Feykir


Feykir - 22.11.2017, Blaðsíða 6

Feykir - 22.11.2017, Blaðsíða 6
Fyrstu samgöngur frá Norðfirði með bifreiðum hófust um 1940, siglt var fyrst með bátum til Viðfjarðar, þaðan með rútu til suðurs yfir Dys og Víkurheiði til Reyðarfjarðar og áfram til Akureyrar um Öræfin. Ferðalagið tók 16 klukkustundir. Það voru engar leiðir sunnan jökla á þessum árum fyrr en 1974. Það var svo árið 1949 sem akfært varð um Oddskarð í um 705 metra hæð yfir sjó um sumarmánuðina. Oddskarðsgöng voru tekin formlega í notkun 7. maí 1978 og lækkuðu veginn í 610 m y.s. og breyttu miklu í samgöngunum. Saga úr Fannardal Þegar komið er út úr nýju jarðgöngunum í Hólafjalli blasa við á vinstri hönd eyðibýlin Tandrastaðir og Fannardalur. Fyrir rösklega hálfri öld sendi Jónas Árnason, rithöfundur og alþingismaður, bróðir Jóns Múla, frá sér bókina „Undir fönn“, viðtöl og sagnir um heiðurskonuna Ragnhildi FRÁSÖGN Hörður Ingimarsson Margreynt fólk Leiðir þessa sambýlisfólks liggja fyrst saman að Felli í Vopnafirði 1902 og er þá Ragnhildur 17 ára að aldri en Jósep fertugur. Ragnhildur er í Reykjavík 1916 til 1920, en eftir það býr hún með Jósep frá 1920 í Fannardal til 1946 er Jósep andast. Ragnhildur bjó áfram til 1955 og síðustu árin í Neskaupstað. Jósep var annálaður ferðagarp- ur, fór ríðandi um fjöll og firnindi, meðal annars dvaldi hann í sex ár í Ameríku. Góð mynd er til af Jósep á útihátíð á Kirkjubólsteigi 1940, þar er hann fremstur, 78 ára gamall, með m.a. Gunnari Gunnarssyni, skáldi á Skriðuklaustri. Þetta má sjá í bók Ferðafélags Íslands, árið 2005 bls. 112, eftir Hjörleif Guttormsson, aust- firska sagnamanninn mikla. Aðdragandi að andláti Jóseps haustið 1946 er sá að hann fer 16. október að bænum Hólum að sækja sína símastaura sem hann átti loforð fyrir en þegar til Hóla kom var ljóst að engir staurar voru til staðar, þó sendingin hafi verið stór. Þetta reið Jósep að fullu, hann hafði verið lasinn dagana á undan, örfáum dögum síðar var hann allur. Enginn sími ekkert útvarp Það var sem sagt ekki kominn sími í Fannardal 1946, útvarp var ekki heldur á bænum. Jósep lagði áherslu á lestur góðra bóka þegar stundir gáfust, hafði meiri trú á bókum en útvarpinu. Þegar Ragnhildur var orðin ein tóku sveitungar hennar sig til og gáfu henni viðtæki á jólunum 1946 til að stytta henni stundirnar sem varð fram á árið 1955. Ragnhildi var erfitt að skilja við dalinn sinn sjötug að aldri og flytja í Neskaupstað. Í Fannardal hafði verið búið allt frá landnámstíð er jörðin fór í eyði 1955. Lýsingar í bókinni „Undir fönn“ Ragnhildur og Jónas Árnason, rithöfundur, kampakát. MYND: HÉRAÐSSKJALASAFNIÐ Í NESKAUPSTAÐ Allt hefur sitt upphaf. Fyrsta sprenging var framkvæmd 12. október og heiðurssprenging 14. nóvember 2013, svo tóku við mánuðir og ár. Göngin urðu 7.566 metrar í bergi en með vegskálum 7.908 metrar. Mikil vígsluhátíð fór fram 11. nóvember sl. í hægu vetrarveðri að viðstöddu miklu fjölmenni eins og við var að búast. Frá opnun Norðfjarðarganga Stefán Þorleifsson, Jón Gunnarsson, Hreinn Haraldsson og Steingrímur J. Sigfússon. MYND: G. PÉTUR MATTHÍASSON Jónasdóttur sem bjó um 35 ára skeið í Fannardal, lengst af með Jósep, sambýlismanni sínum. Saga þeirra er mögnuð lýsing á lífsferli fyrri tíma sem er þó ekki lengri en svo að afar okkar og ömmur, voru um margt í sömu sporum. Þörf lesning nýjum kynslóðum. Ragnhildur var fædd 1885 á Leifsstöðum í Vopnafirði, dáin 1968. Jósep Jósepsson, fæddur 1862 á Leifsstöðum í Axarfirði, dó haustið 1946. Stef um jarðgöng og mannlíf Norðfjarðargöng bylting í samgöngum Jósep um aldamótin 1900. MYND: HÉRAÐSSKJALAS. Í NESKAUPSTAÐ Jósep Jósepsson á gæðingi sínum. MYND: H. EINARSSON 6 44/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.