Feykir


Feykir - 08.02.2017, Qupperneq 10

Feykir - 08.02.2017, Qupperneq 10
Búið er að ráða Fríðu Eyjólfsdóttur í stöðu blaðamanns Feykis sem auglýst var laus til umsóknar fyrir skömmu. Alls sóttu níu manns um stöðuna, þrír karlmenn og sex konur. Fríða er grunnskóla- kennari að mennt og hefur starfað sem kennari við Grunnskólann austan Vatna á Hofsósi í mörg ár en frá síðastliðnu hausti hefur hún verið í leyfi frá kennslu og unnið í Sundlauginni á Hofsósi. Fríða er búsett á Hofsósi, Handgerðar jólagjafir Oddný Árdal á Sauðárkróki gefur lesendum innsýn í hannyrðir sínar að þessu sinni. Hún segist vera meira í hekli og útsaumi en er þó þessa dagana að prjóna barnakápu eftir uppskrift sem hún sá í Facebook- hópnum Handóðir prjónarar. Hverju ertu að vinna að um þessar mundir? Ég er nú ekki mikil prjóna-kona þótt ég kunni það alveg. Ég er meira í hekli og útsaum. Aldrei þessu vant er ég nú samt með prjónaverkefni sem ég er nýbyrjuð á. Barna- kápa fyrir litlu stelpuna mína. Ég ákvað að gera hana nógu stóra svo ég hefði góðan tíma til að gera hana því ég er mjög dugleg við að byrja á prjóna- verkefni og gefast svo bara upp . Ég vinn bara eitt verkefni í einu því ef ég byrja á fleiri en einu þá mun ég bara ekkert komast yfir allt sem ég ætla mér. Svo ef ég er byrjuð á einhverju og gefst ekki upp þá held ég áfram með það verkefni þar til það klárast og byrja svo á næsta. Hvernig fékkstu hugmyndina? Hug- myndin að kápugerðinni kom af „Handóðir prjónarar“ grúppunni á Facebook. Þar setti höfundur kápunnar upplýsingar um hvar hægt væri að kaupa uppskrift og ég kolféll fyrir kápunni. Í uppskriftinni er kápan hvít en ég ætla að hafa kápuna sem ég er að prjóna dimmbláa svo það verður spennandi að sjá hvernig hún kemur út. Hvaða handverk sem þú hefur gert ert þú ánægðust með? Ég á nokkur hand- verk sem ég er ánægð með en það eru tvö sem ég er ánægðust með. Þau eru skírnarkjóll sem ég heklaði þegar ég var ólétt af eldra barninu mínu og 12-14 manna harðangurs- og klaust- ursdúkur. Börnin mín fengu t.d. handgerðar jólagjafir frá okkur foreldrunum í ár, ég heklaði fyrir þau fígúrur og þótti mér mjög gaman að sjá hvað þau voru ánægð svo þau verk, er ég líka mjög ánægð með þau. Hve lengi hefur þú stundað hann- yrðir? Mér hefur alltaf þótt gaman að handavinnu og man ekki eftir mér öðruvísi en að föndra eitthvað með höndunum. Svo lærði ég enn meira þegar ég stundaði nám í Hússtjórnar- skóla Reykjavíkur á vorönn 2009. Þar fengum við t.d. að prófa okkur áfram í vefnaði og þótti mér það mjög skemmtilegt. Svo fer ég svona að huga að næstu jólagjöfum fyrir fjölskyldu og vini sem verður handavinna þetta árið. Ég vil að lokum þakka fyrir mig og skora á Söndru Halldórsdóttur. ( HVAÐ ERTU MEÐ Á PRJÓNUNUM ) kristin@feykir.is Oddný Árdal / á Sauðárkróki Barnapeysur eftir Oddnýju. Harðangurs- og klaustursdúkurinn. Nýr blaðamaður Feykis Fríða Eyjólfsdóttir tekur við af Kristínu Hekluð brúða. gift Árna Bjarkasyni og eiga þau tvær dætur. Fríða tekur við starf- inu af Kristínu Sigurrós Einarsdóttur sem starfað hefur á Feyki frá 20. apríl 2013 en mun senn snúa sér að öðrum hlutum. Feykir býður Fríðu vel- komna til starfa og þakkar Kristínu fyrir gott og farsælt samstarf og óskar henni velfarn- aðar á nýjum slóðum./PF Stína og Fríða. MYND: PF 10 06/2017

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.