Feykir


Feykir - 22.11.2017, Blaðsíða 5

Feykir - 22.11.2017, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.isF Dominos-deildin : Tindastóll - Þór Þ 92-58 : Tindastóll - Höttur 91-62 Israels-herinn á toppnum Lið Tindastóls lék nú á skömmum tíma tvo leiki heima í Síkinu og báða gegn botnliðum deildarinnar. Fyrst kom lið Þórs úr Þorlákshöfn í heimsókn og síðan Höttur Egilsstöðum. Skemmst er frá því að segja að báðir leikirnir unnust af miklu öryggi. Fyrst komu Þórsarar í heimsókn sl. fimmtudagskvöld en bæði lið voru með splunkunýja Kana í sínu farteski og reyndust báðir frekar ryðgaðir eftir löng ferðalög og sárafáar mínútur með sínum liðsfélögum. Leikurinn var í jafnvægi fram undir miðjan annan leikhluta þegar Stólarnir náðu ágætu forskoti og voru yfir í hálfleik, 48-38. Tindastólsmenn urðu fyrir því áfalli að missa Pétur Birgis út af meiddan strax eftir eina mínútu í leiknum og nokkurn tíma tók fyrir nýja leikmann- inn, Brandon Garret, að komast í takt við leikinn. Stólarnir keyrðu síðan allt í botn í þriðja leikhluta og völtuðu þá yfir Þórsara sem komust hvorki lönd né strönd. Þriðja leikhluta tóku Stólarnir 21-4 og staðan því orðin 69- 42 fyrir lokaátökin sem reyndust formsatriði. Lokatölur 92-58. Arnar og Caird skoruðu mest í liði Tindastóls, 20 stig hvor, Helgi Rafn og Garrett voru með 13 hvor en annars var það góð liðsheild og fín vörn í síðari hálfleik sem lagði grunninn að góðum sigri á vængbrotnum Þórs- urum. Lið Hattar sprakk á limminu Leikurinn gegn Hetti síðastliðið sunnu- dagskvöld var nánast ljósrit af leiknum gegn Þór. Enn á ný var jafnræði með liðunum framan af leik og stigalausir Hettir virkuðu bara ansi sprækir. Stólarnir voru oftast skrefinu á undan og í hálfleik munaði aðeins einu stigi, staðan 45-44. Stólarnir með Sigtrygg Arnar og Garrett í fínu formi í sókninni hófu síðari hálfleik á háu tempói. Skellt var í lás í vörninni og í kjölfarið fylgdu nokkrar auðveldar körfur í norðurenda Síkisins. Fljótlega var munurinn orðinn tíu stig og smá saman sást hvernig sjálfstraustið molnaði hjá leikmönnum Hattar. Staðan 69-50 að loknum þriðja leikhluta og Stólarnir héldu svipuðu áralagi til loka leiks. Lokatölur 91-62. Garret var stigahæstur í leiknum með 25 stig, Arnar gerði 23 og Caird skilaði 18 stigum. /ÓAB Israel's Army! Þjálfari Tindastóls, Israel Martin, virtist hæstánægður eftir leikinn gegn Þórsurum með nýja fánann sem stuðningsmenn sveiflluðu ákaft meðan á leik stóð. Hann sá ástæðu til að nappa honum af þeim í leikslok og sveifla honum sjálfur! MYND: ÓAB Undankeppni HM í körfubolta Tveir Stólar í landsliðinu Craig Pedersen þjálfari karlalands- liðs Íslands í körfubolta tilkynnti á sunnudaginn þá tólf leikmenn sem halda til Tékklands í dag til að etja kappi við heimamenn í undankeppni HM. Arnar Björnsson og Axel Kára, leikmenn Tindastóls, eru þar á meðal. Tvær breytingar voru gerðar á 12 manna liðinu sem áður hafði verið kynnt en Pavel Ermolinskij getur ekki tekið þátt vegna meiðsla og Tryggvi Snær Hlinason fær ekki leyfi hjá félagsliði sínu til að vera með í fyrri leiknum. Þeir Axel, og Tómas Þórður Hilmarsson, leikmaður Stjörnunnar, komu inn í stað þeirra Pavels og Tryggva. Tómas spilar sinn fyrsta A-landsliðsleik gegn Tékklandi en Axel hefur leikið vel á fimmta tug A landsleikja. Ísland spilar gegn Tékklandi á föstudaginn 24. nóvember og svo Búlgaríu hér heima mánudaginn 27. nóvember. /PF Frjálsar íþróttir Skagfirskar stúlkur sterkar í kúluvarpi Þrjár skagfirskar stúlkur náðu góðum árangri á Silfurleikum ÍR í frjálsíþróttum sl. laugardag þegar þær kepptu í