Feykir


Feykir - 22.11.2017, Blaðsíða 4

Feykir - 22.11.2017, Blaðsíða 4
Hagur Sveitarfélagsins : Rætt við Dag Þór Baldvinsson hafnarvörð Auknar tekjur Skagafjarðarhafna Feykir sendi Svf. Skagafirði nokkrar spurningar varðandi gjaldtöku og hag Hafnarsjóðs af dragnóta- veiðibátum. Dagur Þór Baldvinsson, hafnavörður, segir ljóst að tekjurnar aukist við opnun dragnótar í innanverðum Skagafirði. Gjaldtöku er þannig háttað að borgað er lestar – og bryggju- gjald af fiskiskipum allt að 100 bt og minni mánaðarlega eða árslega hjá þeim bátum sem TAFLA 1: Sýnir landaðan afla á Sauðárkrók og Hofsósi á landbeittri línu og dragnót 2017. eru á ársgjaldi. Síðan eru tekin þjónustugjöld við hverja löndun, bátunum selt rafmagn og borgað er sérstaklega fyrir vigtun utan hefðbundins opnunar- tíma. Aflagjald er tekið af öllum lönduðum afla 1,6% sem reiknast af heildaraflaverðmæti. Aflagjald er stærsti tekjuliður hafnarinnar og voru aflagjöld árið 2016 47% af heildartekjum Hafnarsjóðs Skaga- fjarðar. Hverjar eru tekjur hafnarjóðs Svf. Skagafjarðar síðustu mánaða af dragnótaveiðibátum? „Tveir dragnótabátar hafa verið á veiðum í Skagafirði síðan í ágúst á þessu ári. Þorleifur EA-88 byrjaði veiðar fyrir utan línu (Ásnefs 65°56,5´N - 019°53,0´V og Þórðarhöfða 65°58,4´N - 019°29,7´V) og hefur verið í Skagafirði meira og minna síðan. Þorleifur landaði einnig 12,4 tonnum á Sauðárkróki í apríl síðastliðnum en þá var Þorleifur EA-88 í netaralli Hafrannsóknastofnunar. Onni HU- 36 var einnig á veiðum fyrir utan áðurnefnda línu viku í september og kom síðan aftur til veiða í Skagafjörð 1. nóvember. Eftir 1. nóvember hafa báðir bátarnir verið á veiðum fyrir utan gömlu línuna sem dregin var á milli Fagraness og Elínarhólma, samkvæmt reglugerð fiskistofu er núna engin lína sem dragnótabátar þurfa að fara eftir,“ segir Dagur. Eins og sjá má á töflu 1 þá er afli landaður með dragnót hjá Skagafjarðarhöfnum á þessu ári 409.077 kg á móti 291.495 kg af afla veiddum á landbeitta línu. Dagur segir að tekjur Hafnarsjóðs Skagafjarðar það sem af er árinu 2017 af Þorleifi EA-88 séu rúmar 1.9 milljónir kr. og af Onna HU- 212 eru 528 þúsund kr. Frá 1. nóv. til 9. nóv. hafa tekjurnar af þessum tveimur bátum verið um 500.000 kr. Þá er ótalin öll aðkeypt þjónusta af fyrirtækjum í Skagafirði sem bátarnir nýta sér. Má gera ráð fyrir að tekjur hafnarsjóðs Svf. Skagafjarðar aukist eftir að veiðisvæði voru opnuð fyrir dragnót í innanverðum Skagafirði? „Af ofangreindum tölum held ég að flestum megi vera ljóst að tekjur Hafnarsjóðs Skagafjarðar aukist við opnun dragnótar í innanverðum Skagafirði.“ /PF 4 44/2017 Meira um dragnótaveiðar : Spjallað við Friðrik G. Haraldsson talsmann dragnótamanna Skagafjörður – vannýtt gullkista Feykir fjallaði í 42. tbl. um óánægju smábátasjómanna í Skagafirði vegna banns dragnótaveiða sem féll úr gildi þann 1. nóvember sl. Þar kom fram að smábátasjómenn óttist um afkomu sína verði bannið ekki sett á aftur og byggðar- ráð Svf. Skagafjarðar tók málið fyrir og styður áframhaldandi bann. Feykir hafði samband við Friðrik G. Halldórsson, talsmann dragnótamanna, og innti hann eftir hans hlið á dragnótaveiðum í Skagafirði. Mikið hefur verið rætt um dragnótaveiðar, bann eða ekki bann, og hvaða afleiðingar opnun Skagafjarðar fyrir drag- nót kunni að hafa fyrir náttúru og ekki síst þá smábátasjómenn sem sækja miðin og teljast til heimamanna. Fyrir meðal landkrabba er ekki auðvelt að átta sig á hvernig í málinu liggur. Því lá beinast við að hafa samband við Friðrik G. Hall- dórsson, talsmann dragnóta- manna og heyra hans hlið. Fyrst var hann spurður hvort hann skildi baráttu heima- manna fyrir áframhaldandi banni. „Ég hef fullan skilning á því að menn vilji sitja einir að gæðunum. Hver vill það ekki ef hann kemst upp með það? Dragnótaveiðar hefjast við Ísland upp úr þar síðustu aldamótum