Feykir


Feykir - 01.03.2017, Blaðsíða 9

Feykir - 01.03.2017, Blaðsíða 9
 Heilir og sælir lesendur góðir. Gott að byrja að þessu sinni með vísu sem fædd er í Sagafirði. Höfundur Björn Runólfsson, áður bóndi á Hofsstöðum. Frá því fyrst mitt fjör var vakið og fór að stríða. Aleiga mín er andartakið sem er að líða. Kann ekki að segja til um höfund að næstu vísu en mig minnir að hún hafi orðið til í einhverjum pólitískum væringum. Gera vamm sig breiðan Björn á barndómsárum sínum, en er nú sparð í Gylfa görn gæt að orðum mínum. Sama má segja um þá næstu, ekki kann ég að nefna höfund að henni en við öllum blasir að hugmyndin er góð. Og snjöll hringhenda þar á ferð. Blómin fjúka burt frá mér byljir hnjúka særa. Vil ég mjúka meyjan þér millum strjúka læra. Allt annað er hægt að segja um næstu vísu, sem ég tel öruggt að sé eftir hin magnaða hagyrðing Jakob Pétursson frá Hranastöðum. Er á gleði orðin þurrð allt er þungt í vöfum, ævi minnar hallast hurð helst til fljótt að stöfum. Einhverju sinni er hinn landskunni hag- yrðingur, Egill Jónasson frá Húsavík, var á morgungöngu þar í bæ og mætti manni sem starfaði sem arkitekt. Bauð Egill góðan dag en sá lærði ansaði engu. Af því tilefni varð eftirfarandi vísa til: Enga fékk ég undirtekt á því mína skoðun byggði, að arkitekt með eftirtekt sé afar sjaldgæft fyrirbrigði. Miklir félagar voru þeir Egill og Karl Ísfeld, sem var kunnur hagyrðingur á sinni tíð. Þegar Karli datt í hug að gefa út eftir sig kvæði, þar sem alla upphafsstafi vantaði, orti Egill. Ísfeld er skáld, það er enginn vafi eignast þyrftum við fleiri slíka, en úr því hann sparar upphafsstafi ætt´ann að fækka hinum líka. Eitthvað munu þeir hafa verið kunnugir Egill og Ásgeir Jónsson frá Gottorp. Í tilefni af áttræðisafmæli Ásgeirs mun Egill hafa sent honum þessa vísu. Minnast vil ég merkisdags mæni á þínar slóðir. Þó ég hafi ei hóf né fax hneggja ég til þín bróðir. Annar snjall hagyrðingur var á Húsavík, Kristján Ólason, og mun hafa ort svo í vetrarbyrjun. Haustsins mál þig orkar á innsti sálarkjarni, Vísnaþáttur 683 eins og þrá og eftirsjá yfir dánu barni. Þegar Egill heyrði þessa vísu Kristjáns varð þessi til: Sólin lækkar hægt og hægt, hallast göngulína. Svona orðar veröld vægt vetrarboðun sína. Þegar bókin Hitabylgja eftir Baldur Óskarsson kom út með myndskreytingum eftir Engilbert orti Egill þessa. Hitabylgja hafði gert hunangsilm af töðunni. Svo var alveg engilbert ástandið í hlöðunni. Sá kunni rithöfundur og útvarpsmaður, Helgi Sæmundsson, lét einhverju sinni í útvarpsþætti þau orð falla að ekki væri nokkur Þingeyingur fyndinn nema þá helst Egill Jónasson. Helgi, sem mun hafa verið ættaður úr Flóanum, fékk stuttu síðar þessa kveðju: Stakk mig vafi heiðurshnýfli, hnúta sú er fjandi slæm, nýja mynd af Flóa-fífli finnur í mér Helgi Sæm. Hálfdán Bjarnason, sem kenndur var við Bjarghús, var á sinni tíð þekktur fyrir vel ortar hringhendur. Þessi mun eftir hann: Oft er vökult auga um nótt og á hrökum vörnin. Mínar stökur fæðast fljótt framhjátöku börnin. Önnur kemur hér eftir Hálfdán: Oft er dreymin innsta þrá af því gleymist skuggi. Stakan sveimar ofan á andans heimabruggi. Að lokum þessi laglega hringhenda Hálfdáns: Lofts í höllum geislar gljá glitrar trölla skalli. Táhrein mjöllin tindrar á túnum, völlum, fjalli. Sá kunni hagyrðingur, Hjálmar frá Hofi, er hógvær í næstu vísu. Ei mér fæðist óður nýr eins og stundum forðum, allar mínar ær og kýr anda halda í skorðum. Halldór