Feykir


Feykir - 20.12.2017, Blaðsíða 7

Feykir - 20.12.2017, Blaðsíða 7
48/2017 7 Viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur Íþróttamaður Skagafjarðar Tilkynnt verður um val á íþróttamanni Skagafjarðar, liði og þjálfara ársins 2017 við hátíðlega athöfn 27. desember nk. í Húsi frítímans að Sæmundargötu 7 Sauðárkróki. Einnig verða ungum og efnilegum íþróttamönnum Skagafjarðar veittar viðurkenn- ingar. Allir eru velkomnir að vera viðstaddir þennan prýðis- viðburð sem hefst kl. 19:00. /PF Pétur Rúnar Birgisson var Íþróttamaður Skagafjarðar 2016. Verum snjöll verZlum heima Vissir þú...? Að kaupa jólagjafir og annað til jólanna hér heima er stuðningur við samfélagið okkar. Njótum þess besta og jólahátíðarinnar saman. Þannig njótum við öll gleðilegra jóla. N ÝPR EN T EH F Fæðing í Hverfisbrekkunni Eignaðist barn með hjálp sjúkraflutningsmanna Hann segir að þegar komið var í bílskúrinn á HSN hafi allir verið í hálfgerðu sjokki yfir því hve fljótt þetta gekk fyrir sig. „Við fórum að annast barnið sem fór stuttu seinna að gráta, og þvílíkur léttir! Í þann mund mæta ljósmóðir og læknir og var yndisleg stúlka fædd 21 mínútu eftir að útkallið barst,“ segir Yngvi hrærður yfir atburðunum. Þarna hafði þeim Ólöfu Ösp Sverrisdóttur og Snorra Geir Snorrasyni á Sauðárkróki fæðst yndisleg dóttir. Ólöf segist hafa vaknað um fimmleytið um morguninn með mikla verki og ákvað að skella sér í sturtu til að athuga hvort það myndi slaka aðeins á verkjunum, sem ekki gerðist. „Þá voru orðnar 3-4 mínútur á milli, með litlum hríðum inn á milli svo ég var hreinlega ekki viss um að ég væri komin svona langt, því mér fannst verkirnir ekki nógu reglulegir. Ég ákvað að heyra í þeim á Akureyri og þær sögðu mér að leggja af stað á einkabíl, þar sem vatnið var ekki farið, þó ég hafi reynt að segja þeim að barnið væri óskorðað og fyrri fæðingar hefðu gengið hratt fyrir sig. Þegar foreldrar mínir komu til að taka eldri stelpurnar fór ég að gera mér grein fyrir því að ég þyrfti að fara að rembast svo ég sagðist ekkert vera að fara á Akureyri. Þá fór Snorri í það að reyna að ná á ljósmóðurinni okkar, án árangurs þar sem við höfum ekki ljósmóður á vakt hérna á Sauðárkróki. Það flækti stöðuna og gerði alla ansi stressaða ásamt óvissunni um hvað ætti að gera,“ segir Ólöf. Hringt var í vakthafandi lækni og segir Ólöf að hann hafi vart vitað meira en þau hvað ætti að gera í þessari stöðu. „En hann mætti á heimili okkar ásamt sjúkrabíl. Þar var staðan tekin á mér á meðan áfram var reynt að ná á ljósmóður. En allt kom fyrir ekki og ég bað mömmu mína á endanum að keyra heim til ljósmóðurinnar og ná í hana og ákveðið var að fara upp á sjúkrahús. Mér var rúllað út í sjúkrabíl, lagt af stað, og á Grundarstígnum missti ég vatnið. Daman mætti svo í heiminn í Hverfisbrekkunni þar sem sjúkraflutningamennirnir tóku á móti henni. Hún var ansi slöpp þegar hún mætti en sjúkraflutningamenn, lækn- ir og ljósmóðir stóðu sig frá- bærlega að koma dömunni almennilega í gang eftir allan hamaganginn,“ segir Ólöf og bætir við að þarna hafi alls ekki verið um draumastöðu að ræða. Fannst henni jafnvel erfiðast að hafa ekki fagmanneskju með sér í gegnum þetta ferli til að leiðbeina henni en allt fór vel á endanum. „Okkur mæðgum heilsast vel. Daman er vær og góð og Klukkan 6:54 þann 4. desember sl. fá sjúkraflutningamenn á Sauðárkróki boð um F1 útkall sem er fyrsti forgangur í þeirra kerfi. Fæðing! Þeir Yngvi Yngvason og Sigurbjörn Björnsson eru mættir á sjúkrabílnum stuttu síðar og læknir svo í kjölfarið. Afráðið er að fara upp á HSN á Sauðárkróki í betra umhverfi þar sem legvatnið var ekki farið og tekin yrði ákvörðun þar um hvort farið yrði með sjúkrabíl eða flugvél á fæðingardeildina. „Ekki vorum við komnir langt þegar vatnið fór og Sibbi kallar: „Það er að koma!“ sem það og gerði í Hverfisbrekkunni,“ segir Yngvi aðspurður um atburðarásina þennan viðburðaríka morgun. Nýbakaðir foreldrar með börnin sín þrjú. Ólöf heldur á dömunni sem lá svo mikið á að komast í heiminn, Snorri heldur á Emblu Nótt og á milli þeirra er elsta systirin í hópnum, Emilía Rós MYND: PF braggast vel. Hún á tvær eldri systur sem sjá ekki sólina fyrir henni og dekra við hana og eru duglegar að hjálpa til.“ Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri? -Ég vil koma því á framfæri að ég hefði ekki getað komist í gegnum þetta án Snorra míns og sjúkraflutn- ingamannanna okkar, Sigur- björns og Yngva. Þeir stóðu sig frábærlega við aðstæður sem þeir hafa ekki verið í áður og erum við óendanlega þakklát fyrir það. Og svo eigum við yndislega ljósmóður, Önnu Maríu Oddsdóttur, sem létti heldur betur á hjarta okkar þegar hún mætti á staðinn og sýndi gríðarlega fagmennsku við að koma dömunni á réttu brautina og erum við henni innilega þakklát fyrir allt saman. Við viljum einnig koma því á framfæri að við vonum að einn daginn munum við hafa aðgengi að ljósmóður á vakt svo þessar aðstæður komi ekki upp aftur því þetta er ekki óskastaða verðandi foreldra að lenda í.“ VIÐTAL Páll Friðriksson

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.