Feykir


Feykir - 22.11.2017, Blaðsíða 3

Feykir - 22.11.2017, Blaðsíða 3
Liltla stúlkan „Agnarögn“ var aðeins 724 grömm við fæðingu. MYND AÐSEND Safnað fyrir Agnarögn litlu Styrktarkvöld í Höfðaborg Næstkomandi föstudagskvöld, þann 24. nóvember, verður haldið Pub Quiz eða Barsvar í Félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi. Tilefnið er að safna fé til styrktar Jóhannesi Veigari Jóhannessyni og Heiðrúnu Eddu Ingþórsdóttur sem fyrir skömmu eignuðust tvíbura- dætur eftir tæplega 25 vikna meðgöngu. Unga parið, sem átti fyrir 18 mánaða dóttur, er búsett á Dalvík en Veigar er fæddur og uppalinn á Hofsósi og Heiðrún á Blönduósi. Litlu tvíburasysturnar komu í heiminn þann 23. október og fæddist önnur þeirra andvana en álitið hafði verið í nokkurn tíma að hún hefði litningagalla sem gerði lífslíkur hennar sáralitlar. Hún var skírð Eva Björk og var borin til grafar á Dalvík á laugardaginn var. Hin systirin, sem kölluð er Agnarögn, vó aðeins 724 grömm við fæðingu eða tæpar þrjár merkur og dvelur hún nú á Vökudeild Landspítalans og braggast ótrúlega vel að sögn Hörpu Kristinsdóttur, móður Veigars. Hún er nú orðin 990 grömm og dafnar vel miðað við aðstæður. Harpa segir að auðvitað séu erfiðir tímar hjá fjölskyldunni en þau munu þurfa að dvelja í Reykjavík næstu mánuðina þar sem þau eru fjarri heimili sínu og fjölskyldu og geta ekki stundað atvinnu, auk þess sem þau þurfa að standa straum af húsnæðiskostnaði. Þau hafi þó verið heppin og fengið úthlutað íbúð frá Landspítalanum en að sjálfsögðu þurfi að borga af henni leigu þó ekki sé hún eins há og á almennum markaði. Framundan er sá tími ársins sem flestir tengja samvistum við fjölskyldu og sterkum hefðum og ljóst er að jólin verða frábrugðin því sem þau eiga að venjast. Styrktarreikningur stofnaður Stofnaður hefur verið styrktar- reikningur fyrir fjölskylduna og er ábyrgðarmaður reikningsins Guðrún Helga Magnúsdóttir, frænka Veigars. Reiknings- númerið er: 0177-05-260070, kt: 010856-3889. Harpa segir fjölskylduna hafa fengið margar góðar kveðjur og vera mjög þakkláta fyrir þann stuðning og hlýhug sem þeim sé sýndur. Höfðaborg opnar kl. 21:00 á föstudaginn en spurninga- keppnin hefst kl. 21:30. Þátttökugjald er 1.500 kr. og rennur allur ágóði kvöldsins til fjölskyldunnar. Allir sem eiga þess kost eru hvattir til að mæta. Hægt er að fylgjast með Agnar- ögn á Facebooksíðunni Styrktar- síða fyrir Agnarögn og foreldra hennar. /FE Smellt'á okkur einum... Feykir.is Skjalasafn á Sauðárkróki Utanríkisráðuneytið óskar að ráða starfsmenn til skjalavörslu í starfsstöð skjalasafns sendiskrifstofa á Sauðárkróki. Helstu verkefni: • Útprentun skjala í málaskrá sendiskrifstofa utanríkisþjónustunnar og frágangur til varðveislu. • Pökkun skjala og skráning í geymsluskrá til afhendingar á Þjóðskjalasafn • Leit, skönnun- og sending skjala úr eldri skjalasöfnum sendiskrifstofa fyrir starfsmenn utanríkisþjónustunnar • Frágangur, skönnun og skráning ljósmynda • Skráning erinda í málaskrár sendiskrifstofa. Kröfur til umsækjenda: • Menntun sem nýtist í starfi • Reynsla af almennum skrifstofustörfum, reynsla af skráningu skjala er kostur • Mjög gott vald á íslensku • Mjög góð kunnátta í ensku og kunnátta í Norðurlandamáli, kunnátta í frönsku og þýsku er kostur • Góð tölvukunnátta, kostur að hafa reynslu af notkun GoPro • Þjónustulund, samskiptalipurð, frumkvæði, færni til að vinna sjálfstætt og góð framkoma Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi Félags starfsmanna stjórnarráðsins og fjármála- og efnahagsráðherra. Umsóknarfrestur er til og með 4. desember 2017. Umsóknir skulu berast á netfangið umsokn@mfa.is, merkt „Skjalasafn 2017“. Ráðuneytið hvetur karla jafnt sem konur til sækja um starfið. Litið verður svo á að umsóknir gildi í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veita Auðunn Atlason (audunn.atlason@utn.stjr.is) og Anna Ósk Kolbeinsdóttir (anna.osk.kolbeinsdottir@utn.stjr.is). og verður sýnt á fjölum Bifrastar. Aðalhlutverk er í höndum Valdísar Valbjörnsdóttur sem leikur Blúsí og Ásbjarnar Waage sem leikur Bugsy. Anna Valgerður Svavarsdóttir leikur Talúlu, Sæþór Hinriks- son Sam feita og Einar Örn Gunnarsson Danna snobb. Á laugardag og sunnudag verða tvær sýningar hvorn daginn, klukkan 16 og 20. Þriðjudag og miðvikudag verða sýningar klukkan 20. /PF Bugsy Malone í Bifröst Leikhópur FNV frumsýnir Næstkomandi föstudag munu nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frumsýna leikritið Bugsy Malone í leikstjórn Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar. Bugsy Malone er fjölskylduleikur sem fjallar um ævintýri „gangstersins“ Bugsy Malone á bannárunum í Chicago upp úr 1930. Yfir 20 leikarar eru í sýn- ingunni en þeir sjá einnig um tæknimál og sviðsmynd, að sögn Ægis. „Þetta er allt á léttu nótunum og flott lög í sýningunni. Margir góðir leikurar og söngvarar,“ segir Ægir sem er spenntur fyrir frumsýningunni nk. föstu- dag. Hefst hún klukkan 20:00 Leikarar í Bugsy Malone. MYND FRÁ ÆFINGU 44/2017 3

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.