H. Snæhólm sem mun hafa búið um skeið á Laxárdalnum hér í Austur-Hún., sem nú er allur kominn í eyði, mun einhverju sinni hafa ort svo um sveitunga sem þráði heitt að komast i sveitarstjórn. Bið lesendur að hugsa vísnamál og senda þættinum efni til birtingar. Enginn þokki eða trú að þér lokkar hylli. Þriggja flokka þú ert hjú þeirra brokkar milli. . Veriði þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is Ég þakka Ægi Finnssyni stórvini mínum fyrir áskorunina um pistlaskrif í þetta feikilega góða tímarit Feyki. Við félagarnir vorum duglegir að bralla ýmislegt saman á okkar yngri árum, sem hefði líklega þótt langsótt hefðum við alist upp á höfuðborgarsvæðinu. Ég er afar þakklátur fyrir að hafa alist upp í návígi við dreifbýlið, enda hefur það mótað mig og gert mig að þeim manni sem ég er í dag. Það kennir nefnilega ýmissa grasa í litlum landbúnaðar- og sjávarútvegsplássum, eins og Skagafirði, sem er svo langt frá 101 skipulaginu. Allir þekkja alla og þess vegna fylgist fólk sjálfkrafa meira með því sem er að gerast í kringum sig. Það er eins og fólk sé á einhvern hátt meðvitaðra um samfélagið sitt sem er jafnvel eðli lítilla samfélaga úti á landi. Íbúar þessara staða eru um leið meðvitaðri um styrkleika hvers og eins. Smæðin gerir það að verkum að hver og einn íbúi skiptir mun meira máli í því sem þeir taka sér fyrir hendur hverju sinni. Meðal annars í Lions- klúbbnum, íþróttafélaginu, nemendafélaginu, björg- unarsveitinni, stjórnmálunum, innan fyrirtækjanna og leikfélaga svo eitthvað sé nefnt. Þegar ég bjó á Hofsósi tóku allir þátt í öllu. Þá prófaði ég að æfa allar mögulegar íþróttir sem þar voru í boði, var virkur í starfi björgunarsveitarinnar og við sem vorum í grunn- skólanum vorum með atriði á öllum viðburðum sem fram fóru í Félagsheimilinu Höfðaborg. Hvort sem um var að ræða árshátíð skólans, íþróttafélagsins, eða Rakelarhátíðina. Fullorðna fólkið tók einnig þátt í öllu, en það sá t.d. sjálft um öll skemmtiatriðin á þorrablótinu. Hér á suðvesturhorninu er þetta meira og minna borið uppi af fagfólki. Ég veit ekki með ykkur, en ég efast stórlega um að hann faðir minn hefði verið kallaður til leiks hjá Leikfélagi Reykjavíkur á sínum tíma. En ég á ógleymanlegar minningar af því þegar ég fékk að fara með honum í Leikborg og Bifröst þegar hann var þátttakandi í leikfélaginu. Á þeim tíma sem börnin í dag eru í Skólaseli eða tómstundum vorum við vinirnir á flakki á milli vinnustaða foreldra okkar að kynnast atvinnulífinu, uppi á rusla- haugum að leita að efnivið í kassabíl eða kofasmíði, já eða bara heima að stofna fyrirtæki. Það að alast upp í litlu plássi eru forréttindi en allt framangreint hefur haft mikil áhrif á þau störf sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Frá því að ég hitti Bjössa Mikk úti á götu og spurði hvort hann vantaði ekki mann í lögguna og þangað til ég nýtti mér þá félagsmálareynslu sem ég hafði öðlast í Skagafirðinum og bauð mig fram til Alþingis. Það eru nefnilega mikil tækifæri í að hafa gengið í öll störf og alast upp í litlum þorpum úti á landi. Njótum þess samfélags sem við búum í hverju sinni og nýtum þau tækifæri sem það veitir okkur. - - - - - - Ég skora á Söru Björk Sigurgísladóttur að rita næsta pistil. Vilhjálmur Árnason, Sauðkrækingur, Hofsósingur og umfram allt Skagfirðingur Tækifærin í smæðinni ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN palli@feykir.is 09/2017 9

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.