Feykir - 22.02.2017, Blaðsíða 11
bætið svo sósuþykkni við og takið
pottinn af hita. Sósan er þá tilbúin.
RÉTTUR 2
Satey kjúklingasalat
2 kúklingabringur, stórar
½ pakki kúskús með
sólþurrkuðum tómötum
1 dós Satey sósa (Blue dragon)
250 gr ferskt spínat
1 avokado, skorið í bita
200 gr kirsuberjatómatar,
skornir í bita
100 gr salthnetur
½ - 1 krukka fetaostur í kryddolíu
sjávarsalt og grófmalaður pipar
Aðferð: Kúskús er eldað samkvæmt
leiðbeiningum á pakka. Skerið
kjúklingabringurnar í bita og
steikið á pönnu með sjávarsalti og
pipar. Hellið síðan Satay sósunni
saman við og látið malla í smá
stund. Setjið spínat í botninn á
eldföstu móti og smyrjið síðan
kúskúsi yfir spínatið. Hellið þá
kjúklingnum og sósunni yfir
kúskúsið og dreifið avokadoinu,
tómötunum, hnetunum og fetaost-
inum yfir. Réttinn er hægt að bera
fram hvort heldur sem er heitan eða
kaldan.
RÉTTUR 3
Túnfisksalat
1 ds túnfiskur í vatni
½ ds sýrður rjómi
½ ds kotasæla
½ paprika
½ avokado
½ rauðlaukur
1 tsk sjávarsalt
1 tsk laukduft
grófmalaður pipar á hnífsoddi
Aðferð: Byrjið á því að skera allt
grænmeti í litla bita. Blandið
sýrðum rjóma og kotasælu saman í
skál. Hellið vatninu af túnfiskinum
og bætið honum út í. Bætið öllu
grænmeti við og hrærið saman.
Kryddið og borðið með hrökk-
brauði eða kexi án nokkurs
samviskubits :) Einnig er gott að
nýta salatið í samlokur.
Njótið vel! Ingvar og Margrét
skora á tengdaforeldra Margrétar,
Sigfríði og Guðjón, að taka við
keflinu.
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU: Hulda, Harpa, Æsa og Heiður.
Sudoku
FEYKIFÍN AFÞREYING
Krossgáta
Vísnagátur Sigurðar Varðar
Vilja hafa hana falda.
Höfð er til að leika á.
Sumir alltaf erjum valda.
Ærin tign, sem veita má.
Feykir spyr...
Fékkstu
blóm á
konudaginn?
Spurt á Facebook
UMSJÓN palli@feykir.is
„Já, ég fékk fallegan vönd,
pakka og kræsingar
– get ekki kvartað.“
Steinunn Gunnsteinsdóttir
Finna skal kvenmannsnafn
úr hverri línu.
Svör neðst á síðunni.
Ótrúlegt en kannski satt...
Skrímslin á Íslandi eru yfirleitt stórar skepnur, óþekktar dýrateg-
undir sem hafast við í vötnum og sjó við Ísland. Skeljaskrímslin eru
t.d. stór og klunnaleg og í þeim heyrist skeljaglamur, fjörulallinn er
frár á fæti og algengur um land allt og hafmenn eru hættulegar
mannætur. Ótrúlegt, en kannski satt, þá mega skrímsli ekki koma
til Urbana í Illinois í Bandaríkjunum.
Kjúklingasalat, pipar-
sósa og túnfisksalat
án samviskubits
MATGÆÐINGAR VIKUNNAR
UMSJÓN frida@feykir.is
„Vinsælustu réttirnir á okkar
heimili eru mjög einfaldir og
ódýrir, það er sennilega það
besta við þá. Fyrsta uppskriftin er piparsósa, sem er alltaf gott að
eiga til staðar. Þetta er sennilega uppáhaldssósan okkar heima
vegna þess hve auðvelt er að búa hana til og hversu góð hún er.
Svo ætlum við að gefa ykkur uppskrift af mjög hollu túnfisksalati
sem er búið að sigra heimilið, öllum finnst þetta gott og það er
virkilega einfalt að búa til. Okkur finnst best að bera túnfisksalatið
fram með hrökkkexi eða bara venjulegu Ritzkexi. Þetta salat er líka
mjög fínt í túnfisksamloku.
Og ef við ættum að velja uppáhalds aðalrétt þá væri það senni-
lega heitt kjúklingasalat sem Margrét eldar af og til, nokkurn veginn
spariréttur því hann er svo góður. Við eigum tvö börn og þau eru
mjög hrifin af þessum rétti og það sem mér finnst best er að þau eru
að borða mjög hollan mat,“ segir Ingvar.
Ingvar Óli Ólafsson og Margrét Eik Guðjónsdóttir á
Hvammstanga eru matgæðingar vikunnar
Tilvitnun vikunnar
Það er bara þrennt sem konur þarfnast í lífinu;
matur, vatn og gullhamrar – Chris Rock
RÉTTUR 1
Piparsósa
Hálfur laukur, saxaður í litla bita
2 sneiðar beikon, sneitt í bita
2 dl rauðvín
1 grein af blóðbergi
1 grein af rósmarin
1 tsk svört piparkorn, brotin niður
(eða grófmalaður pipar)
500 ml vatn (eftir smekk
og styrkleika)
1 tsk kjúklingakraftur
1 tsk nautakraftur
½ tsk sjávarsalt
sósulitur og sósuþykkni eftir smekk
Aðferð: Laukur, piparkorn og
beikon steikt upp úr olíu í heitum
potti í sirka 2 mínútur og þá er
rauðvíni bætt við, gott er að taka
pottinn af hita í smá stund til þess
að forðast mikla gufu af rauðvíninu.
Næst er blóðbergi og rósmarin
bætt við, látið malla í sirka 3-5
mínútur í viðbót eða þar til
rauðvínið rétt þekur botninn á
pottinum. Þá er vatninu bætt við,
svo kjúklinga- og nautakrafti,
sjávarsalti og sósulit. Gott er að
sigta sósuna á þessum tímapunkti í
annan pott, sjóðið í um 5 mín,
„Jà, fékk blóm,
er svo vel gift.“
Inga Dóra Ingimarsdóttir
„Nei ég fékk ekki blóm eða
nokkuð annað á konudaginn,
og hann fékk að gista í
skúrnum það kvöldið.“
Hrafnhildur Viðarsdóttir
Margrét Eik og Ingvar Óli. MYND ÚR EINKASAFNI
„Nei, engin blóm.“
Bjarney Björnsdóttir
08/2017 11