Feykir


Feykir - 01.03.2017, Blaðsíða 4

Feykir - 01.03.2017, Blaðsíða 4
Þjónustukönnun HSN á Sauðárkróki Mikilvægt að fá þátttöku sem flestra Eins og þeir sem átt hafa leið á Sjúkrahúsið á Sauðárkróki nýverið hafa kannski tekið eftir hefur þar verið komið fyrir standi við útganginn sem hefur að geyma tölvuskjá með þjónustukönnun sem nýlega var hleypt af stokkunum. Guðrún Jóhannsdóttir yfirhjúkrunar- fræðingur sagði blaðamanni frá tilurð og tilgangi þessa. Könnun þessi er gerð að undirlagi landlæknisembættisins og er ætlunin að skoða hvort þetta fyrirkomulag, sem á rætur að rekja til Svíþjóðar, henti hér á landi. Um er að ræða tilraunaverkefni í eitt ár og í því skyni voru tvær heilsu- gæslur, á Sauðárkróki og í Grafarvogi, svo og ein deild á Landspítala Háskóla- sjúkrahúsi og ein á Sjúkrahúsinu á Akureyri valdar til að taka þátt í verkefninu. Könnunin felur í sér nokkrar grunn- spurningar sem varða t.d. þjónustu, aðgengi og viðmót og er viðkomandi að auki boðið upp á að leggja sitt til málanna með það sem betur mætti fara. Könnunin er aðgengileg, á litlum skjá eða iPad þar sem fólk getur valið úr nokkrum svarmöguleikum. Því ætti ekki að taka nema örstutta stund að svara könnuninni, nema þá helst fyrir þá sem eru mjög óánægðir og þurfa því mest að tjá sig. Einnig gefst þeim sem það vilja möguleiki á að bjóða fram sitt framlag til að taka þátt í breytingunum og hefur þá landlæknir samband við viðkomandi og er því fundinn farvegur. Markmið þessa er að bæta þá þjónustu sem veitt er og til þess að svona könnun þjóni tilgangi sínum skiptir miklu máli að sem allra flestir af notendum þjónustunnar leggi sitt af mörkum og gefi sér tíma til að svara henni. Einnig er mikilvægt að það sé gert i sérhvert skipti sem viðkomandi þarf að heimsækja heilsugæsluna þar sem fólk getur verið að koma þangað í mismunandi erindagjörðum, viðtal í eitt skiptið, rannsókn það næsta o.s.frv. Einnig getur verið að sú þjónusta sem veitt er sé mismunandi frá heimsókn til heimsóknar. Í lok hverrar viku fær heilsugæslan Guðrún Jóhannsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur og Þorsteinn Þorsteinsson yfirlæknir við tækið. MYND: FE „Hlutirnir hafa einfaldlega aldrei verið unnir af kvenmanni“ Viðmælandi þáttarins þessa vikuna er Helga Sigurbjörnsdóttir, rafvirki í vinnuflokki Rarik á Sauðárkróki. Hún er fyrsti fastráðni kvenmaðurinn hjá Rarik í 70 ára sögu fyrirtækisins. Nafn: Helga Sigurbjörnsdóttir. Aldur: Fædd árið 1992 sem gerir mig þá 25 ára á þessu ári. Starf: Er lærð rafvirki og vinn núna í vinnuflokki Rarik á Sauðárkróki. Ég er fyrsti kven- maðurinn til að vera fastráðin í vinnuflokk hjá fyrirtækinu í 70 ára sögu fyrirtækisins. Stutt lýsing á starfinu: Gera við háspennulínur og almennt viðhald í kringum þær. Setja niður jarðspennistövar og háspennustrengi. Fara í útköll ef rafmagnsleysi kemur upp, eins og til dæmis í slæmum veðrum. Klifra upp í háspennu- línustaura við viðgerðir og viðhald. Hvað ert þú búin að vera lengi í þessu starfi? Ég byrjaði að vinna hjá Rarik í september 2016, áður var ég að vinna hjá Tengli þar sem að ég kláraði nemasamninginn minn. Gaman er frá því að segja að hjá Tengli var ég einnig fyrsta konan sem ráðin var sem rafvirki hjá fyrirtækinu. Hvers vegna fékkst þú áhuga á þessu starfi? Mér hefur alltaf þótt skemmtilegt að þurfa að vinna með höndunum og fékk áhuga á rafvirkjun eftir að ég skráði mig í skólann. Þá sá ég hvað þetta var fjölbreytt starf og býður upp á marga möguleika eftir að námi er lokið. Rafvirkinn er gráða út af fyrir sig, en svo er hægt að sérhæfa sig á svo mörgum sviðum og fjölbreytnin