Feykir


Feykir - 20.12.2017, Blaðsíða 26

Feykir - 20.12.2017, Blaðsíða 26
26 48/2017 ½-1 púrrulaukur 200 ml kókosmjólk olía, turmerik, karrýduft, grænmetiskraftur, salt og pipar, allt eftir smekk. Aðferð: Skerið allt grænmeti í teninga/bita. Hitið olíu í stórum potti, byrjið á að steikja laukinn í smá stund og bætið svo kryddinu, öllu grænmetinu og u.þ.b. hálfum bolla af vatni við. Látið malla í 15 mínútur, það þarf að hræra af og til þar sem vökvinn er aðeins á botninum. Bæta svo kókos- mjólkinni við og e.t.v. meira kryddi. Blandið vel og látið sjóða áfram í 10-15 mínútur í viðbót, það fer eftir því hvort maður vill hafa grænmetið mjúkt eða stökkt. Sem meðlæti passa hrísgrjón og/eða brauð. RÉTTUR 3 Hundakex „Að lokum langar mig að koma með uppskrift sem gleður bestu vinina á heimilinu.“ 200 g soðin lifur 100 g smjörlíki 1 egg 3 msk. haframjöl 100 g hveiti eða annað mjöl Aðferð: Setjið lifrina í matvinnslu- vél og hakkið mjög smátt. Bætið smjörlíkinu, egginu og haframjölinu við og blandið vel saman. Færið svo yfir í skál, þetta er mjög klístrað. Hnoðið svo hveitinu saman við og geymið í ísskáp í klukkutíma. Núna er hægt að fletja deigið út, skera út fígurur með smákökuformi, eða móta bara litlar kökur, setja á bökunarpappír á ofnplötu og baka í 15 mínútur við 175°. Slökkvið svo á hitanum en látið blásturinn ganga við hálfopna hurð þannig að kökurnar þorni vel. Angela og Kristján skora á Tine og Ella, Christine Weinert og Erlend Kolbeinsson, á Blönduósi. Verði ykkur að góðu og gleðileg jól. FEYKIFÍN AFÞREYING Vísnagáta Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Samin er af sannri list. Sérðu veginn Stína? Stundum gert í gömlu vist. Geymir klukkan sína. Feykir spyr... Áttu eitthvert áhugamál fyrir utan jólavertíðina? Spurt á Féslurk UMSJÓN palli@feykir.is „Það er nú ekki merkilegt svo sem. En eftir að hafa slammað allar þessar hurðir og döðlað dyrakarmana þá finnst mér ágætt að dunda mér í húsgagnasmíði. Einkum stóla fyrir könnur.“ Hurðaskellir Leppalúðason „Já, ég hef rosa gaman að því að spila tölvuleiki. Gigabyte GTX670OC er t.d. algjört tölvuleikjatröll búið 2GB af sjálfstæðu minni ásamt því að styðja alla nýjustu staðla eins og PCI-E 3.0 og DirectX 11.1. Svo er FIFA 18 líka ágætur.“ Gluggagægir Leppalúðason Ótrúlegt en kannski satt... Á heimasíðu Ásatrúarfélagsins segir að uppruni jólahalds sé rakinn til sólhvarfahátíða heiðinna manna sem fögnuðu endurkomu sólarinnar sem lífg jafa. Ótrúlegt, en kannski satt, þá ákvörðuðu Kristnir menn að Jesú hefði fæðst um þetta leyti árs og settu jólin á svipaðan tíma og sólhvarfahátíðin var áður. Með því móti glötuðu menn ekki miðsvetrarhátíðinni þó að þeir skiptu um trú. Tilvitnun vikunnar Það er ekkert eins dapurlegt í þessum heimi en að vakna á jólum og vera ekki barn. :: Erma Bombeck RÉTTUR 1 Falafel 1 poki af þurrkuðum kjúklingabaunum. Baunirnar lagðar í bleyti í sólarhring, þær rúmlega tvöfaldast að stærð og eru notaðar ósoðnar í þennan rétt. Látið vatnið renna af þeim. 4 bollar af þessum baunum (afganginn má frysta eða sjóða og nota í annað) 1 laukur 2 hvítlauksgeirar ½-1 chillipipar (farið varlega, síðasti sem ég keypti var „on fire“) eða notið chilliduft, ½ tsk. 1-2 tsk. tandoori-krydd ½-1 tsk. mulinn coriander ½ tsk. pipar 1-2 tsk. salt (smakkið til þegar deigið er tilbúið, þarf e.t.v. meira) 2 msk. hveiti eða annað mjöl u.þ.b. 1 lúka steinselja, (er í frumuppskriftinni en þar sem þetta fæst ekki alltaf sleppi ég henni). Aðferð: Allt sett í matvinnsluvél, í tvennu lagi þar sem þetta er stór uppskrift. Vélin látin ganga nokkuð lengi, stundum þarf að stoppa og skafa aðeins frá hliðunum. Deigið virkar mjög laust í sér, áferðin á að vera svipuð og grófur blautur sandur. Setjið í skál og geymið í ísskáp í a.m.k. klukkutíma en má líka geyma til næsta dags. Ef deigið tollir alls ekki saman þegar maður klípur í það þarf annaðhvort að setja það í blandarann aftur eða bæta smá hveiti við. Venjulega eru mótaðar litlar kúlur sem eru síðan djúpsteiktar en mér finnst eiginlega betra að gera litla klatta og steikja á pönnu við meðalhita í nokkrar mínútur á báðum hliðum. RÉTTUR 2 Grænmetiskarrý „Í þennan rétt má nota alls konar grænmeti, ágætt ef maður hefur keypt of mikið og eitthvað af því er orðið dálitið þreytt.“ 1 rauðlaukur 1 sæt kartafla, u.þ.b. 500 g 1 rauð paprika blómkál, spergilkál, gulrætur eða annað eftir smekk 1 hvítlauksgeiri „Ég stunda köfun eins og enginn sé morgundagurinn. Eins mikill garmur og ég er til gangs þá er ég eins og fjögurra vetra selur í vatni. Nema mér verður bara drullukalt.“ Stekkjastaur Leppalúðason Kristján og Angela. MYND: ÚR EINKASAFNI „Nei. Áhugamál eru fyrir aumingja!“ Stúfur Grýluson Sudoku SVARVIÐ VÍSNAGÁTUNNI:: Vísa. Grænmetisréttir og sælgæti fyrir heimilishundinn Kristján Birgisson og Angela Berthold hafa búið í Lækjardal síðan 1996 og finnst frábært að búa í sveitinni þó þau stundi ekki hefðbundinn búskap. Þau vinna bæði á Blönduósi en eiga sína reiðhesta og tvo hunda. „Mig langar að koma með tvær uppskriftir að grænmetisréttum, kannski eru fleiri sem vilja breyta aðeins til eftir hátíðirnar og sleppa kjötinu af og til,“ segir Angela. „Ég borða sjálf mikið af grænmeti en Kristján vill ekkert endilega láta bendla sig við svoleiðis. Fyrsta uppskriftin er af Falafel sem kemur frá Miðaustur- löndunum og er borðað sem einskonar skyndifæði þar, sett inn í pítubrauð með salati, tómötum, jógúrt- og tahínsósu.“ ( MATGÆÐINGUR VIKUNNAR ) frida@feykir.is Kristján og Angela í Lækjardal

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.