Feykir


Feykir - 01.03.2017, Blaðsíða 2

Feykir - 01.03.2017, Blaðsíða 2
Smíði Gáskabáta gekk ekki upp Plastbátafélagið Mótun Fyrir skömmu afgreiddi byggðarráð Svf. Skagafjarðar beiðni frá stjórn plastbátafél- agsins Mótunar þar sem óskað var eftir því að sveitarfélagið legði fram aukið hlutafé í fyrir- tækið að upphæð 12.495.000 kr. Sveitarfélagið á 49% hlut í félaginu á móti Kaupfélagi Skagfirðinga (49%) og Skaga- fjarðarhraðlestinni (2%). Samþykkt var að hafna erindinu en ákvað ráðið hins vegar að veita því lán allt að 23 milljónum króna til að gera upp hlut sveitarfélagsins í skuldum félagsins á meðan verið væri að ganga frá sölu á eignum þess. Að sögn Stefáns Vagns Stef- ánssonar, formanns byggðar- ráðs, var plastbátafélagið Mótun stofnað í tíð síðustu sveitar- stjórnar. Markmiðið hafi verið að efla atvinnu á svæðinu, fá inn nýja iðngrein sem gæti stutt við nýstofnað plastnám við Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra og styrkt stoðir Skagafjarðar í trefjaiðnaði með það að markmiði að styðja við áform um uppbyggingu kol- trefja- eða basalttrefjaverk- smiðju á eða við Sauðárkók. „Nú er ljóst að áform um smíði Gáskabáta gekk ekki sem skyldi og erfitt var að fá mannskap til starfa hjá fyrir- tækinu sem leiddi til dráttar á smíðinni og að áætlanir félagsins gengu ekki eftir. Sú skuld sem um ræðir við KS er tilkomin að stærstum hluta vegna launa sem KS lagði út fyrir þegar fyrirtækið hafið ekki burði til þess og með þessu víkjandi láni er ætlunin að sveitarfélagið standi við skuldbindingar sínar gagnvart samstarfsaðila þess í félaginu,“ segir Stefán, aðspurður um tap- ið sem varð á rekstrinum. /PF Breytist í Kjörbúðina Samkaup Úrval á Blönduósi Samkaupsverslunum víða um land hefur verið breytt og munu þær mynda nýja keðju sem heitir Kjörbúðin. Meðal þeirra eru Samkaup Úrval á Skagaströnd og á Blönduósi. Fyrir helgi opnaði Kjör- búðin á Blönduósi en henni er ætlað að þjónusta bæjar- búa með því að bjóða gott úrval, lágt verð og ferskar vörur. Samkaup reka um 50 verslanir víðsvegar um landið og er eitt af stærstu verslunarfyrirtækjum á Ís- landi. „Lágt verð alla daga“ er loforð sem Kjörbúðin gefur neytendum en allar helstu nauðsynjar til heim- ilisins verða í boði á hag- stæðu verði. /PF Á sunnudaginn fór ég í bíó og sá stuttmyndina Rós sem efnilegur skagfirskur kvikmyndaskólanemi gerði sem lokaverkefni sitt í Kvikmyndaskóla Íslands á síðasta vori. Við hér á Feyki höfum verið að velta því fyrir okkur að undanförnu hvaða störf falli undir það að vera álitin „dæmigerð karlastörf “ og í fréttaumfjöllun fjölmiðla í lok vikunnar kom það í ljós að kvikmyndagerð er víst eitt þeirra, hvernig sem á því stendur. En skagfirski kvikmynda- gerðarmaðurinn okkar er nú reyndar ung kona og tókst henni, þrátt fyrir kynið, virkilega vel upp með myndina sína. Ég varð þess heiðurs að- njótandi að leika aukahlutverk í þessari mynd. Þó að það hafi ekki verið stórt sást ég þó alla vega, ólíkt því þegar ég lék „baksvip“ í Fálkum á sínum tíma! Já, vissulega var hlutverkið mitt lítið, örfáar sekúndur á hvíta tjaldinu,- en engu að síður tók