Feykir


Feykir - 16.08.2017, Blaðsíða 1

Feykir - 16.08.2017, Blaðsíða 1
30 TBL 16. ágúst2017 37. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra „ BLS. 6 BLS. 11 Yngvi Jósef Yngvason Allir hafa gaman af að veiða BLS.9 Rabbabbabb Sveinbjörg Pétursdóttir á Hvammstanga Halldór Sigfússon og Lena Marie Pettersson Kjúklingaréttur meistarans og freistandi ísterta Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Velkomin til Pacta lögmanna & 440 7900 pacta@pacta.is BORGARTEIGI 5 550 SAUÐÁRKRÓKUR & 571 5455 / 899 5227 / 691 6227 Smurþjónusta – Dekkjaþjónusta – Bremsuviðgerðir Pústviðgerðir – Almenn bifreiðaþjónusta Nýttu þér netverslun Skoðaðu vöruúrvalið www.lyfja.is Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Þú hringir í síma 540 2700 Hér siglir Sighvatur GK 57 til hafnar sl. mánudag. Skipstjórinn er Skagfirðingurinn Halldór Gestsson eða Dóri Híu eins og hann er kallaður MYND: PF Það er mikið um að vera á höfninni á Sauðárkróki þessa dagana en margir stærri bátar hafa landað afla sínum þar. Þrír bátar sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis í Grindavík munu landa afla sínum á Króknum fram að áramótum en þeir sækja miðin fyrir norðan land. Á sunnudag var landað úr Fjölni GK 657, á mánudag Sighvati GK 57 og svo Kristínu GK 457 í gær. Auk þessara Vísisbáta var landað úr Klakki SK 5 á mánudag og Málmey SK 1 í dag. Að sögn Halldórs Gestssonar, skipstjóra á Sighvati, hentar best að landa á Króknum og eru það nokkur atriði sem ráða, m.a. að Skagafjörðurinn er miðsvæðis og góður staður upp á keyrslu líka. Það er flutningafyrirtækið Jón og Margeir sem sér um fiskflutning landleiðina til Grindavíkur. /PF Skagafjarðarhafnir Grindavíkurbátar landa á Króknum Vörusmiðja BioPol Aðstaða fyrir frumkvöðla og framleiðendur Kynningarfundir vegna starfsemi Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd fara fram í næstu viku en smiðjan hefur öll tilskilin leyfi til matvælaframleiðslu. Leyfilegt er þó að vinna með fleira en matvæli s.s. öll hráefni til olíugerðar, í snyrtivörur og eða sápur. Smiðjan mun taka til starfa innan tíðar. Góð aðstaða verður í Vöru- smiðjunni fyrir frumkvöðla og framleiðendur til að taka fyrstu skrefin í þróun á vörum sínum og aðstaða er til að undirbúa veislur og bakstur fyrir stór tilefni. Þá verður hægt að leigja aðstöðuna undir námskeiðahald. Að sögn Þórhildar Maríu Jónsdóttur mun smiðjan verða opin alla virka daga frá 8.00-17.00 en hægt verður að semja um kvöld- og helgaropnun. Þórhildur segir að leigugjaldi verði stillt í hóf þar sem stefnan sé að styðja smáframleiðendur við að koma vörunni sinni á markað og geta þannig aukið verðmæti í heimabyggð. Fundirnir verða sem hér segir: Laugarbakki: Félagsheimilið Ásbyrgi þriðjudaginn 22. ágúst kl. 15.00 Skagafjörður: Kakalaskáli miðvikudaginn 23. ágúst kl. 15.00 Skagaströnd: Gamla Kaupfélagið, efri- hæð, fimmtudaginn 24. ágúst kl. 14.00. /PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.