mikil, það er meðal annars það sem heillaði mig. Hver telur þú að sé ástæðan fyrir því að starfið er almennt talið „karlastarf“? Í mínum augum er þetta reyndar ekki karlastarf, heldur bara hvert annað starf. En ef maður ætti að reyna að finna ástæðu, þá er rafvirkjun í grunninn iðngrein og hafa iðngreinar alltaf verið taldar þessi týpísku „karlastörf“. Ef við horfum svo á starf mitt hjá Rarik þá er það í ofanálag áhættumikið starf. Ef við horf- um á þær starfsgreinar sem taldar eru áhættumiklar, svo sem vinna við háspennu, sjómennska og önnur vinna þar sem líkamlegir burðir skipta máli, þá er þvert á litið ekki mikið um kvenmenn í þeim störfum. Líkamlegir burðir, styrkur og þol spila stórt hlut- verk þarna. Var eitthvað sem kom þér sérstaklega á óvart við starfið? Hjá Rarik kom það mér á óvart hversu rólega maður verður að vinna til að vera viss um að engin mistök eigi sér stað. Það er svo mikið í húfi að maður má ekki gera neitt í fljótfærni. Er eitthvað við þetta starf sem gerir það að verkum að konur eigi erfitt með að vinna það? Stauravinnan kemur strax upp í hausinn á mér. Það að klifra upp í staur í aftaka veðri er ekkert grín, maður verður að fara að öllu með gát og hafa styrk til að bera. Þekkir þú/veist þú um margar konur sem vinna þetta starf? Nei, ég er eina konan sem vinnur í vinnuflokki innan Rarik eins og staðan er núna, vonandi er ég að ryðja brautina fyrir aðrar konur! Var erfitt að byrja í starfi þar sem meirihluti vinnufélaga var af öðru kyni? Nei það fannst mér ekki. Strákarnir tóku mér bara mjög vel enda er ég þrælvön að vinna með karl- mönnum. Finnst þér þú hafa mætt fordómum á vinnustað eða annars staðar vegna þess að þú ert kvenmaður? Alls ekki fordómum, frekar vantrausti sem byggist á því að hlutirnir hafa einfaldlega aldrei verið unnir af kvenmanni, en það kemur þá bara í minn hlut að sýna þeim að kona getur alveg gert þetta líka! Nokkur orð að lokum: Ég vil bara hvetja alla, bæði stelpur og stráka, til að fylgja sínum draumum um starf og aðallega sínum áhuga á starfi og ekki láta neinn segja þér hvað þig langar til að gera í lífinu. Þú átt að lifa lífinu fyrir þig en ekki einhvern annan. Helga röltir uppi í staur. MYND: DAVÍÐ MÁR ( #kvennastarf ) frida@feykir.is Helga Sigurbjörnsdóttir starfar hjá Rarik bráðabirgðaniðurstöður úr könnuninni. Eftir fyrstu vikuna höfðu aðeins 60 svarað, sem er ekki nema rétt um það bil sá fjöldi sem heimsækir heilsugæsluna á einum degi, þannig að lítið er hægt að byggja á því enn sem komið er. Eftir hvern mánuð kemur svo heildarúttekt þar sem svörin ættu að vera orðin það mörg að niðurstöðurnar séu orðnar marktækar. Þannig verður hægt að bregðast strax við þeim athugasemdum sem fram hafa komið og hefja úrbætur. Landlæknir er eftirlitsaðili með könn- uninni og kemur til með að fylgja því eftir að leitað sé úrbóta þar sem þörf er á. Guðrún getur þess að einn annmarki á könnuninni hafi strax komið í ljós en hann er sá að þrátt fyrir að boðið sé upp á val um nokkur tungumál vanti þar pólsku og rússnesku en margt fólk hér á svæðinu komi frá löndum þar sem þau mál eru töluð, eða í það minnsta lesin, af almenningi. Í lok apríl verður könnunin uppfærð og gefst þá tækifæri til að bæta úr þeim göllum sem komið hafa í ljós og er fólk eindregið hvatt til að koma með gagnlegar ábendingar þar að lútandi. Það er von þeirra sem að könnuninni standa að sem allra flestir taki þátt í henni og leggi þar með sitt af mörkum til að gera þjónustuna sem Heilsugæslan á Sauðárkróki býður upp á enn betri. UMFJÖLLUN Fríða Eyjólfsdóttir 4 09/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.