Feykir


Feykir - 20.12.2017, Blaðsíða 3

Feykir - 20.12.2017, Blaðsíða 3
48/2017 3 Það eru að koma jól. Ég veit ég þarf ekkert að segja ykkur það, við höfum verið minnt á það rækilega síðan í október, eða jafnvel september. Þá fannst mér alveg óratími til jóla en nú eru þau bara allt í einu að skella á. Og ég sem er ekki búin að öllu! Ég hef verið að hugsa svolítð um jólin og hefðir undanfarið. Það er ekki ofsagt að jólin eru mikil hefðahátíð. Mér heyrist að sumir komist ekki í gegnum jólahátíðina án þess að borða nákvæmlega sama matinn og öll þau jól sem þeir hafa lifað og gera sömu hlutina í nákvæmlega sömu röðinni og öll undanfarin jól. Ég þykist ekki vera ein af þess- um hefðamanneskjum og geri grín að fastheldni fjölskyldu- meðlimanna. Ég er nokkurn veginn viss um að ég hrykki ekki upp af þó ég sleppti einhverju af hreingerningunum sem ég geri oftast fyrir jólin - ég hef meira að segja prófað það- og það voru jól á mínu bernskuheimili þótt við borðuðum ekki hamborgar- hrygginn sem þykir ómissandi á mínu eigin heimili. Já, og þótt ég vissi varla hvað laufabrauð væri fyrr en ég kom í Skagafjörðinn átti ég bara bærileg jól sem barn. En þrátt fyrir að ein og ein hæðin athugasemd læðist út úr mér þegar ég heyri talað um það sem „verður“ að gera af því að það er alltaf gert þá verð ég víst að játa að sumt er bara best eins og það hefur áður verið. Þar má nú nefna piparkökurnar og engiferkökurnar sem bakaðar voru heima í gamla daga og ég geri alltaf líka, að ekki sé talað um brúnu niðursneiddu tertuna sem alltaf var bökuð fyrir afmælið mitt í lok nóvember og afgangarnir frystir og geymdir til jóla. Sumt jólaskraut sem er í sérstöku uppáhaldi, aðallega eitthvað sem dæturnar gerðu þegar þær voru litlar og líka það sem pabbi gerði og gaf okkur, það verður nú auðvitað að fara á sinn stað. Og áðan, þegar ég settist við eldhúsborðið til að skrifa á jólakortin þegar allir á heimilinu voru farnir að sofa, eins og svo oft áður, þá setti ég að sjálfsögðu þýsku jólalögin, sem ég hlusta alltaf á þegar ég skrifa á jólakort, í spilarann og kveikti á kerti. Þetta tilheyrir nefnilega þessu jólakortaferli mínu. Og já, ég skrifa jólakort, og það mörg, og ætla ekki að hætta því þó ég gæti sparað mér ómældan tíma með því að senda bara kveðju á Facebook. Það er mín hefð. Að ígrunduðu máli hef ég komist að því að hefðir séu bara ágætar, svo framarlega sem við látum þær ekki verða okkur fjötur um fót og upplifum það að allt sé eyðilagt ef við, einhverra hluta vegna, getum ekki gert hlutina eins og alltaf áður. Þær skapa vissa festu og öryggi og þær geta verið virkilega notalegar. Á hinn bóginn skulum við ekki gleyma því að hjá fjölda fólks vekja hefðirnar í kringum hátíðirnar upp erfiðar minningar, minningar um það sem var og getur ekki orðið aftur. Þannig er því miður ástatt hjá mörgum og okkur er hollt að staldra við og minnast þess að hátíðirnar eru ekki öllum til gleði. Góðir lesendur, þetta er síðasta tölublað Feykis á þessu ári. Með því fylgja hlýjar kveðjur með þökk fyrir samfylgdina á árinu og óskir um að hátíðin færi ykkur gleði og frið í hjarta og gæfa fylgi nýju ári. Fríða Eyjólfsdóttir, blaðamaður LEIÐARI Góðir lesendur Láta gamlan draum rætast Microbar & Bed skiptir um eigendur Veitinga- og gististaðurinn Microbar & Bed á Sauðárkróki hefur skipt um eigendur. Það eru þau Sigríður Magnúsdóttir og Árni Birgir Ragnarsson sem ætla að láta gamlan draum rætast og munu taka við rekstrinum. Þá verður nafni staðarins breytt í Grand-Inn Bar and Bed. Að sögn Sigríðar munu viðskiptavinir helst sjá þær breytingar í upphafi að barinn verður opinn oftar og lengur. „Það verða kannski ekki áttatíu tegundir af bjór í boði, en þetta verður áfram bar sem hefur „minni“ ölgerðirnar sem aðal val. Verðum alltaf með heitt á könnunni líka og skellum í vöfflur þegar fólk vill, svona þegar jólamaturinn er farinn að setlast.