Feykir


Feykir - 16.08.2017, Blaðsíða 8

Feykir - 16.08.2017, Blaðsíða 8
Sveitasæla um helgina Skógarbændur í forgrunni Næstkomandi laugardag verður haldin hin árlega Sveitasæla í reiðhöllinni á Sauðárkróki þar sem margt verður í boði, bæði nýtt og gamalt sem ómissandi þykir á sýningunni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðar-ráðherra, setur hátíðina formlega klukkan 13:00, fulltrúi skógarbænda ávarpar gesti og Valdís Valbjörnsdóttir flytur tónlistaratriði. Að sögn Steinunnar Gunnsteins- dóttur, sýningarstjóra, er mjög góð þátttaka hjá sýningaraðilum, ný fyrirtæki sem taka þátt og handverksmarkaðurinn hefur sjaldan verið stærri. Þá kemur ný búgrein til liðs við Sveitasæluna í ár þar sem skógarbændur verða í forgrunni. Þeir verða með kynningu og fræðslu á greininni og tengdan varning til sýnis. Steinunn segir margt verða í boði fyrir börnin, t.d. dýragarður og svo mun hvolpasveitin mæta á svæðið. Töframaðurinn Einar Mikael ætlar að töfra áhorf- endur upp úr skónum auk þess sem hefðbundin atriði, sem alltaf standa fyrir sínu, verða á dagskránni. Þegar sýningu lýkur Steinunnn Gunnsteinsdóttir sýningarstjóri Sveitasælunnar. um kl. 17 hefst skemmtidagskrá sem stendur til klukkan 19 og kemur í stað kvöldvökunnar sem hingað til hefur farið fram að kvöldi sýningardags. Steinunn segir þetta gert til að fólk þurfi ekki að fara af svæðinu til þess eins að koma aftur síðar. Veitingasala verður allan tímann svo enginn ætti að svelta. Steinunn segir að allur ágóði veitingasölu Kiwanisklúbbsins Freyju muni renna í styrktarsjóð Jökuls Mána og fjölskyldu hans. Að vanda verða valinkunnir bændur með opin bú um helgina en Steinunn segir að nýjung verði með framleiðslufyrirtæki sem opnar dyr sínar fyrir fólki. Þar gefst fólki kostur á að heimsækja Gestastofu sútarans og Sjávarleður og fá kynningu og leiðsögn um verksmiðjuna frá 8 til 12. Það mun vera í fyrsta skiptið sem framleiðslufyrirtæki landbúnaðarvara, í þessu tilviki aukaafurðar, opnar dyr sínar fyrir Sveitasælugestum. Oddeyrartanga, 600 Akureyri Sími 460 3350 www.bustolpi.is Við óskum íbúum Á NORÐURLANDI VESTRA SKEMMTUNAR Á SVEITASÆLU Húnabraut 29, 540 Blönduósi Sími 452 4123 www.stigandi.is Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík Sími 415 4000 www.kemi.is www.hsn.is Skagfirðingabraut 17-21 550 Sauðárkróki Sími 455 6000 560 Varmahlíð Sími 453 8888 www.velaval.is Aðalgötu 21, 550 Sauðárkróki s: 453 5050 www.stod.is www.ks.is www.fisk.is Skagfirðingabraut, 550 Sauðárkróki Síimi 455 4600 www.ks.is Hesteyri 1, 550 Sauðárkróki Sími 453 5923 Borgarteigi 15, 550 Sauðárkróki s: 455 6200 www.skv.is VERKFRÆÐISTOFA www.skagfirdingurl.is Borgarflöt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 www.nyprent.isH Ö N N U N P R E N T U N S K I L T A G E R Ð Borgarflöt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Gylfaflöt 32, 112 Reykjavík 580 8200 www.velfang.is Ekki missa af neinu! 19. ágúst SVEITASÆLA Reiðhöllinni Svaðastaðir Sauðárkróki TAKTU STRÆTÓ Þú hringir í síma 540 2700 og pantar ferðina Leið 85 Ferðir tvisvar í viku allt árið um kring miðvikudaga og föstudaga HOFSÓS HÓLAR SAUÐÁRKRÓKUR kl. 17:00 kl. 21:30 kl. 17:25 kl. 21:55 kl. 17:50 kl. 22:20 Mjólkursamlag Hofsósi 8 30/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.