kúluvarpi. Andrea Maya Chirikadzi sigraði með kasti upp á 10,20 m, Stefanía Hermannsdóttir varð í 3. sæti með 8,86m og Inga Sólveig Sigurðardóttir í 5. sæti, kastaði 7,87 m sem er persónulegt met. Þá varð Inga Sólveig einnig í 3. sæti í 60 m grindahlaupi á 13,60 sek. Á heimasíðu Tindastóls segir að keppendur hafi verið hátt á sjötta hundrað talsins. Silfurleikar ÍR er frjálsíþróttamót, fyrir börn og unglinga 17 ára og yngri, sem haldið er í nóvember ár hvert. Mótið var fyrst haldið árið 1996 og hét þá "Haustleikar ÍR". Nafninu var breytt árið 2006, til að minnast þess að 50 ár voru þá liðin frá því að Vilhjálmur Einarsson vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Melbourne, þann 27. nóv. 1956. /PF Andrea Maya, Inga Sólveig og Stefanía. MYND: TINDASTÓLL.IS Körfubolti Hester óbrotinn Eftir ítarlegar rannsóknir var það staðfest að Antonio Hester, leikmaður Tindastóls í körfubolta, er óbrotinn. Þetta kom í ljós eftir greiningu á ómmyndum sem teknar voru í síðustu viku. Hester meiddist illa í sigurleik Tindastóls gegn liði Keflavíkur fyrir tveimur vikum síðan og töldu læknar að hann hefði ökklabrotnað og yrði frá í allt að þrjá mánuði. Að sögn Stefáns Jónssonar, formanns körfuboltadeildar, er talið að röntgenmyndin hafi sýnt áverka gamalla meiðsla en ómmyndin hafi sýnt að leikmaðurinn hafi sloppið við brot. Hester er þegar byrjaður í endurhæfingu og verður því líklega kominn mun fyrr í baráttuna en talið var í fyrstu. /PF Hester í léttri sveiflu. MYND: HJALTI ÁRNA 44/2017 5 Hann telur að með lokun svæða í Skagafirði hafi verið tekið frá dragnótabátum en ekki frá trillubátum. Ekki sé verið að taka neitt frá þeim núna og enginn réttur skertur. Úthafsaldan ýfir botn Fyrir leikmann, sem ekki hefur kynnt sér málið til hlítar, má ætla af umræðunni að dragnót fari illa með hafsbotninn og þá um leið náttúruna. Friðrik segir það eðlilegt þar sem því sé haldið á lofti hjá smábáta- félögum á landinu, en þeir sem hafa þekkinguna, vísindamenn, Hafrannsóknastofnun eða Al- þjóðahafrannsóknarráðið, séu á annarri skoðun. „Það er alveg sama hvar þú leitar, þessu er eingöngu haldið fram af mönnum sem telja sig hafa hag af því að dragnóta- veiðar séu bannaðar. Í vísinda- heiminum er því jafnan hafnað. Dragnótin er sögð alveg jafn vistvæn og handfærin, sem er ekki það sama og veiðar með línu. Mælingar úti fyrir Norðurlandi sýna að meðalafli línubáta er yfir 30% undirmál. Þeir veiða miklu hærra hlutfall af smáfiski heldur en dragnóta- bátar, sem er vont. Þess utan hafa vaknað upp spurningar með beituna en hún er flutt inn frá Kyrrahafinu ef ég man rétt, Kyrrahafssári. Hvaða áhrif hefur það haft á lífríkið? Á ekki bara loka á það og láta nátt- úruna njóta vafans eins og þeim er títt að segja sjálfir,“ spyr Friðrik ábúðarfullur. Hvað varði rask á hafsbotni eftir dragnót segir Friðrik það ekki vera mikið og náttúran sjálf leiki þar stóran þátt. „Skagafjörður er breiður og opinn og í ákveðnum vind- áttum nær úthafsaldan alveg inn í fjarðarbotn. Það rask sem hún veldur er miklu meira og langt umfram það sem drag- nótin nokkurn tímann nær að gera. Botnlagið breytist eftir góða brælu og þetta vita vísindamenn og fiskimenn og þess vegna er kannski ekki mikið verið að henda peningi í að rannsaka eitthvað sem er augljóst. Enda er það alveg sama hvaða rannsóknir hafa verið gerðar, þessi hópur hafnar öllu,“ segir Friðrik og á við smábátasjómenn sem muni aldrei samþykkja rannsókn sem ekki sé þeim í hag. Hann hvetur fólk til að kynna sér málið nánar og ekki síst sveitarstjórn.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.