Feykir - 22.11.2017, Blaðsíða 1
44
TBL
22. nóvemer 2017
37. árgangur : Stofnað 1981
Frétta- og dægurmálablað
á Norðurlandi vestra
BLS. 6–7
BLS.11
Zanny og Jói á Syðri-Brekku
í Húnavatnshreppi eru
matgæðingar vikunnar
Forvitnileg
folaldasteik
BLS. 10
Hörður Ingimarsson ritar stef
um jarðgöng og mannlíf
Norðfjarðargöng
bylting í
samgöngum
Halldór á Molastöðum í
Fljótum svarar Rabb-a-babbi
„Sjitt maður,
sólin er farin“
Holræsa- og stífluþjónusta
Bjóðum alhliða lagnahreinsun
og lagnamyndun
Leitið nánari upplýsinga í síma 452 2958.
Sími 452 2958 | Oddagata 18 | 545 Skagaströnd | gamar.is | vilhelm@gamar.is
Vetur konungur minnir hressilega á sig
þessa dagana með norðan hvassviðri
og stormi. Hefur snjókoma fylgt með
tilheyrandi ófærð á vegum. Í fyrrinótt
var björgunarsveitin Húnar kölluð út til
aðstoðar vegfarendum á Holtavörðu-
heiði. Vegfarendur eru hvattir til að
kynna sér vel ástand vega áður en
haldið er í ferðalög.
Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir því
að það dragi úr vindi og úrkomu á
Ströndum og Norðurlandi vestra síð-
degis í dag en á morgun verði norðan
10-18 metrar á sekúndu og frosti frá 0
að 5 stigum.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
eru á þá leið að á fimmtudag og föstudag
verður norðan hvassviðri eða stormur.
Snjókoma eða él, en úrkomulaust um
sunnanvert landið. Frost 0 til 8 stig.
Á laugardag er gert ráð fyrir all-
hvassri eða hvassri norðanátt í fyrstu
með éljum á Norður- og Austurlandi, en
Fyrsta alvöru hret vetrarins
Norðan hvassviðri eða stormur í kortunum
Við þjónustum bílinn þinn!
Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570
Nýttu þér
netverslun
Skoðaðu vöruúrvalið
www.lyfja.is
Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga
og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða-
menn með áralanga reynslu.
Þú hringir í síma 540 2700
Snjómoksturstækin hafa næg verkefni þessa dagana. Hér er verið að hreinsa götuna upp Kirkjuklaufina í gær. MYND: PF
bjartviðri sunnan heiða. Fer að lægja
eftir hádegi, fyrst vestan til á landinu.
Áfram kalt í veðri.
Á sunnudag verður austlæg átt og
bjart veður, en skýjað og dálítil snjókoma
á SV- og V-landi. Hiti um frostmark við
SV-ströndina, en talsvert frost í inn-
sveitum N- og A-lands en á mánudag
segir spáin að verði hægur vindur og
þurrt. Frost um allt land. /PF
Feykir fær góða gjöf
Byggðasaga Skagafjarðar
Það hljóp heldur betur á snærið hjá
Feyki á Degi íslenskrar tungu þegar
Hjalti Pálsson, ritstjóri Byggðasögu
Skagafjarðar, færði Feyki öll bindi
Byggðasögunnar.
Nýkomið er út 8. bindið sem fjallar
um Fellshrepp og Haganeshrepp,
samtals 66 býli í Sléttuhlíð, Hrolleifsdal,
Bökkum, Flókadal og Vestur-Fljótum,
ásamt sveitarfélagslýsingum.
Útgáfu nýjustu bókarinnar var
fagnað laugardaginn 18. nóvember á
gistihúsinu Gimbur á Reykjahóli á
Bökkum. Nánar er sagt frá henni á bls. 9
í Feyki. /PF
Hjalti Pálsson kom færandi hendi á ritstjórn
Feykis. MYND: ÓAB