stóran hluta úr degi að taka það upp. Þetta var stórskemmtileg og lærdómsrík reynsla sem svo sannarlega opnaði augu mín fyrir því hvílík þolinmæðisvinna kvikmyndagerð er. (En hver segir að þolinmæði sé bara á færi karla?) – Takk kærlega fyrir mig, Berglind Róbertsdóttir. Og meira um kvikmyndir. -Nú hafa þau Edda og Óskar ratað í hendur eigenda sinna, að minnsta kosti skulum við vona að svo sé og ekki komi til mikilla eftirmála eftir skandalinn í henni Ameríku. Ég get nú ekki sagt að ég hafi horft á Edduna með neinni sérstakri athygli enda ekki tilnefnd sem leikkona í aukahlutverki að þessu sinni, var þó afskaplega fegin að þar væri verið að spara og tvíeykin sem veita áttu verðlaunin skyldu þó alla vega vera látin veita tvenn verðlaun. Mér hefur nefnilega alltaf þótt hálfkjánalegt að sjá tvær manneskjur koma upp á svið til að opna eitt umslag og segja eitt nafn. Já, það er eitthvað ankannalegt við þessa afhendingu. En, - þetta er nú bara afþreying! En þó ég hafi bara horft á Edduna með öðru auganu voru bæði eyrun opin, ekki eins auðvelt að loka þeim, og mikið hræðilega sló litla íslenskukennarahjartað mitt oft feilhögg við að heyra til þeirra sem þar komu í ræðupúlt. Góðar stundir. Fríða Eyjólfsdóttir blaðamaður LEIÐARI Kvikmyndaþankar Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdótti, kristin@feykir.is & 867 3164 Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Fær ekki niðurfellingu fasteignagjalda Gamla kirkjan Blönduósi Óskað hefur verið eftir því að Blönduósbær komi til móts við aðstandendur gömlu kirkjunnar, sem lagt hafa mikið af mörkum undanfarin ár við endurnýjun og viðhald hennar, með því að fella niður fasteignagjöldin næstu fimm árin. Byggðaráð tók málið fyrir í síðustu viku og var ákveðið að hafna erindinu þar sem umsækjandi ætlar að hefja atvinnurekstur í viðkomandi fasteign. Á sama fundi var tekin fyrir umsögn um leyfi til að reka gististað í flokki I í Gömlu kirkjunni að beiðni sýslumannsins á Norðurlandi vestra. Veitti byggðaráðið jákvæða umsögn fyrir sitt leyti. /PF Bæði Málmeyjan og Klakkurinn hafa landað á Sauðárkróki eftir að verkfalli sjómanna lauk og hófst vinnsla í Fiskiðjunni strax í byrjun vikunnar. Á Sauðárkróki bárust tæp 21 tonn á land, 18 tonn á Skagaströnd og 4 tonn á Hvammstanga. Alls gera þetta u.þ.b. 233 tonn á Norðurlandi vestra. Meðfylgjandi mynd tók Páll Friðriksson af Gammi SK 12 í Sauðárkrókshöfn á sunnu- daginn. /FE Aflatölur 19.–25. febrúar 2017 á Norðurlandi vestra Aflatölur á uppleið SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Jenný HU 40 Handfæri 249 Sæfari HU 212 Landb. lína 4.034 Alls á Skagaströnd 17.995 SAUÐÁRKRÓKUR Gammur SK 12 Rauðmaganet 258 Klakkur SK 5 Botnvarpa 81.490 Málmey SK 1 Botnvarpa 128.530 Már SK 90 Rauðmaganet 594 Alls á Sauðárkróki 210.872 HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 3.993 Alls á Hvammstanga 3.993 SKAGASTRÖND Alda HU 112 Landb. lína 4.254 Dagrún HU 121 Þorskfisknet 4.610 Dísa HU 91 Landb. lína 1.059 Fengsæll HU 56 Landb.lína 2.778 Hafrún HU 12 Dragnót 1.011 2 09/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.