þegar Danir koma hingað og stunda þá veiði og síðan Íslendingar fram á miðja öldina þegar landhelgi var færð í fjórar mílur. Þá var lokað fyrir togveiðar og dragnót hringinn í UMFJÖLLUN Páll Friðriksson Landað í Sauðárkrókshöfn um liðna helgi. MYND: ÓAB kringum landið í öllum flóum og fjörðum til ársins 1960 í 6-7 ár. Síðan hefur verið opið þar til Jón Bjarnason, þáverandi sjávarútvegsráðherra, lokar þessu 2010,“ segir Friðrik. Nú telja smábátasjómenn, og sérstaklega þeir sem búsettir eru á Hofsósi, að afkoma þeirra muni hrynja í kjölfar niðurfellingar bannsins. Hvað viltu segja við því? „Í hundrað ár voru dragnóta- veiðar leyfðar og þetta truflaði ekkert búsetuna. Þeir sækja mest sinn afla út fyrir Skaga þótt þeir reyni að fullyrða annað. Um það vitna gögn. Einn bátur sem þú talar um, Geisli, er samkvæmt gögnum Fiskistofu búinn að fara einn túr á fiskveiðiárinu. Annar bát- ofsjónum yfir því hvað drag- nótabátunum gengur veiðin vel þegar þeir fá lítið á þessum sandbleyðum,“ segir Friðrik sem finnst undarlegt að byggð- aráðið hvetji stjórnvöld til að hafa tekjur af byggðarlaginu. Ósammála Bjarna Til eru nokkrar skýrslur um dragnótaveiðar, áhrif þeirra á lífríkið og rask á hafsbotni, sem hægt er að draga fram máli sínu til stuðnings. Í 42. tbl. var meðal annars vitnað í Bjarna Jónsson, forstöðumann Nátt- úrustofu Norðurlands vestra, þar sem hann taldi að sjávar- útvegsráðherra hefði stuðst við fremur fátækleg gögn þegar ákvörðunin var tekin um að opna fyrir veiðar í Skagafirði. Friðrik er algerlega á önd- verðum meiði. „Ég er ekki ánægður með skýringar Bjarna. Fyrir það fyrsta þá var ákvörðun ráð- herrans um að framlengja ekki lokunum aðallega byggð á áliti faghóps sem hafði starfað í rúm tvö ár. Niðurstaða nefnd- arinnar var að engin fagleg sjónarmið lægju að baki þess- um lokunum. Bjarni vitnar í eitthvað sem hann kallar ónýta rannsóknarskýrslu. En rann- sóknin var framkvæmd sam- kvæmt vísindalega viður- kenndum aðferðum við rann- sóknir á áhrifum veiðarfæra á lífríkið. Hann talar um að það hafi verið fengnir hlutlausir aðilar til að leggja mat á skýrsluna. Hafrannsóknastofn- un er hlutlaus aðili og skilaði sinni rannsóknarskýrslu, en rannsóknin var framkvæmd af færustu og hæfustu sérfræð- ingum í sjávarlíffræði. Þetta hentaði ekki pólitískri stefnu þeirra feðga. Jón valdi menn til að reyna að fá skýrslunni hnekkt en það eina sem þeir gátu gefið út var það að ef rannsóknin hefði verið ítarlegri þá hefði verið meira að marka hana. Svo vitnar Bjarni í skýrslu um rannsókn, sem BioPol og Náttúrufræðistofnun fram- kvæmir 2011 og 2013, sem væri miklu meira að marka. Ég er ekki hissa þó að þær hafi ekki ratað á borð ráðherra því að til þess að rannsókn geti talist viðurkennd við að rannsaka áhrif einhvers veiðarfæris þá þarf veiðarfærið að vera til staðar. Það eru frumskilyrði til að rannsóknin geti talist mark- tæk. Þannig að þetta eru handónýt, pöntuð plögg frá þeim feðgum,“ segir Friðrik ákveðinn. anna, Skáley, er ekki enn farinn í róður og hefur engu landað. Enn annar bátanna er með fimm róðra og sá þeirra sem hefur farið oftast er með tíu róðra,“ segir Friðrik ákveðinn og finnst þetta léleg nýting. „Skagafjörður er gullkista og gæti gefið af sér 1000 og jafnvel upp undir 2000 tonn á ári. Ekkert svæði við landið norðanvert er betur fallið til dragnótaveiða en innanverður Skagafjörður; að sama skapi hentar það svæði síður til línuveiða. Ekki er þó hefð fyrir dragnótaveiðum á þessu svæði nema í fáeina mánuði á ári á haustin. Það væri mikið nær fyrir byggðarráðið að hvetja menn til að fara á dragnót og nýta auðlindina í þágu byggðarlagsins. Krókabátarnir ná ekki þessum afla. Það er bara þannig. Það er það sem skapar þessa togstreitu. Þeir sjá Friðrik G. Halldórsson, talsmaður dragnótamanna. MYND AÐSEND

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.