Feykir


Feykir - 22.02.2017, Blaðsíða 2

Feykir - 22.02.2017, Blaðsíða 2
Mikilvægt að íbúum verði gefinn kostur á að búa í eigin íbúð Sambýlið á Blönduós Færðar hafa verið fréttir af því að vistmenn á sambýlinu á Blönduósi hafi verið beittir þvingun og nauðung af starfsfólki sambýlisins en réttindagæslumaður fatlaðra á Norðurlandi lét starfsmenn réttindavaktarinnar vita af ástandinu. Þetta kemur fram í úrskurði sérfræðiteymis velferðarráðuneytisins frá seinasta ári. Sveitarfélagið Skagafjörður tók við ábyrgð á þjónustu við fatlað fólk í Húnavatnssýslum í ársbyrjun 2016 og var það gert með samningi allra sjö sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra um sameiginlegt þjónustusvæði um þjónustu við fatlað fólk. Samkvæmt lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk er öll beiting nauðungar í sam- skiptum við fatlað fólk bönnuð nema veitt hafi verið undanþága eða um neyðartilvik sé að ræða. Að sögn Grétu Sjafnar Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra málefna fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra, er nauðung, samkvæmt lögum, athöfn sem skerðir sjálfsákvörðunarrétt einstaklings og fer fram gegn vilja hans. Þetta geti verið líkamleg valdbeiting, til dæmis í því skyni að koma í veg fyrir að fatlaður einstaklingur skaði sjálfan sig eða aðra, valdi stórfelldu tjóni á eigum sínum eða annarra eða þá að húsnæði sem tilheyrir fötluðum einstaklingi sé læst. Á Blönduósi er um svokallað herbergjasam- býli að ræða þar sem einkarými takmarkast við 19 m2 herbergi hvers íbúa, annað rými er sam- eiginlegt. „Samkvæmt gildandi stefnumörkun löggjafans í þessum málaflokki er gert ráð fyrir því að heimilisumgjörð fatlaðs fólks uppfylli viðmið um einkarými og búseta í herbergja- sambýlum verði lögð niður í áföngum,“ segir Gréta. Hún segir að markmið sveitarfélaga á Norðurlandi vestra í búsetuþjónustu sé að fatlað fólk eigi þess kost að búa í íbúðum með bað- herbergi, eldhúsi, stofu og svefnherbergi, svipað og er hjá öðrum þjóðfélagsþegnum og tekið verði tillit til staðsetningar út frá íbúðarhverfum og hönnunar með tilliti til aðgengis. „Sveitarfélagið, í samstarfi við húseiganda, er að meta hvaða kostir eru í stöðunni; breyta núver- andi húsi og byggja við eða fara allt aðrar leiðir. Þar liggur allt undir,“ segir Gréta Sjöfn. /PF Mikið hefur verið rætt um hlýnun jarðar undanfarið, bæði hér á Fróni sem og á jarðarkringlunni allri enda staðreynd að meðalhitinn hefur hækkað jafnt og þétt frá því að mælingar hófust. Við kvörtum ekki hér í norðrinu yfir örlitlu hlýrra loftslagi. En málið er alvarlegt þegar heimurinn allur er undir og framtíðarspársem vísinda- menn hafa borið á borð fyrir okkur ekki glæsilegar. Það er vitað að hitastig hefur verið sveiflukennt hér á landi í milljónir ára. Á Vísindavefnum segir að talið sé að fyrir sex þúsund árum hafi nær allir jöklar frá síðasta kuldaskeiði verið horfnir af Íslandi og í meira en þúsund ár hafi verið 2-3 gráðum hlýrra en nú er. Þá hafi birki breiðst yfir stóran hluta landsins. Fyrir um tvö þúsund og fimm hundruð árum síðan tóku jöklar að myndast á ný sem loks urðu að þeim jöklum sem við þekkjum nú. Í kjölfarið lét birkikjarr undan síga á láglendi og heiðum en mýrlendi stækkaði. Á Litlu ísöldinni, sem stóð frá 1450 til 1900, uxu jöklarnir enn frekar og sem dæmi náði Breiðamerkurjökull næstum í sjó fram árið 1890. En hví skyldi ég vera að fjasa um það sem ég hef ekkert vit á? Það var frétt á RÚV sem vakti athygli mína á því að endurheimt votlendis, sem er ein þeirra leiða sem talin er geta nýst til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, sé