Feykir


Feykir - 20.12.2017, Blaðsíða 17

Feykir - 20.12.2017, Blaðsíða 17
48/2017 17 Hátíðlegt þegar börnin gengu milli húsa og sungu Piotr Pecikiewicz segir frá pólskum jólum Jólunum fylgja hefðir, mismunandi eftir fjölskyldum og einstaklingum og hverju landi fylgja ákveðnir siðir. Það er alltaf gaman að velta fyrir sér þessum menningarmun sem er kannski ekkert endilega alltaf svo mikill þegar að er gáð. Piotr Pecikiewicz er frá litlum bæ í sunnanverðu Póllandi sem heitir Slemien. Hann býr nú á Sauðárkróki þar sem hann er í sambúð með Áslaugu Óskarsdóttur og eiga þau börnin Sigríði Írenu, Alexander Þór og Óliver Tómas. Fyrir átti Áslaug soninn Óskar Martein. Piotr vinnur hjá Fóðurfélaginu en áður starfaði hann hjá Kjötafurðastöð KS. Feykir hafði samband við Piotr til að forvitnast um hvernig hann upplifði muninn á íslenskum og pólskum jólum. Það var árið 2002 sem Piotr kom fyrst til Íslands þegar hann réði sig í vinnu í sláturtíð á Sauðárkróki og það er óhætt að segja að þar hafi tilviljun ein ráðið för. „Það voru erfiðir tímar í Póllandi og mikið atvinnuleysi. Ég og félagi minn ákváðum að leita til atvinnumiðlunar til að skoða vinnu á Írlandi. En síðan vorum við allt í einu búnir að ráða okkur í vinnu í litlum bæ á Íslandi. Ég get ekki sagt að ég hafi vitað mikið um Ísland. Þegar ég kom heim ákvað ég að skoða á landakorti hvar þetta Ísland væri en kortið var ekki betra en svo að það var ekkert Ísland. Það má því segja að ég hafi rennt frekar blint í sjóinn þegar ég lagði af stað til Íslands,“ segir Piotr. En víkjum þá að jólunum. Finnst þér vera mikill munur á pólskum og íslenskum jóla- undirbúningi og jólahefðum? „Nei, í sjálfu sér ekki,“ segir Piotr, „því í grunninn snýst þetta um það sama. Það er aðallega aðdragandi jóla sem er ólíkur. Í Póllandi fá börn ekki í skóinn, heldur kemur Hefðbundið jólatré í Póllandi. MYNDIR ÚR EINKASAFNI VIÐTAL Fríða Eyjólfsdóttir Sankti Nikulás þann 6. desember og gefur börnunum góðar gjafir. Í Póllandi er heldur ekki byrjað svona snemma að skreyta. Að- fangadagur er líka ólíkur að því leyti að þá fasta Pólverjar og flestir borða þá vatnakarfa. Það er alltaf tólfréttað en réttirnir innihalda hvorki kjöt né smjör (fitu). Það er alltaf lagt á borð fyrir einn aukalega því það eru margir sem eru einir og/eða hafa ekki í nein hús að venda. Það er því þannig að heimili þitt er opið öllum og ef gesti ber að garði þá borða þeir með fjölskyldunni, alveg óháð samfélagsstöðu. Á aðfanga- dagskvöld er alltaf messa á miðnætti og inn í jólanóttina“ Piotr segir að hann upplifi ekki mikinn mun á íslenskum og pólskum jólum. Því sé ekkert sérstakt sem hann sakni þaðan og sér þyki íslensk jól ósköp notaleg og góð. Fjöl- skylda hans hefur komið sér upp sínum eigin jólahefðum þar sem pólskar og íslenskar hefðir blandast saman. Eins og hér á landi sé það góður matur og samveran með sínum nánustu sem sé mikilvægast. „En ef ég ætti að nefna eitthvað frá bernskunni þá er það þegar börnin fóru hús úr húsi og sungu jólalög. Það var eitthvað virkilega hátíðlegt við það,“ segir Piotr að lokum. Jólaskreytingin í kirkjunni í heimabæ Piotrs. Piotr með yngsta soninn, Óliver. Myndin er tekin í fríi á Marbella á Spáni í sumar. Dæmigert pólskt matarborð þann 24. desember.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.