Feykir


Feykir - 16.08.2017, Blaðsíða 7

Feykir - 16.08.2017, Blaðsíða 7
„Ég vissi ekki að fólk borðaði hrossakjöt fyrr en ég kom til Íslands“ Madison Cannon er 22 ára bandarísk stúlka sem spilar á kantinum eða inni á miðjunni fyrir kvennalið Tindastóls í 1. deildinni í sumar. Maddíe er hörkudugleg, vel spilandi og leikin. Foreldrar hennar eru Mark Cannon og Kelley Matter og hún á tvö systkini; Adam og Mackenzie, en fjölskyldan býr í Wake Forest sem er ríflega 30 þúsund manna borg í Norður-Karólínu á austurströnd Bandaríkjanna. Hún er nýútskrifuð frá Sam Houston State University en hana hafði alltaf dreymt um að ferðast um heiminn og spila fótbolta þannig að þegar hún hafði klárað skólann vann hún að því ásamt umboðsmanni sínum að finna lið í Evrópu til að spila með. Hún varð ansi ánægð þegar hún fékk tilboð frá Tindastóli. Áður en hún kom til Íslands hafði hún klárað síðustu skólaönnina, spilað fótbolta og unnið að því að koma sér í gott form. Hvernig kom það til að þú ert að spila fótbolta á Íslandi? Það sem hefur komið mér mest á óvart er sennilega hversu auðveldlega það hefur gengið að aðlagast lífinu á Íslandi. Ég vissi ekki á hverju ég átti von þegar ég kom Madison Cannon (t.h.) í leik gegn ÍR fyrr í sumar. MYND: ÓAB [ ERLENDIR TUÐRUSPARKARAR ] oli@feykir.is Madison Cannon / frá Wake Forest í Bandaríkjunum / kantmaður í Tindastóli hingað en klúbburinn, liðs- félagar mínir og bæjarbúar hafa allir reynst indælir og hjálp- samir. Hvernig finnst þér að vera hluti af liði Tindastóls? Það er æðis- legt að vera hluti af Tinda- stólsliðinu. Mér finnst liðið hafa þroskast mikið eftir því sem liðið hefur á tímabilið og eiga framtíðina fyrir sér. Það er allt fullt af flottum leikmönnum UPPÁHALDS NAMMIÐ: Ég hef reyndar ekki smakkað mikið af íslensku nammi, en mér finnst súkkulaðið hér – sem ekki inniheldur lakkrís – vera gott. LAG SUMARSINS: Síðan ég kom hingað held ég að ég hafi mest hlustað á Despo- sito og Nei nei. SKRÍTNASTI MATURINN SEM ÞÚ HEFUR BRAGÐAÐ Á ÍS- LANDI: Ég verð að segja hrossakjöt. Ég vissi ekki fólk borðaði hross fyrr en ég kom til Íslands! UPPÁHALDS FÓTBOLTALIÐIÐ ÞITT: Uppáhaldsliðin mín eru Barcelona og Manchester United. í liðinu sem eru harðákveðnir í að bæta sig á hverjum degi og tilbúnir að berjast inni á vellinum. Ég hlakka til að sjá allar æfingarnar fara að skila sínu á seinni hluta tímabilsins. Hver er uppáhalds liðsfélagi þinn? Það er erfitt að segja, ég er búin að eignast helling af góðum vinum í liðinu. Hvaða væntingar hafðirðu til sumarsins á Íslandi? Að bæta mig sem knattspyrnumann, ferðast um Ísland og eignast góða vini. Hvaða leikmaður hefur verið þér fyrirmynd? Lionel Messi er í langmestu uppáhaldi hjá mér. Hann er svo snöggur og teknískur og svo er gaman að horfa á hann spila. Hvað gerir þú annað hér á Sauðárkróki en að spila fótbolta? Ég vinn á Drangey Restaurant með nokkrum liðsfélögum mínum flesta morgna en þar fyrir utan þá eyði ég tímanum með liðsfélögum mínum, stunda líkamsrækt, spila fótbolta eða við höngum bara saman í íbúðinni okkar og horfum á myndir saman. Hvað hefur verið erfiðast við að dvelja á Íslandi? Líklega er það kuldinn og svo er alltaf bjart úti! stutta spilið Hafðu samband! Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is Fjör og frískir fætur á Króksmóti 30/2017 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.