla athygli að við kæmum úr svona litlu samfélagi á norðanverðu Íslandi þar sem aðeins um 4.000 manns búa. Til saman- burðar var Marel einnig þarna að kynna sína starfsemi en hjá því fyrirtæki vinna um 4.700 manns,“ segir Laufey, aðspurð um sína upplifun af heim- sókninni. Að lokum segir Laufey að framtíðin hjá Protis sé mjög björt. „Framkvæmdastjórinn okkar, hún Hólmfríður Sveins- dóttir, fékk, í sömu viku og heimsóknin var, afhent Hvatn- ingarverðlaun FKA, sem er mikill heiður fyrir hana og hennar starf. Vörurnar okkar seljast mjög vel og viðtökurnar hafa verið frábærar. Okkur berast reglulega reynslusögur víðsvegar af landinu þar sem fólk dásamar heilsubætandi áhrif þeirra. Það er í raun það sem skiptir okkur mestu máli, að þeir sem kaupa vörurnar finni áhrif þeirra, að Amínó fiskprótín vörurnar bæti heilsu og hreyfanleika þeirra sem nota þær. Við erum því bara rétt að byrja.“ Guðni, Eliza, Laufey og Íris. Herramennirnir tveir lengst til vinstri óþekktir. Íris í kynningarbás Protis. Laufey og Íris ásamt Guðna og Guðnýju Káradóttur frá Íslandsstofu. Skagfirska líftæknifyrirtækinu Protis var boðið að taka þátt í fyrstu opinberu heimsókn Forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessonar, til Danmerkur á dögunum. Það voru þær Laufey Skúladóttir, markaðs- og sölustjóri FISK Seafood, og Íris Björk Marteinsdóttir, sölu- og gæðastjóri Protis, sem fóru sem fulltrúar fyrirtækisins. Var þeim boðið að taka þátt í dagskrá tengdri heimsókninni. „Það er mikill heiður fyrir Protis að vera boðið að taka þátt í stórum viðburði af þessu tagi og viðurkenning á starfinu sem unnið er hérna á Sauðárkróki,“ sagði Laufey í samtalið við Feyki í vikunni. SAMANTEKT Kristín Sigurrós Einarsdóttir Rúnar Kristjánsson yrkir um Frosta og Neista en þeir voru í 4. tölublaði Feykis Ómetanleg sviðsmynd úr Hallárdal Í dalnum þótti forðum fátt til farsældar og kosta. En síðar gat þar sviðið átt samtal Neista og Frosta! Og þótt það færi fráleitt hátt með ferli vinarkosta, þá vantaði ekki sæld og sátt í samtal Neista og Frosta! Því hlaut að örva hjartaslátt og hlýju bestu kosta, og senda báðum sinni kátt, samtal Neista og Frosta! Og saga dalsins sú fær þrátt nú sannað mál til kosta. Því þar gat sviðið sæla átt samtal Neista og Frosta! 8 06/2017

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.