ekki nægilega rannsökuð að mati Þrastar Eysteinssonar skógræktarstjóra. Hann segir blautar mýrar losi líka gróðurhúsalofttegundir og sums staðar sé mögulega enginn loftslagsávinningur af því að fylla upp í skurði til að endurheimta votlendi. Þá var fjallað um það í einhverjum sjónvarpsþætti að allur sá fjöldi nautgripa sem lifir á jörðinni losi svo gríðarlegt magn gróðurhúsalofttegunda að maður gapir af undrun. Kannski verður það svo að blessaðri kúnni verði kennt um hlýnun jarðar. Er nema von að fólk sé ringlað í þessum fræðum. En nú spyr ég eins og sá sem ekkert veit, enda veit ég ekkert um þetta: Hvaða hitastig er ásættanlegt sem besti meðalhitinn í heiminum? Páll Friðriksson LEIÐARI Hlýnandi veröld Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdótti, kristin@feykir.is & 867 3164 Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Kynningarfundir á Skaga- strönd og Hvammstanga Arctic Coastline Route Þriðjudaginn 28. febrúar er boðið til kynningarfundar um ferðamannaveginn "Arctic Coastline Route". Fulltrúar ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu og annað áhugafólk er hvatt til að mæta á fundinn. Ferðamannavegurinn liggur að mestu meðfram strandlengju Norðurlands og er tilgangurinn að þróa nýtt aðdráttarafl fyrir norðurhluta Íslands. Verkefnið hófst árið 2016 og er tilgangur fundarins að gefa innsýn inn í markmið, áherslur og fyrstu skref. Tækifæri gefst til um- Þá er sjómannadeilunni loks lokið og flotinn haldinn til hafs á ný. Tölur vikunnar eru lágar, sem von er, 46 tonn á Skagaströnd tæp fjögur á Sauðárkróki og þrjú og hálft á Hofsósi. Í síðustu viku birtum við mynd af skipi sem lá í Sauðárkrókshöfn og var það titlað sem norski togarinn Silver Bergen. Myndin mun hins vegar hafa verið af norska loðnuskipinu Endre Dyroy. Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum. Á meðfylgjandi mynd má hins vegar sjá rétta mynd af norska flutningaskipinu Silver Aflatölur 12.–18. febrúar 2017 á Norðurlandi vestra Skipin komin á miðin SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Fengsæll HU 56 Landb.lína 3.321 Jenný HU 40 Handfæri 1.777 Sæfari HU 212 Landb.lína 3.107 Alls á Skagaströnd 46.158 SAUÐÁRKRÓKUR Kristín SK 77 Handfæri 2.072 Már SK 90 Handfæri 348 Vinur SK 22 Handfæri 1.383 Alls á Sauðárkróki 3.803 HOFSÓS Ásmundur SK 123 Landb. lína 1.695 Skáley SK 32 Landb.lína 4.845 Alls á Hofsósi 6.540 SKAGASTRÖND Alda HU 112 Landb. lína 9.763 Auður HU 94 Landb. lína 4.210 Bergur sterki HU 17 Landb. lína 4.939 Dagrún HU 121 Þorskfisknet 13.147 Dísa HU 91 Landb. lína 5.894 Bergen sem kom með tæp 700 tonn af rækju fyrir Dögun á Sauðárkróki í síðustu viku. Myndina tók Páll Friðriksson. /FE Kjörbúðin opnar Samkaup Úrval á Skagaströnd Að undangenginni mikilli vinnu og framkvæmd kannana verður Samkaups verslunum víða um land breytt á komandi mánuð- um og munu mynda nýja keðju sem heitir Kjörbúðin. Meðal þeirra er Samkaup Úrval á Skagaströnd sem opnaði sl. föstudag. Lágt verð alla daga er loforð sem Kjörbúðin gefur neyt- endum en allar helstu nauðsynjar til heimilisins verða í boði á hagstæðu verði. Kjörbúðinni er ætlað að þjónusta bæjarbúa með því að bjóða gott úrval, lágt verð og ferskar vörur. /PF ræðna og áhrifa á verkefnið og er m.a. leitað hugmynda um endanlegt nafn leiðarinnar. Verkefnastjóri Arctic Coastline Route er Christiane Stadler. Mun hún kynna verkefnið og fer fundurinn fram á ensku. Fundarstaðir: Skagaströnd kl. 13-14:30 - Kaupfélagshúsið (Einbúastíg 2) og Hvamms- tangi kl. 16:30-18 – Selasetrið. /FE 2 08/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.