Feykir


Feykir - 16.08.2017, Blaðsíða 11

Feykir - 16.08.2017, Blaðsíða 11
(u.þ.b. 15 mínútur). Það er nauðsynlegt að hafa ferskt salat með þessu og ekki skemmir að hafa einnig hvítlauksbrauð. EFTIRRÉTTUR Daim ísterta (Kolluterta) Botn: 3 eggjahvítur 2 dl sykur Aðferð: Stífþeytt saman. Bakað við 110-130°C í 75 mín, fínt er að kæla botninn í ofninum. Dajm ís: 3 eggjarauður 1 dl sykur 4 dl rjómi slatti af muldu Daimi eða Daim kúlum Aðferð: Þeytið eggjarauðurnar með sykrinum, rjóminn er þeyttur sér. Þessu tvennu er svo blandað varlega saman með sleif og Daimið sett út í. Sett yfir vel kældan botninn og fryst. Tekið út tímanlega en þó ekki of snemma því kakan er ekki síðri frosin. Halldór og Lena Marie skora á matgæðinginn og tilraunakokk- inn Jón Ívar Hermannsson að koma með uppskriftir næst. Verði ykkur að góðu! SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU: Reykir, Hringur og Pétur. Feykir spyr... Fórstu í fjall- göngu í sumar? Spurt á Facebook UMSJÓN frida@feykir.is „Það er nú tæplega forsvaranlegt, fór bara á nokkrar heiðar og það ríðandi..“ Gunnar Rögnvaldsson „Nei, engin fjallganga hjá mér en bóndinn og dóttirin gengu á Esjuna.“ Lína Dögg Halldórsdóttir „Það er nú skömm að segja frá því að ég hef ekki gengið á neitt fjall í sumar..“ Halldór Gunnar Hálfdansson „Telst Himmelbjerget með?..“ Ragnheiður Sveinsdóttir Kjúklingaréttur meistarans og freistandi ísterta Það eru þau Halldór Sigfússon og Lena Marie Pettersson sem búa á Hvammstanga ásamt þremur börnum á aldrinum 9-17 ára sem ætla að gefa okkur sýnishorn af uppáhaldsuppskriftunum að þessu sinni. Halldór er þjónustustjóri í Landsbankanum á Hvammstanga en Lena er að skipta um starfsvettvang eftir 12 ára starf í Leikskólanum Ásgarði og er að hefja störf í Þvottahúsinu Perlunni. „Við reynum að hafa verkaskiptingu heimilisins skýra þannig að hver geri það sem hann er góður í og því sér Lena að mestu um eldamennskuna meðan Halldór tekur hraustlega til matarins,“ segja þau Halldór og Lena. „Kjúklingarétturinn er einfaldur og fljótlegur og afskaplega vinsæll á heimilinu. Hvort við notum hot eða medium salsasósuna fer eftir því hvort miðju unglingurinn er í mat eða ekki, hans bragðlaukar eru ekki hannaðir fyrir hot sósur. Kolbrún, samstarfskona Halldórs, kom okkur á bragðið með ístertuna sem er hún er algjör bomba og reynir á kransæðarnar.“ AÐALRÉTTUR Kjúklingaréttur meistarans 5 kjúklingabringur 3 tortilla kökur Tex mex chunky salsa 350 g (medium eða hot) 400 g rjómaostur Pizzaostur ( ½ -1 poki eftir smekk) Aðferð: Byrjið á að léttkrydda kjúklingabringurnar með Kjöt og grill kryddi eða Season all. Skerið svo bringurnar í litla bita, steikið þær á pönnu og setjið í eldfast mót þegar þær eru tilbúnar. Bræðið saman salsasósuna og rjómaostinn í potti og látið malla í smástund, þegar það er tilbúið er því hellt yfir kjúklinginn. Því næst eru tortilla kökurnar rifnar niður og settar yfir kjúklinginn og pizzaosti dreift yfir allt saman. Svo er þetta sett inn í ofn við 180°C og eldað þangað til osturinn er orðinn brúnleitur Halldór og Lene Marie. MYND ÚR EINKASAFNI „Já, ég gekk á þrjú fjöll í sumar; Mælifellshnjúk, Viðvíkurfjall og Vikrafell í Borgarfirði... og sumarið er ekki búið Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) frida@feykir.is Halldór Sigfússon og Lena Marie Pettersson / Hvammstanga KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Sudoku FEYKIFÍN AFÞREYING Krossgáta Ótrúlegt en kannski satt.. Calama, sem er borg í Atacamaeyðimörkinni í Norður- Chile, er einhver sú þurrasta í heimi. Ótrúlegt en kannski satt, þá er meðalúrkoma á ári í Calama aðeins 5 mm. Til samanburðar var meðalúrkoma í Reykjavík, árið 2007, 890 mm. Tilvitnun vikunnar „Þrá er sauðkindin en hvað er það á móts við kvenkindina,“ sagði Bjartur í Sumarhúsum. – Halldór Laxness 30/2017 11 MYND: ÓLI ARNAR Vísnagátur Sigurðar Varðar Bóndinn – Fyrstu tvær hendingarnar segja hvað bærinn heitir, þriðja lína bóndinn og sú fjórða hver faðirinn er. Annar býr við heitan hól, sem hátt úr rýkur. Margir finna á fingrum sér. Faðirinn sté á höku mér.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.