Feykir


Feykir - 01.03.2017, Blaðsíða 1

Feykir - 01.03.2017, Blaðsíða 1
09 TBL 1. mars 2017 37. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra „ BLS. 6–8 BLS. 11 Spjallað við Helgu Sigur- björnsdóttur hjá Rarik #kvennastarf BLS. 4 Opnuviðtal við sr. Gísla Gunnarsson og Þuríði Kr. Þorbergsdóttur í Glaumbæ Okkur hefur liðið vel hér Matgæðingar vikunnar að þessu sinni eru þau Bryndís Bjarnadóttir og Ágúst Jónsson á Ytra-Skörðugili Eplakaka frá mömmu Steypustöð Skagafjarðar hefur fest kaup á mölunarfyrirtækinu Króksverki á Sauðárkróki af fyrirtækinu Ölni sem eignaðist það á síðasta ári. Pétur Bjarnason hjá Ölni sagði þá við Feyki að meginástæða kaupanna hafi verið malbikunarstöðin Norðurbik á Akureyri sem Króksverk átti hlut í og fylgir hún ekki með kaupunum nú. Að sögn bræðranna Friðriks og Ásmundar Pálmasona yfirtók Steypustöðin daglegan rekstur Króksverks sem áfram verður rekið undir sama nafni. „Okkur stóð þetta til boða og við ákváðum að slá til, teljum að það felist ákveðin tækifæri í þessari starfsemi. Einnig teljum við mikilvægt að starfsemin haldist á svæðinu,“ segja þeir bræður en starfssvæði fyrirtækisins spannar allt Norðurland vestra. Með í kaupunum fylgja verksamningar auk þess sem þeir sjá fram á aukin verkefni. Starfsmenn Króksverks eru sex og hefur þeim öllum verið boðin vinna áfram og munu þá bætast í hóp þeirra 15 sem fyrir eru á Steypustöðinni. /PF Vélar Króksverks að mala við Neðri-Mýrar. MYND: AF FACEBOOK-SÍÐU KRÓKSVERKS Steypustöðin eignast Króksverk „Mikilvægt að starfsemin haldist á svæðinu“ FISK Seafood á Sauðárkróki eignaðist í síðustu viku nýjan lyftara, knúinn rafgeymi sem þolir betur kulda en almennt gerist. Að sögn Arnar Kjartanssonar hjá Fisk er fyrirtækið það fyrsta á Íslandi sem tekur slíkan geymi í notkun en hann á að endast mun lengur þegar unnið er á fryst- unum, en rafgeymar eiga það til að dofna í miklu frosti. Kjartan S. Guðjónsson, sölu- og þjónustufulltrúi hjá Olís, segir að lyftarageymirinn, sem er af Tensor gerð, eigi að endast allt að 50% lengur við erfiðar aðstæður en eldri gerðir rafgeyma. „Þeir eru með miklu meira úthald og skila lengri vinnutíma. Við seld- um FISK Seafood svona geymi og Exide/GNB hleðslustöð í nýjan Linde 20 PL lyftara,“ segir Kjartan, ánægður með viðskiptin. /PF TENSOR lyftarageymir í fyrsta skipti á Íslandi Frostþolinn lyftari Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Velkomin til Pacta lögmanna & 440 7900 pacta@pacta.is BORGARTEIGI 5 550 SAUÐÁRKRÓKUR & 571 5455 / 899 5227 / 691 6227 Smurþjónusta – Dekkjaþjónusta – Bremsuviðgerðir Pústviðgerðir – Almenn bifreiðaþjónusta Nýttu þér netverslun Skoðaðu vöruúrvalið www.lyfja.is Nafnarnir Örn Kjartansson og Örn Guðjónsson takast í hendur við lyftarann góða. Með á myndinni er Arne Jensen frá dönsku Exide verksmiðjunni. MYND: PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.