Feykir


Feykir - 20.12.2017, Blaðsíða 21

Feykir - 20.12.2017, Blaðsíða 21
48/2017 21 Hver er uppáhalds tónlistar- maðurinn? -Bubbi Morthens. Hver er uppáhalds kvikmynd- in? -Hross í oss. Hvert er uppáhalds íþrótta- félagið? - Stefnir á Suðureyri. Ein góð saga í lokin: Ég hitti Guðna Ágústsson fyrrum þingmann og ráðherra í Olís sjoppunni í Borgarnesi fyrir kosningarnar í fyrra þar sem hann var að spjalla við Rúnar Gíslason frambjóðanda Vinstri grænna og son Gísla úr Landanum sem allir þekkja. Guðni vindur sér að mér þegar Rúnar gengur í burtu og segir „Þetta er skynsamur drengur enda kominn af góðu fram- sóknarkyni en hann segist vera Vinstri grænn ég skil ekki hvað veldur því að hann er ekki framsóknarmaður eins og hans kyn bendir til? Ég var snögg upp á lagið og svaraði um hæl: „Hann hefur að sjálfsögðu verið kynbættur og er orðinn Vinstri grænn sem er framþróun úr Framsókn.“ Guðni lét þetta gott heita enda á leið á hrútasýn- ingu á Raufarhöfn með Hrúta- vinafélaginu en þar eru kyn- bætur alþekktar. Lilja Rafney Magnúsdóttir hefur verið Alþingismaður Norðvesturkjördæmis síðan 2009 og er oddviti flokksins á því sviæði. Hún býr á Suðureyri, gift Hilmari Oddi Gunnarssyni bílstjóra og sjómanni frá Skagaströnd og eiga þau fjögur börn og þrjú barnabörn. Lilja er gagnfræðingur frá Reykjum í Hrútafirði ásamt hörðum skóla lífsins og fjölda námskeiða og starfaði hún við sundlaug og Íþróttamiðstöð Suðureyrar áður en þing- mennskan kallaði. Lilja Rafney er þingmaður vikunnar á Feyki. Hvenær og hvernig vaknaði áhugi þinn á pólitík? -Ég drakk pólitískan áhuga með móður- mjólkinni en fyrir alvöru þegar ég fór að hafa afskipti af sveitarstjórnar- og verkalýðs- málum um þrítugt og varð ung oddviti Suðureyrarhrepps og var formaður Verkalýðs- og sjómannafélagsins Súganda á Suðureyri í 16 ár. Ég er svo heppin að hafa átt gott sam- ferðarfólk og vini og ættingja með sterka réttlætiskennd sem hefur líka mótað mína lífssýn. Lífið í litlu þorpi hefur kennt mér að hver og einn getur haft áhrif og að við öll skiptum máli og enginn er merkilegri en annar. Það er mikilvægt að allir reyni að láta gott af sér leiða hver með sínum hætti. Hvenær settist þú fyrst á þing? -1993 sem varaþingmaður fyrir Alþýðubandalagið en var kosin þingmaður fyrir VG árið 2009 og er í fullu fjöri. Hvaða máli værir þú líkleg til að beita þér fyrir á Alþingi framar öðrum? -Byggðamálum al- mennt og eflingu sjávarútvegs og landbúnaðar í dreifðum byggðum, sjálfbærri auðlinda- nýtingu og að bæta lífskjör þeirra efnaminni. Telur þú að stjórnmálaum- hverfið hafi breyst eða sé að breytast frá því sem áður var? -Já, það er að breytast hratt. Samskipti við kjósendur hafa færst mikið yfir til sam- skiptamiðla og fundarsókn er orðin minni á pólitíska fundi en persónuleg samskipti eru enn mikils virði. Við frambjóð- endur Vinstri grænna breyttum til fyrir síðustu kosningar og gengum í hús og heilsuðum upp á kjósendur sem tóku okkur vel og þetta gerði kosningabarátt- una skemmtilegri og hreyfingin var góð. Telur þú að fjölmiðlar, Facebook og aðrir samfélagsmiðlar, hafi áhrif á skoðanir og gjörðir þingmanna? -Ekki spurning en það má ekki týnast í þeim heimi. Við verðum öll að vega og meta hlutina út frá raunheimi og heilbrigðri skynsemi. Hvaða verkefni bíður helst íbúa Norðvesturkjördæmis að þínu mati? -Þau eru mismunandi eftir svæðum innan kjördæm- isins. Við þurfum að jafna búsetuskilyrðin, styrkja innviði, auka fjölbreytni í atvinnulífi og efla menntun og heilbrigðis- þjónustu. Allt er þetta kunnuglegt en við þurfum að gera kjördæmið samkeppnis- fært við höfuðborgarsvæðið og vinna að því að laða að ungt fólk með frumkvæði og þekkingu því það er frábært að búa úti á landi. Hvaða málefni telur þú að brenni helst á íbúum Norður- lands vestra? -Heilbrigðis-, mennta- og atvinnumál, sam- göngur og innviðir. Að svæðið fái notið auðlinda sinna til uppbyggingar og nýsköpunar. Hvaða áhugamál áttu fyrir utan pólitíkina? -Góð spurning. Ég verð að segja að pólitíkin litar allt mitt líf en ég hef gaman af að ferðast og vera úti í náttúrunni og einnig að hlusta á góða tónlist. Svo á ég stóra yndislega fjölskyldu sem ég geri eitthvað skemmtilegt með í frístundum. ÞINGMAÐURINN Lilja Rafney Magnúsdóttir Vinstri grænum Við öll skiptum máli UMSJÓN palli@feykir.is Lilja Rafney ásamt Hilmari Oddi, eiginmanni sínum. MYND ÚR EINKASAFNI

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.