Feykir


Feykir - 22.02.2017, Blaðsíða 10

Feykir - 22.02.2017, Blaðsíða 10
Árshátíðin stendur alltaf fyrir sínu Opnir dagar í Blönduskóla Nemendur á yngsta stigi fengu kynningu á stafi Björgunar- félagsins Blöndu en nemendur fengu meðal annars ferð með snjóbíl félagsins, skoðuðu aðstöðu þess og fengu kynn- ingu á nauðsynlegum búnaði björgunarfélagsmanns. Nem- endur tóku þátt í fjölbreyttum tilraunum hjá brjálaða vísinda- manninum Erlu. Í jóga og púslsmiðju snerist allt um slökun og notalegheit í af- slöppuðu umhverfi sem gott var að geta leitað í þegar uppábrotið er mikið. Í leik- listarsmiðju kynntu nemendur sér stutt ævintýri og leikgerðu svo. Í Disneysmiðju skoðuðu nemendur Disneybækur, inni- hald og uppbyggingu þeirra. Þeir sömdu svo sögu í sam- einingu og myndskreyttu. Urðu þetta að hinum fallegustu myndabókum. Skemmtilegur endir á vikunni var að bjóða foreldrum/forráðamönnum að sjá afrakstur nemenda og var boðið upp á flottar veitingar. Krakkarnir á miðstigi bök- uðu, þæfðu, sungu, dönsuðu, tóku viðtöl, sögðu fréttir, lásu og fóru í jóga alla vikuna. Þeir fengu heimsókn frá Óla Ben. íþróttakennara og félaga í Björgunarfélaginu Blöndu og slökkviliðinu. Hann fræddi krakkana bæði um Björgunar- félagið og Brunavarnir A-Hún og slökkviliðið. Páll, ritstjóri Feykis, kom líka í heimsókn með fræðslu um Feyki. Á föstudeginum voru ekki lengur sömu verkefni og hina daga vikunnar, heldur var farið í íþróttahúsið og dansar æfðir fyrir árshátíðina. Svo var líka farið í vettvangsferð í Björg- unarfélagið og á slökkvistöðina. Í lok dags var sýning fyrir foreldra og ættingja þar sem þeir fengu að sjá hvað krakkarnir eru búnir að gera í þessari viku og auðvitað var boðið upp á ljúffengar heima- bakaðar súkkulaðibitakökur. Vika nemenda á unglinga- stigi snerist að miklu leyti um undirbúning fyrir árshátíð þeirra sem fram fór á föstu- dagskvöld. Þeir litu þó upp frá þeim æfingum og dönsuðu, unnu fjölbreytt verkefni í Kristjana Diljá, sigurvegari í Blönduvision. MYNDIR: BLÖNDUSKÓLI Það var mikið um að vera í Blönduskóla í síðustu viku en þar voru opnir dagar alla vikuna. tengslum við rafmagn, um himingeiminn, um risaeðlur og tengsl tónlistar og samfélags- fræði. Þá gáfu nokkrir nem- endur aflögðum hlutum fram- haldslíf með því að endurnýta þá og bjuggu til pennaveski, púða og alls kyns buddur. Á föstudagskvöld var svo hin árlega árshátíð Blöndu- skóla. Þar var sýnt leikritið Af unglingum og fleira fólki í leikstjórn Jófríðar Jónsdóttur. Að venju var glæsilegt köku- hlaðborð og hin heimsfræga Blönduvision söngvarakeppni. Átta nemendur spreyttu sig á sex lögum og var það Kristjana Diljá, nemandi í 10. bekk, sem sigraði. Að lokum var svo dansað fram á nótt. Þessi vika var mjög skemmtileg, verkefnin fjöl- breytt og lærdómsrík og gaman að sjá hversu vel sýningar nemenda voru sóttar. Árshá- tíðin stendur alltaf fyrir sínu og er hluti af föstum hefðum í samfélaginu sem íbúar eru duglegir að sækja. UMSJÓN Berglind Björnsdóttir Sérfræðikomur í mars 2017 6.OG 7. MARS Haraldur Hauksson almennur skurðlæknir 13. TIL 16. MARS Bjarki S. Karlsson bæklunarlæknir – lausir tímar 15. og 16. mars 27. OG 28. MARS Sigurður Albertsson almennur skurðlæknir 23. OG 24. FEBRÚAR Orri Ingþórsson kvensjúkdómalæknir – lausir tímar 24. febrúar Tímapantanir í síma 455 4022. www.hsn.is ATH! 10 08/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.