“ Aðspurð segir Sigga kímin að hvorugt þeirra hjóna hafi reynslu af barrekstri en ágæta æfingu hinum megin barborðs- ins. „Við látum alla vita sem fyrst hvenær við opnum og þökkum allar góðar kveðjur og meðbyr sem heimafólk hefur sýnt okkur. Við hlökkum til að sjá sem flesta!“ segir Sigga í lokin. Þó ekki sé æskilegt að hvetja fólk til áfengisdrykkju þá ætti að vera í lagi að hvetja fólk til að kíkja á Grand þó ekki væri til annars en að fá sér kaffi. /PF Allur ágóði rennur til líknarmála í Skagafirði Lífið er núna komið á mynddisk Nú er kominn í sölu mynddiskur með upptöku frá skemmtuninni „Lífið er núna“ sem hjónin Jón Hallur Ingólfsson og Aðalbjörg Þ. Sigfúsdóttir héldu í Miðgarði síðastliðið sumar. Þar komu fjölmargir frábærir listamenn fram og samfögnuðu þeim hjónum í tilefni afmæla þeirra. Það er samdóma álit þeirra sem þar voru að stemningin hafi verið einstök og tilfinningaþrungin en eins og kunnugt er glímdi Jón Hallur við krabbamein sem dró hann til dauða nú í haust. Diskinn má nálgast í helstu verslunum í Skagafirði, Quiltbúðinni á Akureyri, hjá Þóreyju Dögg í Breiðholts- kirkju og Gunnari Rögn- valdssyni á Löngumýri. Diskurinn kostar aðeins tvöþúsund krónur og rennur ágóðinn til líknarmála í Skagafirði. /FE Árni Birgir og Sigga Magg á góðri stund. MYND ÚR EINKASAFNI Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Í síðustu viku lönduðu 14 bátar á Skagaströnd rúmum 96 tonnum. Fimm skip og bátar lönduðu rúmlega 375 tonnum á Sauðárkróki, einn bátur landaði fjórum tonnum á Hofsósi og á Hvammstanga landaði einn bátur rétt tæpum sjö tonnum. Heildarafli vikunnar á Norðurlandi vestra var 482.779 kíló. /FE Aflatölur á Norðurlandi vestra 10. – 16. desember 2017 96 tonn á Skagaströnd SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 6.926 Alls á Hvammstanga 6.926 SKAGASTRÖND Auður HU 94 Landbeitt lína 5.321 Álfur SH 414 Landbeitt lína 15.388 Bergur sterki HU 17 Landbeitt lína 3.496 Dagrún HU 121 Þorskfiskinet 3.620 Dísa HU 91 Landbeitt lína 1.626 Fengsæll HU 56 Landbeitt lína 5.856 Guðmundur á Hópi HU 203 Landbeitt lína 6.355 Guðmundur á Hópi HU 203 Lína 16.188 Hafdís HU 85 Handfæri 332 Kambur HU 24 Landbeitt lína 1.207 Magnús HU 23 Landbeitt lína 14.300 Onni HU 36 Dragnót 10.938 Stella GK 23 Landbeitt lína 8.389 Sæfari HU 212 Landbeitt lína 3.370 Alls á Skagaströnd 96.386 SAUÐÁRKRÓKUR Dagur SK 17 Rækjuvarpa 9.331 Klakkur SK 5 Botnvarpa 122.992 Kristín GK 457 Lína 76.005 Málmey SK 1 Botnvarpa 167.135 Alls á Sauðárkróki 375.463 HOFSÓS Ásmundur SK 123 Landbeitt lína 4.004 Alls á Hofsósi 4.004 Falleg skilaboð á hurðarhúnum Unnið gegn einelti í Grunnskóla Húnaþings Í fyrradag var uppbrot frá hefð- bundinni kennslu í Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvamms- tanga þar sem nemendur unnu að ýmsum verkefnum. Meðal annars var unnið gegn einelti og útbjuggu krakkarnir miða með fallegum skilaboðum á og gengu svo um og skildu þá eftir á hurðarhúnum húsanna í bænum. Þetta er svo sannarlega skemmtilegt fram- tak hjá krökkunum og mæltist vel fyrir hjá íbúum. /FE

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.